Hratt upp - Hægt niður

Þessi hækkun er svo sem í takt við það sem maður bjóst við. Venjan er að lækka um 1-2 krónur í þau skipti, sem það ber við. Einhverra hluta vegna þurfa hækkanirnar alltaf að vera meiri eins og núna 3-6 krónur. Bera við falli krónunnar en bíðum og sjáum hvað olíufélögin gera ef krónan styrkist.- Burt séð frá þessum olíugaurum þá er kominn tími til að stjórnvöld geri eitthvað. Hætti þessum leikaraskap með öryggisráðið og láti til skarar skríða í efnahagsmálum.
mbl.is Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað er hægt að gera  þjóðníta þá

Jón Snæbjörnsson, 24.9.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Verður ríkið ekki að fara að opna bensínstöðvar....?

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Iss, bensínverðið. Hélt að þú værir að blogga um eitthvað spennandi...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.9.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Helga þú veist að fyrirsagnirnar selja. Sennilega þurfum við eitt ríkisolíufyrirtæki og eitt ríkistryggingafyrirtæki til að einhver samkeppni. komi.

Haraldur Bjarnason, 24.9.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Samkvæmt nýjustu fréttum hlýtur eldsneytisverð að lækka aftur á morgun. Krónan hækkað um 2% í dag ef rök olíufélaganna um að fall krónunnar í gær og í fyrradag hafi verið ástæðan fyrir hækkun, eru rétt. Ef olíufélögin ætla að vera sjálfum sér samkvæm og láta taka mark á sér hljóta þau að lækka verð aftur. 

Haraldur Bjarnason, 24.9.2008 kl. 19:13

6 identicon

Já maður myndi nú ætla það, en ég leyfi mér samt að efast stórlega um að þeir lækki verðið nokkuð.

Andrir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband