Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Óprúttnir gætu misnotað þetta
3.5.2009 | 20:32
Það er engum hollt að vera án atvinnu og eflaust er þetta ágætis lausn. Spurningin er hins vegar sú hvort ekki sé veruleg hætta á að einhverjir óprúttnir atvinnurekendur notfæri sér þetta til að ná sér í ódýrt vinnuafl. Miklar girðingar þarf til að svona kerfi verði ekki að ríkisstyrktum atvinnurekstri einkavina.
Fleiri fái að ráða í bótavinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íbúafjölgun en hvað svo?
3.5.2009 | 11:48
Er ekki kominn tími á þessa skipulagsráðgjafa? Íbúum fjölgaði líka á Austurlandi meðan á virkjunar- og álversframkvæmdum stóð, en hvað svo? Skoðið vef Hagstofunnar. www.hagstofan.is
Íbúum fjölgi með olíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áratuga barátta iðnnema
1.5.2009 | 17:09
Meistarakerfið hefur löngum verið þyrnir í augum iðnnema, enda varð það oft til þess að iðnmeistarar náðu sér í ódýrt vinnuafl frekar en að hugsa um menntun nema sinna. Fyrir 35 árum, eða svo, sat ég í stjórn Iðnnemasambands Íslands og þá var eitt helsta baráttumálið að losna við meistarakerfið. Eitt af því sem INSÍ gerði á þeim árum þann fyrsta maí, á táknrænan hátt, var að jarða meistarakerfið með því að bera svarta líkkistu merkta því í kröfugöngu. Það hefur að stórum hluta tekist að jarða þetta kerfi en þó ekki alveg og iðnnám algjörlega háð aðstæðum og duttlungum meistara.
Iðnnemar í sjálfheldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)