Rafmagn á að vera sjálfsagður og ódýr kostur í orkuríku landi

Ég veit að þeir, sem búa á hitaveitusvæðum og ekki síst þar sem hitaveita er ódýrust eins og á gjaldsvæði Orkuveitu Reykjavíkur eða hjá elstu hitaveitu landsins á Sauðárkróki, trúa því varla hve margfalt dýrara það er að hita hús með rafmagni. Þetta reyndi ég í þau 22 ár sem ég bjó á Austurlandi. Að vísu er tiltölulega ódýr hitaveita á Egilsstöðum og í Fellabæ en ég bjó 3 km utan þess svæðis svo rafmagn var eini kosturinn. Lengst af eins fasa ótryggt rafmagn frá lotftlínu en fárviðri fyrir um 5 árum sá til þess að lagður var jarðstrengur. Rafmagn er sjálfsagður hlutur í dag og nú ætlar samgönguráðherra að undirrita samning um háhraðatengingu og gott netsamband á svæðum sem símafyrirtækin töldu vonlaus til viðskipta. Hvað með rafmagnið verður það líka óbreytt á vonlausum stöðum? Setjið peninga í jarðhitaleit, þeir koma til baka og geta jafnvel gagnast fjölmenninu líka þótt langt sé frá. T.d. er lögnin frá Deildatunguhver til Akraness um 90 km. - Á sama tíma "gefum" við raforkuna til stóriðju og eyðileggjum land í stórum stíl. - Nei - Rafmagn á að vera sjálfsagður og ódýr kostur fyrir almeinning í orkuríku landi. - Allt bull um hagkvæmni þegar RARIK var lagt niður og öllu skipt upp er bara rugl.
mbl.is Raforkuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Rafmagn er ódýrt á Íslandi. Hér í DK er þad dýrt!

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gulli það fer alveg eftir því hvar á Íslandi þú ert.

Haraldur Bjarnason, 4.9.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Gulli litli

Ég bjó sjálfur á köldu svædi en ég sakna rafmagnsreikninganna frá Íslandi! þó er þad vindurinn sem býr til rafmagnid hér...

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En Gulli við getum hitað húsin hér á margfalt ódýrari hátt með jarðhita. Það verður ekki gert í Danaveldi. Það er líka súrt að horfa upp á útlenda auðhringi kaupa rafmagnið fyrir skít á priki meðan þeir sem þurfa að hita upp hér með rafmagni borga okurverð. Þess vegna er skysamlegt að nota arðin af stóriðjunni til að leita að heitu vatni. Það er alls staðar til. Það þarf bara fagmenn til að leita eins og á Eskifirði, þar sem engum datt í hug að væri heitt vatn að finna. Þar komu vi rannsóknir upp 70 sekúndulítrar af sjáflrennandi 80 gráðu heitu vatni. þetta hitar orðið allan bæinn. Við sem eigum næga orku þurfum ekki að bera okkur saman við Danmörk, frekar en Danir þurfi að eiga fjórhjóladrifna bíla til að komast á milli byggða. - Kveðja úr blíðunni hér á Agureyris.

Haraldur Bjarnason, 4.9.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband