Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Stóð Kaupþing tæpt?
6.4.2009 | 09:08
Var SPRON sett á hausinn til að styrkja Kaupþing? Í ljósi þessarar fréttar hlýtur maður að velta því fyrir sér. Ef Kaupþing lendir í vandræðum út af því að viðskiptavinir SPRON hverfi þaðan aftur þá hefur Kaupþing staðið tæpt fyrir.
Hitt er svo annað mál hvort þessir fyrrum SPRON viðskiptavinir hlaupi upp til handa og fóta og færi sig yfir til einkabanka. Slíkt verður að teljast hæpið. Fólk er komið með nóg af einkabönkum að sinni. Líklega hefur skilanefnd SPRON ekki verið í takti við stjórnvöld þegar hún ákvað að selja Margeiri Péturssyni útibúanetið og Netbankann. Nú er verið að kippa í spotta, enda ekki kominn tími til að einkavæða bankakerfið aftur, ef það þá verður gert einhverntímann. Ríkið þarf að eiga afgerandi hlut í bankakerfinu. Reynslan hefur kennt okkur það.
Óttast áhlaup á Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óafsakanleg mótmæli á röngum stað
5.4.2009 | 20:51
Það er góðra gjalda vert að mótmæla í lýðræðisríki og vel má vera að mótmælendur hafi nokkuð til síns máls. Í það minnsta hefur manni oft fundist að farin væri einfaldasta leiðin hér á landi til að losna við hælisleitendur úr landinu aftur.
Þegar mótmælin beinast að heimilum embættismanna er of langt gengið. Embættismenn eru yfirleitt að framkvæma stefnu stjórnvalda og eru því bara að vinna vinnuna sína. Látið heimili fólks í friði og notið annan vettvang til mótmæla. Þetta eru ruddaleg og óafsakanleg mótmæli á röngum stað.
Mótmælendur enn í haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hið besta mál
5.4.2009 | 12:36
Scotland Yard tapaði á falli Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Farið hefur fé betra
4.4.2009 | 22:53
Valgerður kvaddi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bjóðum hann velkominn strax
4.4.2009 | 21:25
Obama vill til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sögu- og söngstundir Sjálfstæðismanna
4.4.2009 | 12:18
Já þetta er hárrétt hjá Lúlla. Það var til dæmis kostulegt að heyra í Öbbu, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks í fyrrakvöld þegar hún vældi yfir því í ræðustóli að þingmenn kæmust ekki heim til sín á miðnætti; til barna sinna og fjölskyldna. Á sama tíma voru nær eingöngu sjálfstæðismenn á mælendaskrá. Ekki var það forseta alþingis að kenna.
Hér fyrir neðan er færsla sem ég setti inn kl 8:17 í morgun og tengdi við frétt sem sagði frá því að allir 26 þingmenn Sjálfstæðisflokks væru á mælendaskrá. Stuttu síðar var þeirri frétt kippt út af mbl.is. Ekki veit ég ástæðuna en það hvarflaði að mér að einhver hefði kippt í spotta. Að þetta væri ekki nógu hagstæður fréttaflutningur fyrir Sjálfstæðismenn. Hef grun um að almennir flokksmenn séu farnir að skammast sín fyrir framkomu þingmanna. Í það minnsta bloggar Stebbi Fr. nú um bruna í Vestmannaeyjum en ekki pólitík.
Færslan við fréttina sem hvarf:
Allir 26 þingmenn Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá í dag. Já mikið liggur nú við hjá þeim að tefja störf Alþingis. Hvað ætli Árni Johnsen syngi úr ræðustóli. Líklega les Björn dáti eitthvað upp úr greinum í Mogganum líka.
Þessar sögu- og söngstundir Sjálfstæðisflokksins eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið. Það yrði eitthvað sagt á öðrum vinnustöðum ef minnihluti starfsmanna tæki sig til og tefði framleiðslu í fyrirtæki. Þar yrði bara eitt gert: Viðkomandi yrðu reknir. Það er nákvæmlega það sem þjóðin þarf að gera í kosningunum 25. apríl. Það þarf að reka þessa kóna sem nú eru að vinna skemmdarverk á Alþingi þjóðinni til skaða. Svona framkoma á ekkert skilt við lýðræði.
Yfirgjammari þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn og aftur Bónus
4.4.2009 | 09:29
Verðkönnun ASÍ: 102% verðmunur á lambalæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sögu- og söngstundir Sjálfstæðisflokksins
4.4.2009 | 08:17
Allir 26 þingmenn Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá í dag. Já mikið liggur nú við hjá þeim að tefja störf Alþingis. Hvað ætli Árni Johnsen syngi úr ræðustóli. Líklega les Björn dáti eitthvað upp úr greinum í Mogganum líka.
Þessar sögu- og söngstundir Sjálfstæðisflokksins eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið. Það yrði eitthvað sagt á öðrum vinnustöðum ef minnihluti starfsmanna tæki sig til og tefði framleiðslu í fyrirtæki. Þar yrði bara eitt gert: Viðkomandi yrðu reknir. Það er nákvæmlega það sem þjóðin þarf að gera í kosningunum 25. apríl. Það þarf að reka þessa kóna sem nú eru að vinna skemmdarverk á Alþingi þjóðinni til skaða. Svona framkoma á ekkert skilt við lýðræði.
Viðbót: Fréttinni, sem ég tengdi þessa færslu við, var hent út stuttu eftir að ég skrifaði færsluna í morgun. Þar kom fram að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru á mælendaskrá þegar þingfundur hæfist í dag. Kannski hefur verið einhver vitleysa í fréttinni. Ég ætla að vona að svo hafi verið. Ekki trúi ég að einhverjir hafi kippt í spotta og þótt þetta óheppilegur fréttaflutningur.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óperuhús líka????
3.4.2009 | 19:01
Í athugun að óperan nýti tónlistarhúsið meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þjóðin er að refsa tvíeykinu Bjarni
3.4.2009 | 17:59
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)