Veð í eigum landsmanna

Svona er þetta. Útgerðirnar eru með veð í eigum allra landsmanna. Fiskurinn í sjónum er, samkvæmt fyrstu grein fiskveiðilaga, eign allra landsmanna. Hvernig má það vera að hægt sé að veðsetja óveiddan fisk í sjó. Jú ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað að leyfa þetta á sínum tíma. Þetta hafði þá verið stundað í nokkur ár. Hvers vegna ætla svo ríkisbankar að verja þetta? Á að gefa almenningi samskonar fyrirgreiðslu? Getur almenningur lagt fram veð í þjóðvegum eða þjóðlendum, til dæmis Þingvöllum? Eða óveiddum fiski?
mbl.is Erlendir bankar með veð í kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, leyfði ríkisstjórnin það? Ég man ekki betur en hæstiréttur hafi úrskurðað á þann veg í blóra við stjórnina.

Baldur Hermannsson, 7.1.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei þú manst bara ekki rétt Baldur

Haraldur Bjarnason, 7.1.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hefurðu eitthvað skráð um þetta? Ég er nokkuð viss um þetta. Þyrfti að fletta þessu upp - en hvar? Veit reyndar um mann sem hlýtur að vita þetta....

Baldur Hermannsson, 7.1.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband