Seint fundið upp kerfi sem virkar

Það verður líklega seint fundið upp það kerfi í sjávarútvegi sem virkar fullkomlega. Alltaf finna einhverjir leiðir fram hjá. Stærsta dæmið var um kvótann sem ekki var leyfilegt að veðsetja lengi framan af. Samt sem áður voru bankarnir farnir að taka veð í kvótum löngu áður en ríkið leyfði slíka veðsetningu. Líklega treysta menn í sjávarútvegi bara á það að finna götin og fara fram hjá þeim þar til ríkisvaldið slakar á og breytir reglum þeim í hag. Sama verður upp á teningnum með fyrningarleiðina. Það kæmi mér ekki á óvart að nú þegar sé eitthvert lögfræðingagengi farið að leita að leiðum fram hjá því kerfi, þótt það sé ekki komið á laggirnar.
mbl.is Uppboðskerfi virkar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Vandamálið er, að ekki er brugðist við af hálfu stjórnvalda strax og útvegsmenn hafa fundið göt á kerfinu. Lögum og reglugerðum breytt. og þannig stoppað í götin.

Bjarni Líndal Gestsson, 12.5.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kannski hefur ekki verið vilji til að bregðast við Bjarni.

Haraldur Bjarnason, 12.5.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband