Bara prump

Vestfirðingar! Gleymið þessu strax. Það er ekkert til sem styrkt er af ríkinu utan Reykjavíkursvæðisins, hvort sem það heitir Impra eða Nýsköpunarsjóður. Ég minnist Lagarfljótsormsins, fyrsta farþegaskipsins, sem sigldi á ferskvatni á Íslandi. Þegar hann kom neitaði Nýsköpunarsjóður um styrk á þeim forsendum að skipið væri í samkeppni við veitingastaði í landi. Þvílíkt rugl. Svo átti að kaupa flotbryggjur fyrir skipið og fjárfestingafélag i Reykjavík lofaði öllu fögru þangað til kom í ljós að bryggjurnar áttu að vera við Lagarfljót en ekki í Reykjavík. Þá var ekki hægt að fá veð í þeim. Það dugði ekki að segja slaufugæjunum fyrir sunnan að svona bryggjur væru færanlegar hvert sem væri, jafnvel á Laugaveginn í 101. Svona sjóðir eru bara prump. Þeim er stjórnað að sunnan.
mbl.is Hvatt til vöruþróunar á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Í frettum eru allir glæpir sem framdir eru úti á landi framkvæmdir af utanbæjarmönnum eða sunnlendingum....þetta vitum við landsbyggðarfólk!

Gulli litli, 6.1.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú veist nú Gulli að hér á Akureyri hefur verið venjan að segja að utanbæjarmenn hafi verið að verki ! ...enda tekur langan tíma að verða heimamaður á Akureyri.

Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband