Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Athyglisverð framleiðsla

Þetta er athyglisverð framleiðsla hjá þeim Bílddælingum. Þarna er dæmi um nýjung í atvinnulífi á landsbyggðinni og það liggja örugglega víða svona tækifæri á mörgum sviðum. Vandamálið hér á landi hefur ekki verið að hugmyndir skorti heldur hefur yfirleitt skort fjármagn til nýsköpunar. Ef hægt er að fá fjárfesta til liðs við svona nýsköpun þá eiga fyrirtæki á við kalkþörungaverksmiðjuna eftir að rísa víða. Það munar um 9 störf í litlu plássi. Vonandi er að dæmið gangi upp hjá Bílddælingum.
mbl.is Kalkþörungar úr Arnarfirði bæta kúafóður í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleppt en ekki reknir úr landi

Er virkilega ekkert í lögum um að hægt sé að vísa svona mönnum úr landi og það strax. Megnið af þeim útlendingum, sem flutt hafa hingað til lands, eru dugandi einstaklingar og aðlagast samfélaginu vel. Svo koma svona svartir sauðir sem svífast einskis, ráðast á saklausa borgara og lögreglu líka. Þetta er fólk sem engan rétt hefur unnið til að búa hér á landi. Því á tvímælalaust að vísa úr landi strax. Við höfum dæmi um Íslendinga sem hafa verið fangelsaðir í marga daga í landi frelsisins; Bandaríkjunum, fyrir einhver smá pappírsmistök. Þeim er síðan vísað úr landi og fá ekki að koma þangað aftur. Við ættum frekar að huga að löndum okkar, sem hafa misstigið sig í samfélaginu og eru á vergangi. Búa þeim öruggt skjól en senda þessa skúrka til síns heima.
mbl.is Öllum sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýringar óskast frá mbl.is

Einn af skemmtilegustu bloggurunum á Moggablogginu, Helga Guðrún Eiríksdóttir, hefur verið útilokuð af blogginu vegna "endurtekinna kvartanna". Nú þarf mbl.is að gefa frekari skýringar á því meðan allskonar svívirðingar og ósómi vaða uppi, flestar í skjóli nafnsleysis, er einn af þeim skemmtilegri og líflegri á Moggablogginu útilokaður. Nánari skýringar óskast en hér er slóðin á blogg Helgu Guðrúnar. Hvet til stuðnings. http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/entry/636961/#comments

Frá Borgarnesi inn á Hvalfjarðarveg

Bílvelta við Borgarnes, segir í fyrirsögninni. Seinna í fréttinni er svo sagt frá hvað gerst hafði: Tildrög slyssins eru þau að ökumaðurinn, sem ók í suðurátt, misreiknaði sig þegar hann ætlaði að taka vinstri beygju inn Hvalfjarðarveg. Bifreiðin fór yfir upphækkaða umferðareyju, lenti á akstursstefnumerki og valt á veginum. - Nú veltir maður fyrir sér hvar við Borgarnes er hægt að taka vinstri beygju inn á Hvalfjarðarveg. - Miðað við lýsingu hefur þetta verið neðan við Lambhaga, þar sem gömlu Akranesvegamótin voru. Þaðan er talsverður spotti til Borgarness, líklega einir 20 kílómetrar. Mun styttra er til Akraness. Ekki í fyrsta sinn sem skrifarar mbl.is upplýsa fákunnáttu í íslenskri landafræði.

Viðbót kl 20:39. Jæja mbl.is er búið að færa bílveltuna í fyrirsögn frá Borgarnesi að Hvalfjarðarvegi. Hafa litið á landakort. Batnandi mönnum er best að lifa. Takk fyrir að lesa bloggið mitt.


mbl.is Bílvelta við Hvalfjarðarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýting Kanans til bjargar Geir og Sollu?

Það skyldi þó ekki gerast að þjóðnýting í Bandaríkjunum verði til að bjarga Geir og Sollu úr krísunni hér á klakanum. Það eitt og sér að þetta mesta frjálshyggjuríki heims skuli grípa til þjóðnýtingar er kafli út af fyrir sig og enn merkilegra að það skuli virka hingað til lands. Nú er það spurning hvort Geir og Solla fara að þjóðnýta.
mbl.is Markaðir á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að festa verksmiðjuna í sessi fyrir annað en sementsframleiðslu?

Það sem einna helst er kannski að óttast fyrir Skagamenn ef þessi drög að starfsleyfistillögu fyrir Sementsverksmiðjuna verða samþykkt óbreytt er að þá sé verið að tryggja að verksmiðjan verði starfrækt á sama stað þótt sementsframleiðslu verði hætt. Jafnvel að hún verð þá bara notuð til að eyða úrgangi. Ekki er víst að sú starfsemi sé endilega mengandi en vanda þarf vel umgengni við hráefnið og reynslan segir okkur að þar hefur sementsverksmiðjan ekki verið til fyrirmyndar í gegnum tíðina og skeljasandurinn frá henni angrað nágranna.  Í drögunum er nefnilega gert ráð fyrir að nýr eigandi geti framlengt starfsleyfið með sérstakri umsögn en ekki þurfi nýtt starfsleyfisferli að koma til. Þannig eru kannski núverandi eigendur að tryggja verðmæti verksmiðjunnar þótt sementsframleiðslu verði hætt. Þá er gildistíminn óvenju langur eða 16 ár, aleg til 2024. Það er hvergi minnst á sorp í þessum drögum að starfsleyfi eins og haft er eftir bæjarstjóranum í fréttinni, eingöngu flokkaðan úrgang.

 Annars má sjá þess drög hér http://www.ust.is/media/2008//Sementsverksmidjan180708.pdf Þetta er nokkuð sem þarf að gaumgæfa vel og ástæða fyrir Skagamenn að fjölmenna á kynningarfundinn en frestur til að skila athugasemdum er til 19. september.

IMG_8581 Frá Akranesi í sumar. Þarna rýkur úr sementsverksmiðjuskorsteininum yfir bæinn


mbl.is Pappír og plast í ofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þeir skuli tíma þessu

Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna þessir fornbílaeigendur tíma að leggja bíla sína í að keyra 1.400 kílómetra um Ísland. Þeir fara að vísu ekki um malarvegi en geta hins vegar lent í alls konar veðrum. Þetta eru glæikerrur og gaman verður að sjá þá. 
mbl.is Fornbílarall að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu kjördæmin verði að sveitarfélögum

Rétt hjá Halldóri. Vestfirðir verði eitt sveitarfélag, sömuleiðis gömlu kjördæmin hin líka. Það er alveg nóg að hafa 7-8 sveitarfélög í landinu. Með því einu hafa þau þann styrk sem þarf til að taka verkefni frá ríkinu. Gerum gömlu kjördæmin að sveitarfélögum.
mbl.is Vestfirðir sameinist í eitt sveitarfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að búa í Kópavogi

Hvað er þessi veðurfræðingur að spá? - Útsynningi eða landsynningi? - Veit Guðríður ekki að það er gott að búa í Kópavogi?
mbl.is Vísar ásökunum bæjarstjóra á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFL hefur staðið sig

AFL starfsgreinafélag Austurlands hefur, allt frá því framkvæmdir hófust við virkjun og stóriðju á Austurlandi séð um það eftirlit sem ríkinu ber að sinna. Þar hefur félagið staðið sig frábærlega og þá sérstaklega með hagsmuni þeirra í huga, sem fluttir hafa verið hingað til lands sem ódýrt vinnuafl. Félagið á þakkir skyldar fyrir en þær rikisstofnanir, sem komið hafa átt að málunum, hafa verið með allt á hælunum. Fyrst og fremst vegna þess að ríkisvaldið gerði ekki ráð fyrir meiri mönnun þeirra og réði því ekki fleiri starfsmenn. Það er ekki við starfsmenn þessara stofnana að sakast.
mbl.is Hafa aldrei skilað iðgjöldum til lífeyrissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband