Óafsakanleg mótmæli á röngum stað

Það er góðra gjalda vert að mótmæla í lýðræðisríki og vel má vera að mótmælendur hafi nokkuð til síns máls. Í það minnsta hefur manni oft fundist að farin væri einfaldasta leiðin hér á landi til að losna við hælisleitendur úr landinu aftur.

Þegar mótmælin beinast að heimilum embættismanna er of langt gengið. Embættismenn eru yfirleitt að framkvæma stefnu stjórnvalda og eru því bara að vinna vinnuna sína. Látið heimili fólks í friði og notið annan vettvang til mótmæla. Þetta eru ruddaleg og óafsakanleg mótmæli á röngum stað.


mbl.is Mótmælendur enn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri óafsakanlegt að mótmæla því ekki að flóttafólkið sem hingar leitar nauðugt fái ekki tækifæri til að vera með í heiminum - heiminum sem á að vera okkar allra, en er það því miður ekki. 

Það er óafsakanlegt að ráðist sé inn á heimili fólks, og hreint óskiljanlegt að þú og fleiri séuð tilbúin til þess að setja út á það góða fólk sem í mótmælaskyni býr til hávaða fyrir utan heimili þess manns sem stendur fyrir slíku, og öðru verra: að senda fólk í dauða sinn fyrir ástæður á borð við að geta ekki útvegað tilskilda pappíra. Það er óafsakanlegt! 

Mæli með þessari ágætu grein um uppruna útlendingastofnunnar, svo þú megir mögulega átta þig á hvað það er sem mótmælendur eru að berjast við.

Halli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:12

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú sem kallar þig Halla og ég veit ekkert hver ert. Ég átta mig ekki á þessu hjá þér. Mér finnst ekkert að því að flausturlegri meðferð á hælisleitendum sé mótmælt. Mér virðist ákvarðanir hér á landi oft teknar í þeim tilgangi einum að losna á sem eifaldastan hátt við fólkið úr landi og ekkert spáð í afleiðingar þess. Ég get hins vegar aldrei samþykkt mótmæli fyrir utan heimili fólks, sama hver á í hlut. Hávær mótmæli trufla ekki aðeins viðkomandi einstakling og fjölskyldu hans heldur nágranna líka. Heimillið á að vera friðhelgt.

Haraldur Bjarnason, 6.4.2009 kl. 08:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er ég 100% sammála þessari grein hjá þér þetta eru ekki mótmæli fyrir 5 aura og á ekki neitt sameiginlegt með mótmælum sem slíkum þarna var um um ómarkvissa og flausturslega aðgerð að  ræða og er þeim sem að henni stóðu til lítils sóma, svo ekki sé nú meira sagt.

Jóhann Elíasson, 6.4.2009 kl. 08:15

4 identicon

Nágrannarnir voru bara nokkuð sáttir við gönguna, sem nota bene var gjörsamlega hljóðlát fyrir utan klassíska tónlist sem fylgdi í hljómtækjum. Börnin brostu út að eyrum og heilsuðu.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún en þessi Halli sem setti inn athugasemd áðan sagði þetta: "Það er óafsakanlegt að ráðist sé inn á heimili fólks, og hreint óskiljanlegt að þú og fleiri séuð tilbúin til þess að setja út á það góða fólk sem í mótmælaskyni býr til hávaða fyrir utan heimili þess manns sem stendur fyrir slíku..." Hvoru ykkar eigum við að trúa. Geri ráð fyrir að þið þekkið bæði til þessara mótmæla. Stend eftir sem áður við það að heimili fólks eiga að vera friðhelg. Hef að öðru leyti ekkert út á mótmæli að setja og alls ekki vegna þessara mála.

Haraldur Bjarnason, 6.4.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hef ekki trú á að forstjóri útlendingastofnunnar sé mikið í því að ráðast inn á heimili fólks eða standa fyrir slíku eins og Halli virðist halda.

Páll Geir Bjarnason, 6.4.2009 kl. 20:44

7 identicon

Haraldur, mér gafst því miður ekki tækifæri til þess að vera viðstaddur mótmælin, svo orð Sigrúnar um nákvæmt form þeirra eru að öllum líkindum réttari en mín... En mér hefði alveg þótt afsakanlegt þó að tónlistin sem spiluð var fyrir utan hús mannsins hefði verið barin á potta eða annað slíkt.

Það sem ég vildi með tali mínu um að ráðast inn á heimili fólks var að benda á að einmitt það fannst Hauki Guðmundssyni, forstjóra útlendingastofnunnar, afsakanlegt þegar um var að ræða heimili flóttamanna en hann stóð persónulega fyrir því að lögreglan gerði slíkt hið sama 11. september sl., og það um hánótt. Hér má sjá frétt ruv.is um málið, en hún finnst því miður ekki lengur nema sem afrit í gegnum Google.

Halli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband