AFL hefur staðið sig

AFL starfsgreinafélag Austurlands hefur, allt frá því framkvæmdir hófust við virkjun og stóriðju á Austurlandi séð um það eftirlit sem ríkinu ber að sinna. Þar hefur félagið staðið sig frábærlega og þá sérstaklega með hagsmuni þeirra í huga, sem fluttir hafa verið hingað til lands sem ódýrt vinnuafl. Félagið á þakkir skyldar fyrir en þær rikisstofnanir, sem komið hafa átt að málunum, hafa verið með allt á hælunum. Fyrst og fremst vegna þess að ríkisvaldið gerði ekki ráð fyrir meiri mönnun þeirra og réði því ekki fleiri starfsmenn. Það er ekki við starfsmenn þessara stofnana að sakast.
mbl.is Hafa aldrei skilað iðgjöldum til lífeyrissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Afhverju í dauðanum var ekki farið að skoða þetta mál fyrr?

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 11:03

2 identicon

tú ert greinilega ekki ad vinna hjá Alcoa á Reydarfirdi!!

AFL er greinilega ad vinna HJÁ Alcoa en ekki fyrir fólkid sem tar vinnur!!

adeins ad skoda adstaedur ádur en madur fer ad alhaefa eitthvad um hluti sem madur hefur ekki hundsvit á!!

Reidur fjardaálfur!! 

Tinna (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tinna, ef Haraldur er að vinna hjá Alcoa á Reyðarfirði, þá heiti ég Guðfinna og hann hefur mjög gott vit á þeim málum sem hann skrifar um, ég hef ALDREI orðið var við annað en mér sýnist að ýmsir þurfi að skoða þekkingu sína á mörgum málefnum áður en þeir fara að tjá sig.

Jóhann Elíasson, 6.9.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tinna ég veit allt um öll þessi mál. Ekki ókunnugur aðstæðum á Austurlandi eins og þú greinilega heldur. Skoðaðu aðstæður áður þú ferð að alhæfa eithvað sem þú hefur ekki "hundsvit" á. Vertu bara áfram reiður fjarðaálfur. AFL er og hefur verið að standa sig.

Haraldur Bjarnason, 6.9.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband