Afturför

Þetta lá alltaf ljóst fyrir hér áður fyrr. Þá var járnblendiverksmiðjan ein á Grundartanga. einn kjarasamningur fyrir alla og ekkert vesen. Jón Sigurðsson, þáverandi forstjóri járnblendisins, lagði mikla áherslu á að semja innan svæðis og vildi alls ekki missa samningana til Vinnuveitendasambandsins. "Hugsið ykkur drengir," sagði hann, "hvernig eiga þessir menn suður í Reykjavík að geta samið við ykkur. Þeir vita ekkert hvað hér fer fram." Svona var forstjórinn þá. Ég var í samninganefnd þarna í tvö ár og það var verulega skemmtilegt enda viðsemjandinn klár karl. Þá vann ég í flutningadeild en sú deild hefur verið lögð niður og Klafi er kominn í staðinn. Eitthvað annað sjónarmið þar. Þetta er afturför.
mbl.is Gengur hægt að semja á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það er stefna stjórnvalda á Íslandi að færa allt úr héraði og sundra fólki sem mest. Þeir vita að "sundraðir föllum vér".

, 6.1.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband