Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Sumardekkin strax!!

Enn og aftur! Setjið sumardekkin undir. Vetrardekkin áttu að fara undan bílunum 15. apríl eins og Umferðarstofa hefur marg tuggið ofan í landsmenn. Sumardekkin undir strax! - Í lagafarganinu hefur gleymst að bílar eru líka notaðir til að fara milli landshluta. Ekki bara milli hverfa á láglendi.
mbl.is Víða vetrarfærð á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skutu sig í fótinn

Um leið og ég sá þessa auglýsingu sagði ég að þarna hefðu menn skotið sig í fótinn. Þannig var það bara og þannig er það. Aldrei að níða niða niður andstæðinginn til að upphefja sjálfan sig.
mbl.is Auglýsing í bága við siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klippa á Breta

Bretar eru alltaf sjálfum sér samkvæmir í yfirgangi gagnvart þeim sem þeir telja sér minni. Það eina sem dugar er að klippa á þá. Það gerði Guðmundur heitinn Kjærnested í þorskastríðinu. Þá var líka slitið stjórnmálasambandi við þessa ofbeldisseggi. Það hefði átt að gera strax þegar þeir beittu hryðjuverkalögunum. Klippa á Breta. Það er einfalt.
mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutti ekki Maggi lögheimilið?

Rúmir fimm milljarðar já. Hér á Akranesi er tapið líklega um einn og hálfur milljarður, heldur lægra en á Akureyri, hlutfallslega minna, en hverjir borga? - Við bæjarbúar á þessum stöðum. - Flutti ekki Maggi lögheimilið frá Akureyri til Rússlands?
mbl.is Rúmlega 5 milljarða tap á rekstri Akureyrarbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skælið í Vilhjálmi

Sjaldan hef ég verið sammála skælinu í Vilhjálmi Egilssyni en verð þó að segja að ég er sammála honum núna.
mbl.is Seðlabanki vill samráð við ASÍ og SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Jæja þar kom að þessu. Loksins. Látið nú hendur standa fram úr ermum!
mbl.is Þingflokkar boðaðir á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagblað vikunnar

Það stefnir í að DV verði vikublað. Nú eru útgáfudagarnir orðnir þrír. Þetta er hörmung í blaðaútgáfu. Fréttablaðið er svipur hjá sjón og kemur út 6 daga vikunnar auk þess sem dreifingin er af svo skornum skammti að aðeins þeir fyrstu fá utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Ekki einu sinni dreift á Snæfellsnesi. Skil ekki lengur auglýsendur sem auglýsa í blaði með takmarkað upplag og dreifingu og þykist vera á landsvísu. Ég fæ Moggann kl. 6 á hverjum morgni en sá ekki betur í morgun en áskriftin hefði hækkað um 500 kall á mánuði án þess að tilkynnt væri um það sérstaklega auk þess sem hann er óttalega þunnur. Skessuhorn kemur út á morgun, 24 síður, stútfullt af efni, óbreytt áskriftarverð. www.skessuhorn.is
mbl.is Breyting á útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru 3 þingmenn VG í Norðvesturkjördæmi?

Hrefnuveiðar eru sjálfbærar og þar með umhverfisvænar. Steingrími Joð hefur með kerfisflækju tekist að hrekja hrefnuveiðimenn frá Akranesi. Þvílíkt og annað eins á ekkert skylt við umhverfismál. Meira í takt við íhaldssemi og kommúnisma. Vinstri grænir fengu þrjá þingmenn í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Hvað segja þeir nú? Það eru 400 manns atvinnulaus á Akranesi í 6.500 manna byggðarlagi og 200-300 framhaldsskólanemar bætast við í sumar. Kannski tekst Kristjáni Loftssyni að bjarga einhverju af þessu með því að vinna stórhveli á Akranesi. Hvar er Samfylkingin? Hvers vegna slær hún ekki á putta afturhaldsseggjana í VG sem ekki sjá fótum sínum forráð, hvorki í þessum málum né öðrum?

Njörður KÓ 7 Njörður KÓ kemur með hrefnu til Akraness í fyrrasumar


mbl.is Hvalkjötvinnslan til Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtæki eru fólk

Fyrirtæki eru fólk. Það verður ekkert fyrirtæki til án fólks svo aðgerðir, sem gera fyrirtækjum landsins kleift að starfa, eru um leið aðgerðir til hjálpar íbúum landsins. Það er ekkert hægt að skilja þarna á milli. Það sem nú þarf að gera er að ná utan um allan pakkann, allt samfélagið. Það gengur ekki að kippa einum og einum lið út með einhverjum bráðabirgðareddingum.
mbl.is Háir vextir fæla frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna! - Þinn tími til aðgerða er kominn

Svona lagað, eins og sagt er frá í þessari frétt, er að gerast í hverri viku og því miður virðast stjórnvöld önnum kafin við það eitt að finna flöt á nýjum stjórnarsáttmála. Aðgerðir eru í skötulíki. Á meðan blæðir þjóðinni jafnt fjölskyldum sem fyrirtækjum. Auðvitað hafa Íslendingar séð það svart áður og þetta hefur reddast. Svo virðist ekki gerast núna. - Jóhanna! Þinn tími til aðgerða er kominn. 
mbl.is 100 misstu vinnu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband