Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Veð í eigum landsmanna

Svona er þetta. Útgerðirnar eru með veð í eigum allra landsmanna. Fiskurinn í sjónum er, samkvæmt fyrstu grein fiskveiðilaga, eign allra landsmanna. Hvernig má það vera að hægt sé að veðsetja óveiddan fisk í sjó. Jú ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað að leyfa þetta á sínum tíma. Þetta hafði þá verið stundað í nokkur ár. Hvers vegna ætla svo ríkisbankar að verja þetta? Á að gefa almenningi samskonar fyrirgreiðslu? Getur almenningur lagt fram veð í þjóðvegum eða þjóðlendum, til dæmis Þingvöllum? Eða óveiddum fiski?
mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forðuðu leikskólanum

Slæmt er til þess að vita að einhverjir aumingjar skuli kveikja í gámum hér nyrðra. Vonandi að þeir náist og verði látnir svara til saka. Málvilla mbl.is í þessari frétt er því miður nokkuð algeng. Oft sér maður að einhver hafi forðað slysi en spyr sig um leið hvert því hafi verið forðað. Hérna er setning úr fréttinni: "Tveir menn sem bjuggu í nærliggjandi húsum forðuðu hins vegar leikskólanum frá frekara tjóni með því að draga gáminn frá húsinu." Sem sagt þeir forðuðu leikskólanum frá frekara tjóni. Þetta eru sterkir karlar að geta farið með heilan leikskóla. Skiptir engu þó þeir hafi dregið gáminn frá. Betra hefði verið að segja: Tveir menn drógu gáminn frá leikskólanum og komu í veg fyrir frekara tjón.
mbl.is Íkveikjur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gas Gas Gas

Í sjálfu sér held ég að litlu breyti hvaða efni eru í þessu spreyi. Manni sýnist af myndum að löggan stýri spreybrúsunum alltaf að augum fólks. Jafnvel vatn gæti gert sama gagn. Það er auðvelt að blinda fólk með nánast hverju sem er. Þetta er einungis spurning um að lögreglumenn hafi stjórn á sér en þar er misjafn sauður í mörgu fé.
mbl.is Spyrja um efni í lögreglugasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturför

Þetta lá alltaf ljóst fyrir hér áður fyrr. Þá var járnblendiverksmiðjan ein á Grundartanga. einn kjarasamningur fyrir alla og ekkert vesen. Jón Sigurðsson, þáverandi forstjóri járnblendisins, lagði mikla áherslu á að semja innan svæðis og vildi alls ekki missa samningana til Vinnuveitendasambandsins. "Hugsið ykkur drengir," sagði hann, "hvernig eiga þessir menn suður í Reykjavík að geta samið við ykkur. Þeir vita ekkert hvað hér fer fram." Svona var forstjórinn þá. Ég var í samninganefnd þarna í tvö ár og það var verulega skemmtilegt enda viðsemjandinn klár karl. Þá vann ég í flutningadeild en sú deild hefur verið lögð niður og Klafi er kominn í staðinn. Eitthvað annað sjónarmið þar. Þetta er afturför.
mbl.is Gengur hægt að semja á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB styrkur

Hundrað og sjötíu milljónir þar. Svona eins og helmingurinn af því sem Bjarni Ármannsson skilaði til Glitnis af starfslokapeningunum. Svona styrkir frá Evrópusambandinu eru að koma til Íslands þrátt fyrir að við séum ekki í sambandinu. Það er svolítið athyglisvert, eða hvað, við erum jú búin að skrifa upp á flestar tilskipanir Evrópusambandsins, þannig að nú á eftir að semja um stóru málin og láta svo dæmið fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
mbl.is Skotveiðiverkefni fær 1,1 milljón evra í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara prump

Vestfirðingar! Gleymið þessu strax. Það er ekkert til sem styrkt er af ríkinu utan Reykjavíkursvæðisins, hvort sem það heitir Impra eða Nýsköpunarsjóður. Ég minnist Lagarfljótsormsins, fyrsta farþegaskipsins, sem sigldi á ferskvatni á Íslandi. Þegar hann kom neitaði Nýsköpunarsjóður um styrk á þeim forsendum að skipið væri í samkeppni við veitingastaði í landi. Þvílíkt rugl. Svo átti að kaupa flotbryggjur fyrir skipið og fjárfestingafélag i Reykjavík lofaði öllu fögru þangað til kom í ljós að bryggjurnar áttu að vera við Lagarfljót en ekki í Reykjavík. Þá var ekki hægt að fá veð í þeim. Það dugði ekki að segja slaufugæjunum fyrir sunnan að svona bryggjur væru færanlegar hvert sem væri, jafnvel á Laugaveginn í 101. Svona sjóðir eru bara prump. Þeim er stjórnað að sunnan.
mbl.is Hvatt til vöruþróunar á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Genin eru þarna

Þarf einhvern að undra? Framsóknargenin eru þarna. Annars er ég sammála Guðmundi. Samfylkingin hefur ekki staðið undir væntingum,. Hins vegar hefur hún verið að taka við klúðri Framsóknar síðustu árin þannig að þess vegna ætti Guðmundur ekki að þurfa að yfirgefa hana. Framsókn ætlar greinilega að koma með nýjan flokk, nýtt fólk í kosningar og þá má Samfylkingin vara sig ef allt það lið sem nú er búið að klúðra tækifærunum ætlar að sitja áfram.
mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ og svínin

LÍÚ, svínabændur og fleiri. Allt er málað svart gagnvart ESB. Er eitthvað vitað hvaða styrki svínabændur koma til með að fá frá ESB? Þeir hafa auðvitað allt í hendi sér. Flutningskostnaður hingað til lands er mikill og því ættu þeir með því einu að geta boðið ódýrara kjöt. Burt séð frá því. Það þarf að ræða við ESB. Við þurfum að vita hvað við fáum og hverju við þurfum að að fórna. Án þess er ekki hægt að ræða þessi mál vitrænt. Burt með órökstuddar svartsýnisraddir. Svo er það nú bara svo að Íslendingar borða íslenskt.
mbl.is Samkeppni erfið svínabændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl

"Svar mitt við spurningunni um umboðið frá landsfundi er skýrt og einfalt. Landsfundur á að fela forystumönum flokksins að standa vörð um ótvíræð og afdráttarlaus yfirráð yfir auðlindum okkar, hvort sem er í orði eða á borði,"

Þetta sagði Styrmir á fundi í Valhöll í kvöld. Ég get verið sammála honum um að í viðræðum við ESB þurfum við að leggja ofuráherslu á að halda fullum rétti okkar í fiskveiðilögsögunni. - En...hvað er maðurinn að segja? - Hann er með þessum orðum að skipa landsfundi fyrir. - Hvar eru nú orð Geirs og fleiri forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins um að það sé ekki ráðamanna í flokknum að ákveða um afstöðu til ESB-viðræðna heldur landsfundar? - Styrmir ætlast greinilega til þess að landsfundurinn taki fyrirskipunum frá eldri og reyndari íhaldsmönnum. - Hvaða auðlindir er hann svo að tala um? - Mig grunar að það séu fiskveiðiheimildir hér við land, sem þegar hafa verið afhentar útgerðarmönnum til veðsetningar og orkuauðlindir, sem þegar hafa verið afhentar útlendum auðhringum til afnota meðan virkjanir endast. - Svo tala menn um að fórna einhverju við inngöngu í ESB. - Hverju? - Þvílíkt rugl.


mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að mótmæla án ruddaskapar

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna stjórnendur mbl.is fyrir hertar reglur sem settar voru um nafnlaust blogg og orðaval á blogginu. Nú virðist eyjan huga að einhverju svipuðu. Það er ljóst að margir hafa farið offari á blogginu og ekki síst í skjóli nafnleysis, þótt það sé ekki algilt. Þeir sem þannig koma fram eyðileggja þennan opna vettvang sem bloggsíðurnar hafa verið. Ástandið í þjóðfélaginu að undanförnu virðist hafa ýtt undir þessa hegðun og er það miður því sóðalegt orðalag og níðingsskapur í garð einstaklinga, hvort sem eru ráðamenn eða aðrir, er engum til framdráttar.

Látum skoðanir okkar í ljósi en ekki með ruddaskap og óþverra. Það er hægt að hafa skoðanir, mótmæla og láta óánægju í ljósi með aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisvaldsins án ruddaskapar.


mbl.is Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband