Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Þeirra er skömmin

Steingrímur er leiðtogi þessarar stjórnar, Jóhanna er á hliðarlínunni. Stungur Ögmundar og Guðfríðar Lilju í bak leiðtogans núna á meðan hann reynir að bjarga því sem bjargað verður eru lágkúrulegar. Þeirra er skömmin.
mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattarnir skila sér

Greinilegt að skattarnir frá því i fyrra þegar ég var með lögheimili á Akureyri eru að skila sér.
mbl.is Útlit fyrir minni halla hjá Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn upp að öxlum

Enn hleðst skíturinn upp hjá Óskari, þessum fyrrum blaðamanni og fréttastjóra. Við ráðningu Davíðs var skíturinn kominn upp að hnjám en svei mér þá ef hann nær ekki upp að öxlum núna. Skil einfaldlega ekki hvað hann er að gera. Fagmennska blaðamannsins er ekki á háu stigi.
mbl.is Meint trúnaðarbrot til athugunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herveldi mótmæla drápi

Það er ótrúlegt að sjá þessi herveldi, sem eyða fúlgum fjár í að halda úti sérþjálfuðu fólki til að drepa fólk, býsnast yfir því að Íslendingar skuli nýta sér sjávardýr og reyna þannig að halda jafnvægi í lífríki hafsins. Meira að segja Bandaríkjamenn eru með í þessum hópi en engin þjóð í heimi drepur fleiri hvali en þeir, svo ekki sé talað um allt fólkið sem þeir drepa. Ég sé einfaldlega engan mun á því að drepa hval, hreindýr eða naut, svo framarlega sem ekki er gengið of nærri viðkomandi stofni.
mbl.is Sameinast um að fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem leysir Ice-Save er gagnlegt

" Gagnlegur fundur." Allt sem getur leyst Ice-Save er gagnlegt. Á því virðist framtíðin byggjast.
mbl.is Steingrímur J.: Gagnlegur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyta þarf kvótaúthlutun í takt við breyttar göngur

Makríllinn er kominn til að vera í íslenskri lögsögu og nú þarf að leyfa smábátum að veiða þennan úrvals matfisk líka. Ekki einangra kvótann við bræðsluaustur uppsjávarskipa í vor. Þetta er svipað og með skötuselinn. Nokkrar útgerðir á suður- og suðausturlandi ráða þar öllum kvóta í ljósi gamallra göngumynstra. Ef lögum verður ekki breytt kemur öll aukning í þeirra hlut og útgerðarmenn á Vesturlandi þurfa áfram að leigja af þeim kvóta þótt skötuselurinn veiðist nú aðallega fyrir Vesturlandi. Norðmenn hafa staðið í vegi fyrir samningum um makrílinn eins og þeir hafa löngum gert um vorgotssíldina. Þeir halda því fram að þessir stofnar séu ekki í íslenskri lögsögu. Nú veiddist öll vorgotssíldin í íslenskri lögsögu og hvað segja Norðmenn þá? Eitt er ljóst að úthlutun aflaheimilda, sem byggir á gamalli reynslu, er óréttlát með breyttu göngumynstri fiskistofna við hlýnun sjávar. Þetta á jafnt við um íslenska fiskveiðiráðgjöf og norskan samningavilja.
mbl.is Makríll gefur milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arðbærar samgöngubætur

Samgöngubætur eru það arðbærasta sem ríkið getur ráðist í núna í kreppunni. Þær spara peninga, auka atvinnu og eru til lengri tíma það arðsamasta sem hægt er að gera. Vegurinn um Arnkötludal hefur verið opnaður og væntanlega verður það til þess að vetrarumferð til og frá Vestfjörðum og Ströndum verður öruggari en ella. Í upptalningu frá Vegagerðinni kemur fram að fyrir austan eru tveir fjallvegir lokaðir strax þótt október sé rétt að byrja. Þetta eru Hellisheiði eystri og Öxi.  Líklega verður ekkert gert til að opna þessa vegi í vetur í öllum sparnaðinum Báðir þessir vegir stytta vegalengdir verulega og því er spurningin hvort er hagkvæmara þjóðhaglega séð að hafa þessa vegi lokaða allan veturinn og auka þar með kostnað allra sem þurfa að nota vegina eða halda þeim opnum og spara þar með mikla peninga í tíma og eldsneyti.
mbl.is Færð á vegum - opið um Arnkötludal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað? hvers vegna? hvernig?

Við lestur þessarar fréttar vakna margar spurningar. Hvernig er hægt að lækka fargjöldin svona mikið þegar allur rekstrarkostnaður rútufyrirtækja hefur stórhækkað? - Voru fargjöldin alltof há fyrir? - Hvers vegna var Möllerinn þarna, kemur ríkið að þessu með einhverjar niðurgreiðslur? - Ætlar kannski rútufyrirtækið að ná þessu upp með tvöföldun farþegafjölda?

Annars er þetta hið besta mál fyrir þá sem nota þurfa þessa þjónustu. Borgnesingar, sem nýlega misstu sinn strætó, verða án efa ánægðir með þetta.


mbl.is 50% lækkun á fargjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki orsök þenslunnar

Hvað sem segja má um Kárahnjúkavirkjun þá er hún ótrúlegt mannvirki og í raun frábært afrek. Sjálfur hef ég aldrei getað sannfærst um nauðsyn þessa mikla mannvirkis hefði frekar kosið minni virkjun þar eystra. Virkjunin sjálf stendur framar vonum. Hún framleiðir 7% meiri orku en áætlað var í upphafi og leki úr Hálslóni er mun minni en gert var ráð fyrir, þannig að hún stendur undir væntingum og vel það. Ég átti þess kost að vinna þarna eitt sumar, að vísu við Hraunaveitu, sem er nokkurs konar hliðarvirkjun en það veitti mér betri innsýn en áður í þetta risaverkefni. Þrátt fyrir allt get ég ekki séð að Kárahnjúkavirkjun ein og sér sé ástæða þenslunnar í landinu á byggingarárum hennar. Þenslan var mest á höfuðborgarsvæðinu eins og kemur berlega í ljós núna í hruninu. Þar áttu bankarnir stærstan hlut og eftirlitsleysið með starfsemi þeirra.

Kárahnjúkastífla            Við Hraunaveitu


mbl.is Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskip - Samskipti

Þrisvar í þessari frétt er fjallað um fyrirtæki sem virðist heita Samskipti en annars um Samskip. Hvort nafnið er rétt mbl.is?

Tvö tilboð bárust, annað frá Vinnslustöðinni hf. og Vestmannaeyjabæ sameigin­lega og hitt frá Samskiptum. Við opnun tilboða í apríl á síðasta ári var talið að tilboð Samskipta uppfyllti ekki lágmarkskröfur útboðsgagna og var það því talið ógilt og ekki skoðað frekar. Vegna þessa var Samskiptum ekki greidd þóknun fyrir tilboðsgerð en í útboðsskilmálum kom fram að verkkaupi greiddi 2 milljónir króna fyrir gerð tilboðs sem teldist fullnægjandi.


mbl.is Samskip fá ekki bætur fyrir tilboðsgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband