Einfalt íslenskt mál - Það er málið

Gott er að fólk sem starfar við viðskipti skuli ræða íslenskt mál yfir rúnstykkjunum í morgunsárið. Ekki er vanþörf á því. Íslenskt mál er vanrækt í dag, ekki síst í töluðu og rituðu máli þeirra sem stunda viðskipti en þar eru ótrúlegar ambögur, nafnorðamyndanir, þar sem betur færi að nota sagnir, fleirtölumyndanir á ýmsum orðum og margt fleira. Í fyrsta lagi þarf að efla íslenskukennslu í skólum. Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana eiga að leggja metnað sinn í að láta lesa yfir þann texta sem sendur er út. Sá texti sem hefur komið frá stofnunum ríkisins í gegnum árin er oft hrein hörmung og þar eiga sprenglærðir menn hlut að máli. Prófarkalestur hefur verið vanmetinn og það fyrsta sem útgefendum dettur í hug að spara. Þar gera útgefendur sig að fíflum. Veit það sjálfur, eftir að hafa starfað sem blaða- og fréttamaður í 30 ár að villur slæðast inn ef textinn er ekki lesinn yfir af öðrum en þeim sem skrifaði hann. Fjölmiðlar eiga líka að hafa málfarsráðunauta í fullu starfi. Ég man eftir mörgum slíkum hjá Ríkisútvarpinu áður fyrr sem ég lærði mikið af. Reynslan er mikilvæg þegar íslenskt mál er annars vegar. - Einföld tær íslenska án alls gjálfurs. - Það er málið.
mbl.is Treysta þarf sess íslenskunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það þarf að taka RÚV sérstaklega til bæna í þessu sambandi og þar fer margt í taugarnar á mér eins og t.d. þegar Pámi Jónasson segir að einhver "lýsi yfir því". 

Ég verð að játa það, þetta fer í mínar fínustu.  Hér með ég lýsi því yfir..!

Benedikt V. Warén, 24.9.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þar fór ég flatt áðví...... 

......síðasta setningin á auðvita að vera:

Hér með  lýsi ég því yfir.....! 

Benedikt V. Warén, 24.9.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nú margt verra en þetta og af hverju ætti sá ágæti fréttamaður Pálmi að vera að lýsa yfir einhverju. Svo veistu það nú vel Pelli að textinn sem Pálmi les er sjaldnast skrifaður af honum, nema fréttin sé pistill, sem hann hefur sjálfur samið.

Haraldur Bjarnason, 24.9.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband