Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Tryggvi Þór Herbertsson?

Það er spurning hve margir mark á Tryggva Þór Herbertssyni núna, fyrrum fjármálaráðgjafa Geirs Haarde. Sagði hann ekki að allt væri í lagi rétt fyrir hrun? Er ástæða til að trúa ráðleggingum hans frekar núna en þá?
mbl.is Fyrirvarar hafa enga þýðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafró sér þetta eftir áratug

Það er ekki nokkur vafi að túnfiskurinn kemur inn í íslenska lögsögu fljótlega eins og makríllinn og skötuselurinn enda hefur hitastig sjávar undanfarin ár boðið upp á þetta. Japanir vita þetta og Hafró áttar sig á þessu eftir áratug eða svo.
mbl.is 12 túnfiskveiðiskip utan landhelginnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nagladekk óþörf víða

Allt að 80% landsmanna gætu komist hjá því að skipta um dekk og setja nagladekk undir. Allir þeir sem þurfa að aka innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu og frá Keflavík og Akranesi til Reykjavíkur. Þokkalega gróf heilsárdekk duga. Þau gætu dugað víðar á landinu ef fólk þarf ekki yfir fjallvegi. Með þessu má spara stórfé.
mbl.is Mikill verðmunur á dekkjaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími ábyrgðar er runninn upp

Hvað ætla þessir menn sem stjórna Lífeyrissjóðnum Stapa að gera? Maður treystir þeim fyrir ellilífeyrinum sínum án þess að hafa nokkur tök á að ráða því hverjir eru þar við stjórn. Er ekki rétt að sjóðfélagar kæri þessa menn fyrir afglöp, fari svo að þessi krafa tapist? Þeir eru líklega ekki borgunarmenn fyrir þessu en hver hafa laun þeirra verið síðustu ár? Há laun í þessum sjóðum hafa verið varinn af því að ábyrgðin sé svo mikil. Nú er tími ábyrgðar runninn upp hjá þeim rétt eins og alltaf hefur verið hjá þeim sem skulda sjóðnum peninga.
mbl.is Óljóst hvað verður um kröfu Stapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru þeir ekki bara gráðugir?

„Heimamenn reyndu að verja sparisjóðinn sinn fyrir eyðileggingaröflum græðginnar, sem stjórnvöld á þeim tíma leyfðu að stórskaða sparisjóðakerfið um allt land,“ segir Jón. Voru ekki þessir heimamenn þarna nyrðra bara gráðugir líka, eins og fleiri?
mbl.is Hörmuleg staða Húnvetninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að þvinga hann í ríkisstjórn?

Þetta er ótrúlegt. Var ekki maðurinn að fara þarna út af frjálsum vilja? Ömmi átti bara ekki samleið með öðrum ráðherrum og því valdi hann að fara sína leið. Vilja Vinstri grænir í Kópavogi þvinga hann í ríkisstjórn?
mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig er þetta bara

Um leið og eitthvað verður að veðri á haustin verður Vopnafjörður einangraður landleiðina. Vopnafjarðarheiði og Fjöllin eru slæm og Hellisheiði lokast í fyrstu snjóum. Ef Vopnafjörður á að komast í vegasamband við umheimin er eina leiðin að bora göng undir Hellisheiði. Þau eru fimm kílómetra löng og færa allt norðausturhornið til Austurlands með um hálftíma keyrslu. Þannig er þetta bara.
mbl.is Bílvelta á Vopnafjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðustéttin sett út

Er nú menntamannaklíkan í Verkalýðshreyfingunni að taka öll völd með Gylfa Arnbjörnsson í fararbroddi? Hans lið er greinilega að taka öll völd. Forystumenn sem komnir eru úr alþýðustétt eins og Aðalsteinn og Vilhjálmur eiga ekki viðreisnar von þar lengur. Nú er kominn tími til byltingar í verkalýðshreyfingunni. Þar þarf að fara aftur til fortíðar. Grasrótin á að lifa. Það má ekki setja alþýðustéttina út.
mbl.is Nýr formaður matvælasviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanar

Kanar eru sjálfum sér líkir. Þetta er eftir öðru hjá þeim.
mbl.is Skiptar skoðanir um loftslagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyringar kunna ekki að aka í snjó

Hálkuvarnir á Akureyri eru ótrúlega lélegar. Þar er aldrei byrjað að ryðja snjó fyrr en umferðin er búin að þjappa hann. Akureyringar hafa alltaf talið sig manna best kunna að aka í snjó og telja því snjóruðning aukaatriði. Þessu kynntist ég vel í þann tíma er ég bjó á Akureyri. Aldrei hef ég séð fleiri árekstra og smá nudd á milli bíla en þar. Bæjaryfirvöld þurfa að gera átak í snjómokstri og byrja fyrr á morgnanna áður en umferðin fer af stað.
mbl.is Bílvelta á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband