Forðuðu leikskólanum

Slæmt er til þess að vita að einhverjir aumingjar skuli kveikja í gámum hér nyrðra. Vonandi að þeir náist og verði látnir svara til saka. Málvilla mbl.is í þessari frétt er því miður nokkuð algeng. Oft sér maður að einhver hafi forðað slysi en spyr sig um leið hvert því hafi verið forðað. Hérna er setning úr fréttinni: "Tveir menn sem bjuggu í nærliggjandi húsum forðuðu hins vegar leikskólanum frá frekara tjóni með því að draga gáminn frá húsinu." Sem sagt þeir forðuðu leikskólanum frá frekara tjóni. Þetta eru sterkir karlar að geta farið með heilan leikskóla. Skiptir engu þó þeir hafi dregið gáminn frá. Betra hefði verið að segja: Tveir menn drógu gáminn frá leikskólanum og komu í veg fyrir frekara tjón.
mbl.is Íkveikjur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband