Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Skilið þessu þýfi til þjóðarinnar

Þetta kallast að klóra yfir eigin skít. Baugsflokkurinn í Valhöll ætlar sem sagt að skila Jóni Ásgeiri og Hannesi Smárasyni 30 milllunum, enda veitir þeim örugglega ekki af ræflunum. Nær væri að skila þessu þýfi til þjóðarinnar og líka 25 millunum frá Björgólfunum. Geir vissi af þessu öllu saman og virðist ekkert skammast sín fyrir að hafa þegið þessa tugi milljóna tveimur dögum áður en lög, sem bönnuðu slíkar mútur, tóku gildi.
mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymnir Valhallarmenn

Davíð almáttugur sagði í krossfestingarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að núvarandi seðlabankastjóri væri með alzheimer, sem er illvægur og bannvænn heilasjúkdómur. Þessi ósmekklega lýsing Davíðs á sennilega betur við samflokksmenn hans í Valhöll þessa dagana. Þeir muna ekki neitt og þykjast ekki vita neitt.
mbl.is Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frúin í Hamborg og Valhallarleikurinn

Abba segist ekki vita neitt, frekar en aðrir, um þessa mútugreiðslu sem kom aðeins tveimur dögum áður en lögin um fjárframlög til stjórnmálaflokka og opið bókhald þeirra tóku gildi. Auðvitað vissi enginn í Valhöll um þau lög. Þetta minnir orðið svolítið á leikinn um frúna í Hamborg. Í þeim leik má hvorki segja já eða nei. Munurinn á þessum leik Valhallarliðsins og Hamborgarfrúarinnar er að í Vallhallarleiknum má ekki segja neitt.

Ætli Davíð hafi vitað af þessum styrk Jóns Ásgeirs og Hannesar? Kjartan Gunnarsson er jú nokkuð náinn vinur Davíðs.


mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega

Nákvæmlega. Þessi náungi er einmitt að segja það sem ég hef pælt í lengi. Hvers vegna ekki risastór gróðurhús. Með jarðhitann hér við hendina getum við ræktað nánast allar matjurtir og ávexti. Gróðurhús sem væri álíka stórt og einn kerskáli í álveri gæti gefið ótrúleg útflutningsverðmæti. Það er víða matarskortur í heiminum og við eigum að einblína á matvælaframleiðslu. Við kunnum til verka í fiskvinnslu og fiskveiðum. Við kunnum líka til verka við kjötframleiðslu. Bætum garðyrkjunni við, þekkingin á henni er fyrir hendi líka. Sköpum atvinnutækifæri og útflutningsverðmæti án mengunar og aðkomu útlendra auðhringa.
mbl.is Ráðleggur Íslandi að neita að borga skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert fyrir siðferðið í Valhöll

Já einmitt, 30 milljónir frá Hannesi og Jóni Ásgeiri vini Davíðs til Sjálfstæðisflokksins í desember og lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi tæpum mánuði seinna. Auðvitað tóku sjálfstæðismenn við þessum aurum í sakleysi sínu. Í Valhöll vissi náttúrulega engin af fyrirhugaðri lagasetningu. Þetta er dæmigert fyrir síðferðið á þeim bæ.
mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnihluti þingmanna heldur meirihluta í gíslingu

Það er eitthvað að í stjórnskipun þjóðarinnar og þingsköpum þegar minnihluti á Alþingi getur haldið meirihluta þingmanna í gíslingu svo sólarhringum skiptir með málþófi, söng og sögulestri. Það er ótrúlegt að sérstaka sáttaleið þurfi til að meirihluti þingmanna geti fengið eðlilega afgreiðslu þeirra mála sem hann leggur fram. Það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki sætta sig við að vera ekki ráðandi afl í þjóðfélaginu á ekki að vera nóg til að tefja störf þingsins. Blaðrið og þvaðrið í þingflokksformanni þeirra segir allt sem segja þarf. Ýmist vill Arnbjörg Sveinsdóttir stytta þingfundi og komast heim í háttinn eða hún vill lengra þinghlé til að geta horft á sjónvarpið. Hún hefur ekki einu sinni áttað sig á því RÚV er með vefsvæði og þar er hægt að horfa á framboðsþætti á öllum tímum sólarhringsins.
mbl.is Koma til móts við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir í gömlum gildum

Þetta var eftir gamla settinu, sem hefur komið hér öllu á hvolf. Meiri útblástur mengunar frá stóriðjum er þeirra draumur. Þessir flokkar eru fastir í gömlum úreltum gildum, sem meira að segja Bandaríkjamenn eru að hverfa frá eftir að Obama komst til valda. Hvernig væri að veita orkunni í umhverfisvænni hluti. Nýta rafmagn og jarðhita til atvinnuskapandi verkefna á öðrum sviðum en í mengandi málmbræðslum. Af hverju ekki að stór auka græmetisframleiðslu í risastórum gróðurhúsum sem hituð eru upp með jarðvarma? Það væri hægt að rækta talsvert til útflutnings í gróðrarstöð sem væri álíka stór og einn kerskáli álvers. Margt fleira er inn í myndinni og má þar nefna gagnaver, sem þurfa talsverða raforku. Allt þetta skapar hundruðir ef ekki þúsundir starfa. Heimurinn þarfnast matvæla og tækni. Það getum við boðið og fengið hjálp orkuauðlinda okkar til þess. Menguninn er engin og því engin þörf á sérstökum samningum um aukin útblástur eiturefna.
mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abba getur séð endursýningu eða farið á netið

Maður er löngu hættur að botna í Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Annað hvort kvartar hún yfir því að þingfundir séu svo langir að þingmenn komist ekki heim til fjölskyldna sinna eða þá hún kvartar yfir því að þinghlé sé of stutt og hún geti ekki horft á sjónvarpið. Þessi framboðsfundur á Ísafirði verður endurfluttur kl 23:50 og eftir það verður hann aðgengilegur á vefsíðu RÚV. Það var engin ástæða til að gera hlé á þingstörfum vegna þessa fundar, nema kannski vegna þess að Guðbjartur Hannesson, hinn skeleggi forseti Alþingis, var ekki í þingsal heldur á fundinum á Ísafirði.  
mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn spurður?

Einhverra hluta vegna detta mér sjónhverfingar í hug við lestur þessarar fréttar. Mér sýnist að þetta sé sýnd veiði en ekki gefin fyrir þorra íbúðareigenda í þessu landi. Þarna er verið að byggja á spám um lækkun stýrivaxta en ætli Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi verið spurður álits. Það er jú hann sem stjórnar fjármálunum á Íslandi þessa dagana og kemur til með að gera það næstu árin.
mbl.is Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa það að meðaltali gott

Það er ótrúlegt að enn sé verið að birta þessar meðaltalstölur. Þær segja ekkert. Það er bara þannig að ekki er hægt að hafa það að meðaltali gott. Ef séra Jón er með milljón á mánuði og venjulegur Jón, nágranni hans, með 200 þúsund þá eru þeir með 600 þúsund að meðaltali í laun á mánuði. Svona er meðaltalsruglið og það er yfirleitt notað til að slá ryki í augu fólks.
mbl.is Laun á almennum vinnumarkaði 393 þúsund á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband