Athyglisverð framleiðsla

Þetta er athyglisverð framleiðsla hjá þeim Bílddælingum. Þarna er dæmi um nýjung í atvinnulífi á landsbyggðinni og það liggja örugglega víða svona tækifæri á mörgum sviðum. Vandamálið hér á landi hefur ekki verið að hugmyndir skorti heldur hefur yfirleitt skort fjármagn til nýsköpunar. Ef hægt er að fá fjárfesta til liðs við svona nýsköpun þá eiga fyrirtæki á við kalkþörungaverksmiðjuna eftir að rísa víða. Það munar um 9 störf í litlu plássi. Vonandi er að dæmið gangi upp hjá Bílddælingum.
mbl.is Kalkþörungar úr Arnarfirði bæta kúafóður í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er frábært.   Á ekki Nýsköpunarsjóður að styrkja svona starfsemi?

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband