Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ekið á sléttlendi

Til hamingju Volkswagen og Skoda. Þetta dugar þó skammt. Þessum bílum var ekið á sléttlendi. Það sem skiptir máli er hver eyðslan er í þétttbýli og líka þegar ekið er um fjallvegi.
mbl.is Volkswagen og Skoda sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trillukarlar

Trillukarlar hafa alltaf verið sér á báti. Í eina tíð veiddu menn frjálst. Það hentaði trillukörlum vel. Svo komu einhverjir sóknardagar, að mig minnir og svo kvótakerfi á smábáta og dagakerfi á smábáta sem ekki mátti selja úr. Síðan var trillukörlum heimilt að selja yfir til stóru bátanna. Þá var fjandinn laus. Menn græddu á tá og fingri. Fóru með peningana í allskonar sjóði en nú eru þeir hrundir en auðvitað eru þessir menn þá í vandræðum. En spurningin er hver á bjarga þeim. Þjóðin eða?????
mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglulegar heimsóknir til Seyðisfjarðar

Hnúfubakar og fleiri hvalategundir hafa í gegnum tíðina gert sig heimakomna á Seyðifjörð. Ég man sérstaklega eftir einum sem dólaði í lengri tíma lengst inn á firði og gladdi gesti farfuglaheimilisins Haföldunnar hjá Þóru Guðmundsdóttur. Þá var ég með beina útsendingu í hádegisfréttum útvarps af sólpallinum hjá Þóru og vel mátti greina blásturinn í hvalnum í útsendingunni. Seyðfirðingar og gestir þeirra geta án efa notið lista þessa hvals í einhverja daga. Vonandi að hann verði þarna enn þegar Norræna kemur í næstu ferð.
mbl.is Hnúfubakur skemmti Seyðfirðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Þetta er bara gott mál. Ísland er í raun sigurvegari og okkur veitir ekki af. Jóhanna Guðrún er verðugur fullltrui í að reisa okkur við á alþjóðavettvangi.
mbl.is Ísland varð efst í undanúrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíufélögin heilög í kreppunni

Verið er að lækka laun fólks víða og fyrirtæki reyna að halda niðri verði með minni tilkostnaði og jafnvel minni álagningu. Það er eins og þessi olíufélög séu yfir allt hafin og ekki megi skerða neitt þar. Tilkoma sjálfsala átti að verða til þess að lækka verð umtalsvert en það er allt farið til baka. Er ekki tími til komin að olíufélögin taki til í sínum ranni og taki þátt í baráttunni eins og landsmenn gera? Kannski eru olíufélögin heilög í kreppunni.
mbl.is Lækkun á gengi krónunnar hækkar bensínverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er annarra kosta völ?

Ætli það sé annarra kosta völ fyrir okkur en að sitja undir tilskipunum AGS úr þessu? Lilja Mósesdóttir sagðist vilja skila þessu láni frá sjóðnum en svo virðist sem þaggað hafi verið niður í hennar hugmyndum. Ef lán frá AGS er nauðsyn þá verðum við, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að sitja undir tilskipunum þaðan.
mbl.is Sitjum ekki undir tilskipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd og hafa rafrænar kosningar líka

Það er kjörið að nota sveitarstjórnarkosningar til að reyna persónukjörið. Í raun var þetta reynt í sameiginlegu prófkjöri flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar hér á Akranesi fyrir um 25-30 árum. Þá raðaði fólk frambjöðendum á sinn lista í prófkjörinu og tókst vel. Svo á auðvitað að taka upp rafræna kosningu þó ekki væri nema jafnhliða þessu hefðbundna pappírsfargani. Þetta er ótrúlega gamaldags kerfi eins og hefur verið. Það er mannfrekt og seinvirkt. Stjórnmálaflokkarnir voru með rafræn prófkjör fyrir síðustu kosningar og líka í kjöri forystumanna. Allt annað er tímaskekkja.
mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Reykvíkinga, eða???

Allt er nú notað í fýlunni. Er þetta ekki annars ríkisstjórn allra landsmanna? Það er ekkert náttúrulögmál að allt stjórnkerfið sitji í Reykjavík og að þar séu allir fundir haldnir. Ef ríkisstjórnin hefur farið með áætlunarvélum, sem hvort sem er eru á ferðinni er ekki verið að auka neina mengun. Hugsa jafnvel að 12 ráðherrabílar á ferð um höfuðborgarsvæðið mengi ekki minna, bæði vegna útblásturs og svifryks af þeirra völdum. Svo þurfa ráðherrar enga dagpeninga því flug til Akureyrar tekur rúman hálftíma hvora leið og fundurinn kannski klukkutíma. Mér líst vel á svona farandríkisstjórn sem lætur sjá sig víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það ætti að vera regla að ríkisstjórnarfundir væru með vissu millibili utan Reykjavíkur og þá ekki bara á Akureyri. Svo hafa alltaf einhverjir tekjur af svona ferðum, sem skilar sér aftur í sköttum. Þetta er ekki bara peningaeyðsla fyrir ríkið.
mbl.is Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint fundið upp kerfi sem virkar

Það verður líklega seint fundið upp það kerfi í sjávarútvegi sem virkar fullkomlega. Alltaf finna einhverjir leiðir fram hjá. Stærsta dæmið var um kvótann sem ekki var leyfilegt að veðsetja lengi framan af. Samt sem áður voru bankarnir farnir að taka veð í kvótum löngu áður en ríkið leyfði slíka veðsetningu. Líklega treysta menn í sjávarútvegi bara á það að finna götin og fara fram hjá þeim þar til ríkisvaldið slakar á og breytir reglum þeim í hag. Sama verður upp á teningnum með fyrningarleiðina. Það kæmi mér ekki á óvart að nú þegar sé eitthvert lögfræðingagengi farið að leita að leiðum fram hjá því kerfi, þótt það sé ekki komið á laggirnar.
mbl.is Uppboðskerfi virkar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spjalla við sjálfan Brúnann

Sammála Sigmundi. Það dugar ekki að tala við einhverja breska pappírspésa eins og Össur gerði. Spjalla við sjálfan Brúnann og segja til syndanna.
mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband