Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Svona eiga skoðunarmenn að vera

Svona eiga skoðunarmenn að vera. Skoða hlutina svolítið gagrýnum augum og þessi samanburður á dýptarmælingum varðskipsins og lögfræðingunum er snjall. Lögfræðingur tekur sama tímakaup og tekið er fyrir varðskip með heilli áhöfn og olíufrekum kraftmiklum vélum. Snjallir þessir Vestfirðingar að benda á þetta.
mbl.is Lögmaður kostar álíka og skip í dýptarmælingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlum læknum safnað saman

Miðað við fyrirsögnina þá hlýtur að eiga að safna þarna gömlum læknum. Hvernig það verður gert er erfitt að segja...GetLost ....Nei annars, þetta skýrist allt í texta fréttarinnar. Þarna á að vera lækningaminjasafn. Vel til fundið og þetta er rétti staðurinn fyrir slíkt safn.
mbl.is Fyrsta skóflustunga tekin að læknaminjasafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þegiðu Guðni" fer á spjöld sögunnar

Auðvitað er þetta rétt hjá sagnfræðingunum og það á engu að breyta við skrif á ræðum, aðeins leiðrétta stafsetningarvillur. Guðni Ágústsson viðurkenndi um daginn að hafa mildað aðeins eina ræðu sína við yfirlestur. Nú er spurning hvort Steingrímur J. gerir slíkt hið sama við yfirlesturinn á því þegar hann sagði Guðna að þegja. Það er í raun synd ef svona ummæli verða strikuð út. Nei ég er viss um að sagnfræðingar framtíðarinnar fá að sjá setninguna: "Þegiðu Guðni" í Alþingistíðindum
mbl.is Alþingi tryggi að þingræðum verði ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Skagamenn að tapa sér í svartnættinu yfir fótboltanum?

Þessi frétt sem er á vef Skessuhorns setur mig hljóðan:

Í undirbúningi er að mála íþróttamannvirkin á Jaðarsbökkum í samræmdum litum. Arkitekt hefur gert tillögu um að mannvirkin verði blá að lit og bæjarráð var búið að samþykkja tillögu arkitektsins á fundi á dögunum. Ekki var einhugur um bláa litinn í bæjarráðinu og einnig kom í ljós að um tilfinningamál er að ræða hjá mörgum bæjarbúum, þar hefur guli liturinn víst talsvert fylgi. Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag lagði Eydís Aðalbjörnsdóttir fram tillögu fyrir hönd meirihlutans þess efnis að ákvörðunartöku um litaval á Jaðarsbakkasvæðinu verði frestað. Þess í stað verði skipaður þriggja manna starfshópur kjörinna bæjarfulltrúa sem fái það hlutverk að gera tillögu og ná sátt um litaval á íþróttamannvirkjunum á Jaðarsbökkum.

Sem sagt einhver arkitekt (hýtur að vera úr Reykjavík) segir að guli liturinn eigi að fara af íþróttamannvirkjum á Akranesi. Hvað er í gangi? Þótt illa gangi í fótboltanum tímabundið, þá eigum við Skagamenn fullt af frábæru íþróttafólki auk fótboltamanna og mér hefur alltaf leiðst hve svarti liturinn er að ná meiri yfirtökum, t.d. í yfirfötum íþróttafólks. UPP MEÐ GULA LITINN OG ÞENNAN ALVÖRUGULA AKRANESLIT !!


Rafmagn á að vera sjálfsagður og ódýr kostur í orkuríku landi

Ég veit að þeir, sem búa á hitaveitusvæðum og ekki síst þar sem hitaveita er ódýrust eins og á gjaldsvæði Orkuveitu Reykjavíkur eða hjá elstu hitaveitu landsins á Sauðárkróki, trúa því varla hve margfalt dýrara það er að hita hús með rafmagni. Þetta reyndi ég í þau 22 ár sem ég bjó á Austurlandi. Að vísu er tiltölulega ódýr hitaveita á Egilsstöðum og í Fellabæ en ég bjó 3 km utan þess svæðis svo rafmagn var eini kosturinn. Lengst af eins fasa ótryggt rafmagn frá lotftlínu en fárviðri fyrir um 5 árum sá til þess að lagður var jarðstrengur. Rafmagn er sjálfsagður hlutur í dag og nú ætlar samgönguráðherra að undirrita samning um háhraðatengingu og gott netsamband á svæðum sem símafyrirtækin töldu vonlaus til viðskipta. Hvað með rafmagnið verður það líka óbreytt á vonlausum stöðum? Setjið peninga í jarðhitaleit, þeir koma til baka og geta jafnvel gagnast fjölmenninu líka þótt langt sé frá. T.d. er lögnin frá Deildatunguhver til Akraness um 90 km. - Á sama tíma "gefum" við raforkuna til stóriðju og eyðileggjum land í stórum stíl. - Nei - Rafmagn á að vera sjálfsagður og ódýr kostur fyrir almeinning í orkuríku landi. - Allt bull um hagkvæmni þegar RARIK var lagt niður og öllu skipt upp er bara rugl.
mbl.is Raforkuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svoldið sovét í þessu öllu

Ég verð að segja eins og er að Geir Haarde veldur mér sífellt meiri vonbrigðum í samskiptum við fjölmiðla, sem einungis eru að leita svara við áleitnum spurningum almennings. Framkoma hans í þessu máli er fyrir neðan allar hellur. Maðurinn lítur svo á að þetta sé mál sem eigi að afgreiða án þess að nokkur viti. Á hvað öld er hann? Í hvaða ríki? Man einhver eftir ráðstjórnarríkjunum lengur? - Það er svoldið sovét í þessu öllu.
mbl.is Harma framgöngu forsætisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri svona sprengingar

Ein svona sprenging á ári í hverjum þeirra landshluta sem þarf á göngum að halda væri gott mál. Það þarf að setja miklu meiri kraft í jarðgangagerð til að stytta leiðir, afnema hættulega vegi og létta af umferðarþunga eins og á höfuðborgarsvæðinu. Til hamingju Kristján. Varstu ekki bara að launa Bolvíkingum það að hafa farið með konuna þína á burtu úr víkinni?


mbl.is Sprengt fyrir Óshlíðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn látið þá verkin tala

Fyrst þingmenn úr öllum flokkum taka undir kröfur ljósmæðra og segja þær á rökum reistar og réttlátar, er þá nokkuð annað fyrir þessa þingmenn að gera en að "berja" ráðherrann til hlýðni. Hætta þessu orðgjálfri og láta verkin tala.
mbl.is Kröfur ljósmæðra réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá slapp vel

Sá slapp vel. Margir stráklingar hafa verið dæmdir mun harðar fyrir smá slagsmál sín á milli á böllum. Þessi sýndi okkur kjaftshögg í "beinni" og það á lögreglu. Þessir dómar hér á landi eru furðulegir. En löggustelpan var flott, þar sem hún tók af skarið og sneri karlinn niður, ekkert spray, bara kunnátta.
mbl.is Í fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama gerist hér

Þetta hefur auðvitað legið nokkuð ljóst fyrir lengi. Sama gerist hér á landi. Smæstu jöklar hverfa á okkar tíma, sem nú lifum, en þeir stærstu hanga nokkuð lengur. Bráðnun verður meiri og t.d. hvað Vatnajökul varðar þá verður bullandi orka frá Kárahnjúkum næstu áratugi en svo færist sá tími alltaf fram sem yfirfall verður úr Hálslóni og þá verður Jökla ekki lengur tær. Spurning hve lengi virkjunin endist. Förum nú að snúa okkur að veiðum á fisktegundum sem eru að gera sig heimakomnar hér úr hlýrri sjó en verið hefur hér. Gerum það áður en stóriðjurnar verða rafmagnslausar. Makríllinn er gott dæmi, skötuseur er kominn upp í fjörur. Svo er annað andanefjur hafa spókað sig og gera enn á Pollinum við Akureyri þótt við veiðum þær ekki.
mbl.is Íshellur brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband