Stóð Kaupþing tæpt?

Var SPRON sett á hausinn til að styrkja Kaupþing? Í ljósi þessarar fréttar hlýtur maður að velta því fyrir sér. Ef Kaupþing lendir í vandræðum út af því að viðskiptavinir SPRON hverfi þaðan aftur þá hefur Kaupþing staðið tæpt fyrir.

Hitt er svo annað mál hvort þessir fyrrum SPRON viðskiptavinir hlaupi upp til handa og fóta og færi sig yfir til einkabanka. Slíkt verður að teljast hæpið. Fólk er komið með nóg af einkabönkum að sinni. Líklega hefur skilanefnd SPRON ekki verið í takti við stjórnvöld þegar hún ákvað að selja Margeiri Péturssyni útibúanetið og Netbankann. Nú er verið að kippa í spotta, enda ekki kominn tími til að einkavæða bankakerfið aftur, ef það þá verður gert einhverntímann. Ríkið þarf að eiga afgerandi hlut í bankakerfinu. Reynslan hefur kennt okkur það.


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er náttúrulega tær snilld ef skilnefnd SPRON hefur ætlað að selja einkaaðilum viðskiptavinasafnið, en láta skattgreiðendur í gegnum Kaupþing sjá um að greiða innistæðurnar.

Það var alltaf svolítið undarlegt hvað þessi skilanefnd SPRON var fljót að komast að niðurstöðu miðað við það að það hefur tekið meira en hálft ár fyrir aðrar skilanefndir að ná áttum.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband