Sandsíli verði verndað fyrir kríu og sjófuglum

Ef stofnunin Hafró ætlar að vera samkvæm sjálfri sér er sjálfgefið að nú verður lagt til við sjávarútvegsráðherra að krían, sjófuglar allir, fiskistofnar og hvalir hætti að éta sandsíli. Jón Bjarnason kaupir það án efa hrátt eins og hann gerði með fiskveiðiráðgjöf þessarar einkastofnunar LíÚ fyrir stuttu. Þá var þorskkvóti lækkaður þrátt fyrir einstakt árferði og meira að segja góðan árangur úr hinu fáránlega togararalli. Skötuselskvóti var minnkaður á sama tíma og sú skepna gengur upp á grunnsævi étandi allt sem fyrir verður. Bannað var að veiða makríl, sem meira að segja er farinn að veiðast á stöng við bryggjur. Síldveiðar voru bannaðar úr íslenska sumargotsstofninum vegna sýkingar, sennilega betra að láta síldina valda mengun til skaða á sjávarbotni frekar en veiða hana í bræðslu. - Hafró er farin minna óþægilega mikið á Alþjóða hvalveiðiráðið síðustu árin.
mbl.is Góðar væntingar eftir sandsílaleiðangur Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband