Hverju er að tapa?

Það virðist ljóst að við Íslendingar getum ekki tekið upp gjaldmiðilinn Evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þarna kemur fram, sem vitað var, að við erum hvort sem er búin að taka upp allt reglugerðafarganið sem Evrópusambandinu fylgir. Hvers vegna ekki að fara þá bara í viðræður um fulla aðild að Evrópusambandinu. Ég átta mig ekki alveg á hverju er að tapa. Meðan Hafró og LÍÚ ráða ríkjum má ekki veiða nema brot af þeim fiski sem hægt er að veiða á Íslandsmiðum svo engin hætta er á að útlendingar klári fiskinn hér. Hafró byggir á sömu aðferðarfræði og fiskifræðingar Evrópusambandsins. Hvað er þá eftir. Jú kannski Seðlabankinn og eitthvað glingur á við hann sem engu máli skiptir. Afdankaðir stjórnmálamenn fá þá bara í staðinn einhver embætti á vegum Evrópusambandsstjórnarinnar. Ég held að rétt sé að skoða þessi mál af fullri alvöru.
mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haraldur

Hverning er það hefði það ekki verið betra og skynsamlegra að hafa bara okkar gengi fast og ekki fljótandi? Eða er ekki hægt að reyna aðrar leiðir við annað myntbandalag?

Hvað skoðun hefur þú á þessu Nýja Heisskipulagi eða þessari hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins þegar svo : Evrópusambandið(ESB / EU) , Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku/Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order (NWO)? 

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Því ég er á því að menn verði að skoða Nýja Heimsskipulagið NWO. einnig í þessu sambandi svo og öll lög ESB/stjórnaskrá ESB.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þorsteinn. Það þarf ekki að flækja þessi mál. Hingað til hefur helsta hindrun okkar gegn því að ganga í Evróusambandið verið að við værum að afhenda fiskinn í sjónum og leyfa Evrópusambandsþjóðum frjálsan aðgang að fiskimiðunum. Með stefnu ríkisstjórnarinnar undafarin ár að taka fullt tillit til Hafró og þeirra þröngsýnu sjónarmiða, sem eru nákvæmlega samkvæmt uppskrift Evrópusambandsins sé ég engin rök lengur fyrir því að ræða aðild. Við erum með allt reglugerðarfarganið nú þegar. Fiskur verður sífellt minna virði og við megum ekki veiða hann þótt nóg sé af honum í sjónum. Hafró hefur verið á villigötum og ráðherra horfa blint í villu þeirra. Það má vel vera að betra sé að gengið sé fast. það þótt ekki góð ella í eina tíða að lækka handvirkt. Nei ég held að við eigum einfaldlega að skoða kosti Evrópusambandsaðildar með viðræðum. Þær þurfa ekki að taka nema tvö til þrjú ár en þær redda engu í þessu klúðri núna.

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að við notum Evru.  Hver sem er getur keypt Evrur.  Bankar gera upp í Evrum.  Fyrirtæki, sem eru í erlendum samskiptum eru að vinna með Evrur. 

Ég get ekki séð að við getum ekki notað þann gjaldmiðil samhliða gúmmíkrónunni okkar og látið hana síðan hægt og hljótt fljóta út úr hagkerfinu okkar á nokkrum árum og Evran kemur í staðinn.  Hver ætlar að stoppa það og hvernig?? 

Jafnframt er hægt að sturta niður sjálfumglaða orðljóta pólitíska sorp-karlinum í Seðlabankanum og loka þeirri stofnun.

Benedikt V. Warén, 22.9.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er nefnilega málið...........evran er komin í umferð og gæti ýtt krónunni hægt og rólega í burtu... 

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála ykkur Pelli og Hólmdís en þó sé ég ekki að Evran verði að þjóðargjaldmiðli í andsöðu við Brussel liðið.

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bara sækja um strax, ég sé ekki að við fáum nein svör nema með samningaferli......og svo kjósa auðvitað.

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hverjir eru svo bláeygðir og halda að það við fáum einhverja sér samninga aðra en tímabundna aðlögun?

Haldiði að Bretar myndu leyfa okkur að halda miðunum á meðan þeir hafa tapað sínum? Eða spánverjar og frakkar sem ásælast þau?

er veruleika fyrringin orðin svona mikil eða eru neyslulánin að knýja ykkur áfram til þess að gambla frelsi þjóðarinnar svo að hægt sé að halda fylleríinu áfram? 

Fannar frá Rifi, 22.9.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fannar. hvaða miðum eigum við að halda? hvar fá venjulegir Íslendingar að veiða í dag þótt nóg sé af fiskinum? Hafró er í sama ruglinu og fiskifræðingar Evrópusambandsins. Þetta lið hefur ekki gert sér grein fyrir að fiskar hafa sporð og fara þangað sem þeir hafa það best. einfaldlega að fræðngunum er sagt að viðurkenna það ekki. Get ekki séð að Frakkar, Bretar eða Spánverjar fái að koma hingað frekar en að íslenskir trillukarlar fái að veiða vaðandi fisk hér upp í fjörum. Þetta er allt undir sama hattinum og fyrst svo er sé ég ekki að við séum neinu að tapa. Sérðu LÍU mótmæla þessu. Þeir eru svo sannarlega sammála þessu. Það má nefnilega ekki leyfa Íslenskum strandveiðimönnum að veiða fisk til að lækka ekki verði á kvótanum og þar með eigið fé sægreifanna.

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 22:56

9 identicon

Haraldur " Það þarf ekki að flækja þessi mál..

Þú ert ekkert að svara mér hér um Nýja Heimsskipulagið (New World Order) og ég var ekkert að spyrja um fiskimiðin eða hafró.

Þú segir hér".. skoða kosti Evrópusambandsaðildar.." viltu þá ekki fá að sjá það allt New World Order Tyranny-ið eins og það leggur sig, og hvaða menn eru þarna bakvið tjöldin. 

Ég er hins vegar á því að það verður örugglega mjög erfitt þarna efst á toppnum á þessu Tyranny Nýja Heisskipulagsins (New World Order) eða hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þorsteinn þetta nýja heimsskipulag skiptir bara engu máli í því sambandi sem ég var að tala um

Haraldur Bjarnason, 23.9.2008 kl. 00:30

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er alger óþarfi að velta fyrir sér leiðum til þess að taka upp evruna. Við höfum ekkert með hana að gera enda myndi hún seint taka tillit til hagsmuna og aðstæðna Íslendinga. Annars er í bezta falli óljóst hversu lengi evrusvæðið verður til, sbr.:

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/649737/

Ég mæli sérstaklega með skýrslu hinnar Evrópusambandssinnuðu hugveitu Centre for European Reform frá því í september 2006 sem ber heitið "Will the eurozone crack?" þar sem varað er við því að evrusvæðið kunni að líða undir lok verði ekki gripið til róttækra umbóta innan aðildarríkja þess, umbóta sem nákvæmlega ekkert bólar á.

http://www.cer.org.uk/publications_new/688.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband