Fastir í gömlum gildum

Þetta var eftir gamla settinu, sem hefur komið hér öllu á hvolf. Meiri útblástur mengunar frá stóriðjum er þeirra draumur. Þessir flokkar eru fastir í gömlum úreltum gildum, sem meira að segja Bandaríkjamenn eru að hverfa frá eftir að Obama komst til valda. Hvernig væri að veita orkunni í umhverfisvænni hluti. Nýta rafmagn og jarðhita til atvinnuskapandi verkefna á öðrum sviðum en í mengandi málmbræðslum. Af hverju ekki að stór auka græmetisframleiðslu í risastórum gróðurhúsum sem hituð eru upp með jarðvarma? Það væri hægt að rækta talsvert til útflutnings í gróðrarstöð sem væri álíka stór og einn kerskáli álvers. Margt fleira er inn í myndinni og má þar nefna gagnaver, sem þurfa talsverða raforku. Allt þetta skapar hundruðir ef ekki þúsundir starfa. Heimurinn þarfnast matvæla og tækni. Það getum við boðið og fengið hjálp orkuauðlinda okkar til þess. Menguninn er engin og því engin þörf á sérstökum samningum um aukin útblástur eiturefna.
mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta er satt og rétt hjá þér Halli. Er ánægð að menn hafa hent út fjallagrösunum og hreindýramosanum og farnir að tala um raunverulegar tillögur. Þetta á náttúrulega ekki við um þig en þú veist hverja ég meina. 

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.4.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband