Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Burt með Bangsa

Þetta er athyglisvert viðtal við Jóhann R. Benediktsson og aðstoðarmann hans. Af þessu virðist eitt ljóst. Það er einfaldara að dómsmálaráðherra segi af sér heldur en að hafa þá upplausn sem ríkir í lögreglumálunum í stærstu embættunum. Hafi Björn Bjarnason ekki manndóm í sér til þess þá á forsætisráðherra að skipta honum út. Karlinn er betur geymdur á eftirlaunum. Ekki nóg með að yfirmenn lögreglumála séu hver upp á móti öðrum. Sumir andsnúnir ráðherra en aðrir slefandi fyrir honum heldur er löggæsla á sjó í lamasessi. Varðskipin bundin við bryggju og ráðherra ráðalaus.
mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hratt upp - Hægt niður

Þessi hækkun er svo sem í takt við það sem maður bjóst við. Venjan er að lækka um 1-2 krónur í þau skipti, sem það ber við. Einhverra hluta vegna þurfa hækkanirnar alltaf að vera meiri eins og núna 3-6 krónur. Bera við falli krónunnar en bíðum og sjáum hvað olíufélögin gera ef krónan styrkist.- Burt séð frá þessum olíugaurum þá er kominn tími til að stjórnvöld geri eitthvað. Hætti þessum leikaraskap með öryggisráðið og láti til skarar skríða í efnahagsmálum.
mbl.is Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga

Ísland leggur eyríkjum til fé. - Já er ekki rétt að líta aðeins í kringum sig. Hver er sjálfum sér næstur. Legg til að fyrstu fjárveitingar verði til Vestmannaeyja, Grímseyjar, Hríseyjar og Flateyjar á Breiðafirði. Frá þessum stöðum hefur fiskveiðikvóti horfið í stórum stíl undir verndarvæng ríkisstjórna síðustu þriggja áratuga. Þessi eyríki þurfa sannarlega á styrk að halda til að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt.
mbl.is Ísland stofnar sjóð fyrir eyríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt íslenskt mál - Það er málið

Gott er að fólk sem starfar við viðskipti skuli ræða íslenskt mál yfir rúnstykkjunum í morgunsárið. Ekki er vanþörf á því. Íslenskt mál er vanrækt í dag, ekki síst í töluðu og rituðu máli þeirra sem stunda viðskipti en þar eru ótrúlegar ambögur, nafnorðamyndanir, þar sem betur færi að nota sagnir, fleirtölumyndanir á ýmsum orðum og margt fleira. Í fyrsta lagi þarf að efla íslenskukennslu í skólum. Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana eiga að leggja metnað sinn í að láta lesa yfir þann texta sem sendur er út. Sá texti sem hefur komið frá stofnunum ríkisins í gegnum árin er oft hrein hörmung og þar eiga sprenglærðir menn hlut að máli. Prófarkalestur hefur verið vanmetinn og það fyrsta sem útgefendum dettur í hug að spara. Þar gera útgefendur sig að fíflum. Veit það sjálfur, eftir að hafa starfað sem blaða- og fréttamaður í 30 ár að villur slæðast inn ef textinn er ekki lesinn yfir af öðrum en þeim sem skrifaði hann. Fjölmiðlar eiga líka að hafa málfarsráðunauta í fullu starfi. Ég man eftir mörgum slíkum hjá Ríkisútvarpinu áður fyrr sem ég lærði mikið af. Reynslan er mikilvæg þegar íslenskt mál er annars vegar. - Einföld tær íslenska án alls gjálfurs. - Það er málið.
mbl.is Treysta þarf sess íslenskunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer vegur Íslands vaxandi á spillingaskalanum

Þetta er ótrúlegt frumhlaup hjá Birni Bjarnasyni að bola þessum ágæta embættismanni úr starfi. Það hefur ekki farið framhjá neinum að hann hefur verið að gera góða hluti og notið stuðnings samstarfsmanna. Þetta er glöggt dæmi um gamaldags stjórnunarhætti, sem auðvitað má búast við af manni sem enn er í kaldastríðshugsunum. Fyrr í dag birti mbl.is frétt af því að Ísland væri í sjöunda sæti þjóða hvað varðar spillingu eftir að hafa verið með minnsta spillingu tveimur árum áður. Þetta er dæmi um spillingu. Ráðherra líður ekki að embættismaður hafi aðra skoðun á hlutunum en hann sjálfur og nýtir sér þá smugu í lögum til að flæma hann á burtu augljóslega til að koma "sínum" manni að. Nú hlýtur vægi Íslands að aukast á spillingaskalanum enn frekar.
mbl.is Jóhann mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa farið að skoða málin

Starfsmenn þessar stofnunar hafa greinilega farið að kynna sér málin enda var niðurstaðan fyrir tveimur árum ótrúleg. Nú hafa þeir líklega skoðað stjórnsýsluna og peningamarkaðinn. Allt önnur niðurstaða og líklegri en sú fyrri.


mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta götunin

Þá er búið að gata þessa 70-80 kílómetra þarna á hálendinu norðan Vatnajökuls. Eflaust er talsverð vinna eftir við fóðrun og fleira þangað til hægt verður hleypa vatni í Grjótárgöng, sem eru þau síðustu í þessari miklu gangagerð. Mig minnir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að öllum framkvæmdum við Hraunaveitu verði lokið í september á næsta ári. Þá fyrst er hægt að tala um að framkvæmdum vegna Kárahnjúkavirkjunar sé lokið.
mbl.is Síðasta haftið sprengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinar eru enn í Pollinum

Það er ótrúlegt hve rækilega tógið úr baujunni hefur getað flækst um dýrið, bæði um kjaft og sporð. Hinar þrjár eru hins vegar ennþá í Pollinum, sá þær upp undir fjöru við Drottningarbrautina í morgun. Þær dóluðu í rólegheitum þar beint neðan við leikhúsið.

Andarnefjur_1


mbl.is Andarnefjan sem drapst er úr seinni dúettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkið strax!!

Jæja, þá hækkar eldsneytisverð hér strax í fyrramálið og það verður ekki um einhverja eina krónu eins og lækkanirnar voru þegar verðið hrundi ytra. Nú hafa okurpinnarnir hér eitthvað annað en gengið til að verja sig. Það er ljóst til að olíufélögin hrynji ekki á hausinn þá þurfa þau að hækka nú.....svona koma strax!! -  Enneinn, Skeljungur, Olís, Atlantsolía, Ob, Egó, Orkan....hvað þetta allt heitir. ....Samkeppnisstofnun er hvort sem sofandi....hækka nú strax!!!


mbl.is Methækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju er að tapa?

Það virðist ljóst að við Íslendingar getum ekki tekið upp gjaldmiðilinn Evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þarna kemur fram, sem vitað var, að við erum hvort sem er búin að taka upp allt reglugerðafarganið sem Evrópusambandinu fylgir. Hvers vegna ekki að fara þá bara í viðræður um fulla aðild að Evrópusambandinu. Ég átta mig ekki alveg á hverju er að tapa. Meðan Hafró og LÍÚ ráða ríkjum má ekki veiða nema brot af þeim fiski sem hægt er að veiða á Íslandsmiðum svo engin hætta er á að útlendingar klári fiskinn hér. Hafró byggir á sömu aðferðarfræði og fiskifræðingar Evrópusambandsins. Hvað er þá eftir. Jú kannski Seðlabankinn og eitthvað glingur á við hann sem engu máli skiptir. Afdankaðir stjórnmálamenn fá þá bara í staðinn einhver embætti á vegum Evrópusambandsstjórnarinnar. Ég held að rétt sé að skoða þessi mál af fullri alvöru.
mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband