Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ýmislegt hægt að geyma í niðursuðudósum

Ætli það sé ekki örugglega búið að brenna þýsku pylsurnar eins og gert er með öll matvæli sem koma ólöglega til landsins. Annars minnir þetta mig á ágætan Skagamann, sem einu sinni vann í niðursuðunni þar. Hann fyllti dósir undir grænar baunir, fiskbúðing og fiskbollur af vodka og fór létt með að fara með þessi "matvæli" inn á Húsafellsmót um verslunarmannahelgina.
mbl.is Fíkniefni falin í pylsudósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaradóm í málið hann hefur verið örlátur við ríkisstarfsmenn

Hvað ætli hafi komið út úr þessum fundi með heilbrigðisnefnd alþingis. Sú nefnd virðist ekki hafa haft mikið til málanna að leggja hingað til. Hún er góð skýringamyndin sem fylgir með fréttinni og ljósmæður afhentu þingmönnum. Þetta er nefnilega ekki hefðbundin kjarabarátta. Frekar ætti að kalla þetta réttindabaráttu. Þetta barátta um að fá sama rétt til launa og aðrir ríkisstarfsmenn með álíka langa og umfangsmikla menntun. Kannski að það ætti að setja kjaradóm í málið. Hann hefur verið mjög sanngjarn og örlátur við þá toppa í ríkiskerfinu sem þiggja laun samkvæmt dómum hans. 
mbl.is Ljósmæður ræddu við þingmennll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi eldri borgara á Seyðisfirði

Legg til að ríkið setji upp sérstakt fangelsi fyrir eldri borgara á Seyðisfirði. Flestir fíkniefnainnflytjendurnir sem þangað koma eru komnir á efri ár. Sá ágæti fjörður hefur líka orðið hornreka í atvinnuuppbyggingu á Austurlandi og Seyðfirðingar hafa svo sannarlega þurft að hafa fyrir sínu sjálfir meðal annars uppbyggingu vegna komu Norrænu. Ríkið kom ekki að þeirri uppbyggingu í nokkrum mæli fyrr en fyrir nokkrum árum þegar útséð var með að engan veginn gengi að gera út farþegaskip til Evrópusiglinga frá Reykjavík, vegna þess hve siglingaleiðin er löng. Öll uppbygging á Keflavíkurflugvelli hefur verið ríkisins. Mér finnst rétt að launa Seyðifrðingum fyrir gott eftirlit og góða móttöku löghlýðinna ferðamanna með því að skapa enn meiri atvinnu þar.
mbl.is Gæsluvarðhald vegna fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott eftirlit við komu Norrænu

Það sýnir sig enn of aftur hversu öflugt eftirlit er við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Ætli það sé eins gott við komu annarra skipa frá útlöndum? Lárus sýslumaður á Seyðisfirði og Jóhann tollvörður þar og þeirra lið eiga þakkir skildar. Auðvitað fá þeir aðstoð annars staðar frá en þeirra er stjórnunin og þarna virðist gott skipulag á hlutunum.
mbl.is Fíkniefni í bíl í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt nokk

Það er merkilegt að sjá að bandarískur fjölmiðill virðist hafa fjallað um hrefnuveiðarnar af hógværð og skynsemi. Meira að segja haft fyrir því að tala við talsmann hrefnuveiðimanna. Yfirleitt hafa verið fordómar og rangtúlkanir á ferðinni þegar einhver af því þjóðerni hefur tjáð sig um hvalveiðar.

Hrefna Hrefna um borð í Nirði KÓ


mbl.is Wall Street Journal fjallar um hrefnuveiðar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg ósk

Þessi ósk Afls er skiljanleg og eðlilegt að málin verði skoðuð eftir það sem á undan er gengið.
mbl.is AFL óskar eftir rannsókn sýslumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar

Hvurs vegna í andsk..... er ekki samið við þessar konur. Skammist ykkar sem að málum standið.
mbl.is Vilji ljósmæðra að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt út af farsanum í Reykjavíkurhreppi

Þetta er ótrúlegt að Samfylkingin skuli fá svona mikið fylgi. Yfirleitt hefur sá flokkur sem starfar með Sjálfstæðisflokknum tapað fylgi. Líklegt er þó að þetta tengist farsanum í Reykjavíkurhreppi enda líklega mikil meirihluti þessa úrtaks þaðan.


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoppa svona þrælahald

Vonandi er að fólk hætti að hafa viðskipti við þessar þýsku þrælabúðir sem þetta Café Margaret virðist vera þarna í Breiðdalnum. Sverrir Albertsson og hans fólk hjá Afli á hins vegar þakkir skildar fyrir að taka fyrir þrælahald síðustu ár og sjá til þess að fólk fái lágmarkslaun hér á landi.
mbl.is Stimpingar á skrifstofu AFLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fældu þeir ekki allt?

Ja mikið asskoti. - Fældu þeir ekki bæði gæsir og hreindýr með þessu uppátæki sínu?- Hreindýraveiðimenn hafa setið eftir án bráðar en búnir að borga okurverð fyrir veiðileyfi til Hreindýraráðs sem svo stendur fyrir þessu.
mbl.is Eftirlit með veiðimönnum úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband