Arðbærar samgöngubætur

Samgöngubætur eru það arðbærasta sem ríkið getur ráðist í núna í kreppunni. Þær spara peninga, auka atvinnu og eru til lengri tíma það arðsamasta sem hægt er að gera. Vegurinn um Arnkötludal hefur verið opnaður og væntanlega verður það til þess að vetrarumferð til og frá Vestfjörðum og Ströndum verður öruggari en ella. Í upptalningu frá Vegagerðinni kemur fram að fyrir austan eru tveir fjallvegir lokaðir strax þótt október sé rétt að byrja. Þetta eru Hellisheiði eystri og Öxi.  Líklega verður ekkert gert til að opna þessa vegi í vetur í öllum sparnaðinum Báðir þessir vegir stytta vegalengdir verulega og því er spurningin hvort er hagkvæmara þjóðhaglega séð að hafa þessa vegi lokaða allan veturinn og auka þar með kostnað allra sem þurfa að nota vegina eða halda þeim opnum og spara þar með mikla peninga í tíma og eldsneyti.
mbl.is Færð á vegum - opið um Arnkötludal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband