Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Banki í heimsókn

Hann heitir Ban-Ki, sleppum bandstrikinu og úr þvi verður Banki. Þess vegna hefur Geir Harði boðið honum heim. Kannski leið til að bjarga málunum. Ekki hafa hann og Solla neitt upp í erminni til þess.
mbl.is Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta má spara

Haustrall Hafró. Í öllum sparnaðinum, þegar varðskip liggja bundin við bryggju og ekkert er hægt að gera út af peningsleysi heldur Hafró í enn eina sýndarmennskuna. Haustrall. Þá er skoðað hvort einhverjir fiskar haldi sig á sama stað ár eftir ár í áratugi. Eflaust mjög gagnlegt vísindanna vegna en hefur ekkert með stofnstærð að gera og enn síður ákvörðun um kvóta næstu ára. Samt er það svo að þessir leiðangrar ráð miklu um fiskveiðikvótann. Hvenær ætlar Hafró að gera sér grein fyrir að fiskurinn hefur sporð, fer eftir aðstæðum í sjónum og syndir eftir æti? - Nei þennan leiðangur má sko spara.
mbl.is Haustrall Hafró að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að fá nóg af Davíð

Er hægt að skilja þetta öðru vísi en þannig að Samtök fiskvinnslustöðva séu búin að fá nóg af Davíð. Það er hann sem öllu stjórnar og er í raun ennþá fjármálaráðherra og forsætisráðherra Íslands. Völd hans jukust þegar hann hætti í pólitík. Völdin á Íslandi eru nefnilega ekki hjá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar heldur embættismönnum. Arnar Sigurmundsson og hans félagar hjá Samtökum fiksvinnslustöðva eru greinilega með þetta á hreinu.
mbl.is Lög um Seðlabankann verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er af sem áður var

Það er sannarlega af sem áður var. Hér í eina tíð var krónan felld nánast eftir pöntunum frá útgerð og fiskvinnslu. Nú eru fyrirtækin svo skuldsett í erlendum myntum að hátt gengi er jafnvel skárra en lágt gengi. Auðvitað kemur hár olíukostnaður útgerðarinnar líka á móti þessum auknu tekjum í íslenskum krónum. Þetta tvennt, olían og erlendu skuldirnar, virðast því gera það að verkum að aldrei þessu vant kallar útgerðin á hærra gengi.
mbl.is Útgerðin kallar eftir stöðugleika og sterkara gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi helst sjarminn

Staðarskáli hefur aldrei verið þessi dæmigerða ímynd vegasjoppu. Ég man eftir þegar maður stoppaði þarna fyrst, lítill skáli, Magnús nýkomin út úr flutningabílnum og farinn að afgreiða. Síðan þróaðist þessi skáli. Varð að veitingahúsi, þar sem hægt var að fá almennilegan mat í hádeginu og gott meðlæti með kaffinu þess á milli. Ég ætla rétt að vona að þessi sjarmi fari ekki af skálanum þótt hann færist aðeins. Vegabæturnar eru orðnar miklar, t.d. á Öxnadalsheiði, sem nánast er ekki heiði lengur og nú eru vegabætur í Hrútafirði en það er gott að stoppa einu sinni á leið milli Norðurlands og Suð- Vesturlands.
mbl.is Gamli Staðarskálaandinn fylgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnar og Bjarka áfram

Það er gott til þess að vita að stjórn knattspyrnumála á Akranesi skuli vera í samningaviðræðum við þá Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að þjálfa lið ÍA áfram. Þeir hafa sýnt og sannað þennan stutta tíma að þeir eru til alls vísir. ÍA hefur tvisvar fallið niður um deild áður og í bæði skiptin komið upp með sterk lið, skipuð ungum heimastrákum. Þeir Arnar og Bjarki hafa lýst því yfir að þeir vilji byggja á heimamönnum. Það er það sem þarf að gera. Ekki vera að kaupa einhverja misgóða gaura víða að. Hvort þeir hafi einhverja menntun til þjálfunar skiptir engu máli, reynslan er mikilvægari, hana hafa þeir. Annars er nánar fjallað um þetta í Skessuhorni http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=77209&meira=1

Þetta er algjört klúður

Eftir að hafa hlustað á Jóhann R. Benediktsson í gær og hans menn um samskipti sýslumannsembættisins á Suðurnesjum og dómsmálaráðuneytis, síðan hlustað á Atla Gíslason, Árna Sigfússon og svo Björn Bjarnason í kvöld, þá stendur eitt upp úr; bangsinn á að segja af sér. Hann er ekki með nein rök fyrir gjörðum sínum. Hann er búinn að finna fólk til að taka að sér verkefnin í Keflavík. Þetta liggur allt ljóst fyrir. Þarna er einræðisleg aðgerð sem ekki á að leyfast í lýðræðisþjóðfélagi. Hann hefur verið dæla peningum í gæluverkefni ríkislögreglustjóra á meðan miklu verðugri verkefni hafa verið fjársvelt. Hann er að fæla burt gott fólk úr löggæslu landsins. Steinaldar- og kaldastríðsmaðurinn, Björn Bjarnason var vandræðalegur, klaufskur og gaf engar haldbærar skýringar í Kastljósi í kvöld. Þetta er algjört klúður hjá honum.
mbl.is Mulið undir Ríkislögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur áhrif um allt land

Tek undir með bæjarráði Kópavogs. Þetta er auðvitað ekki einkamál Orkuveitunnar, sem án efa hefur næga peninga til að mæta sínum ofurfjárfestingum. Það er nefnilega þannig að það eru ekki bara þeir sem kaupa heitt vatn af Orkuveitunni sem súpa seyðið af hækkuninni. Hún hefur áhrif á vísitöluna, þar með verðbólguna og afborgarnir fólks um land allt af lánum sínum. Vísitölufjölskyldan sem allt er reiknað út frá býr nefnilega í Reykjavík. Svo er það auðvitað til skammar að fyrirtæki í opinberri eigu skuli vera fordæmisgefandi í hækkunum.
mbl.is Bæjarráð Kópavogs mótmælir gjaldskrárhækkun OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánskjaravísitalan er rót alls ills

Lánskjaravísitalan er rót alls ills í fjármálum almennings og kominn tími til að skera hana upp. Athuga betur grunninn sem hún byggir á og það óréttlæti sem í henni fellst. Verðtrygging getur verið réttlætanleg en hvort lánskjaravísitalan eins og hún er í dag er það eina rétta. Það er síður en svo víst. Þekki af eigin reynslu dæmið frá 1983 og fór á fundinn í Sigtúni á sínum tíma. Á þeim tíma fór verðbólgan yfir 100% og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar kenndi launavísitölu um. Þar á bæ töldu menn einu réttu leiðina að banna launavísitölu og klipptu þannig á greiðslugetu alls almennings meðan lánskjaravísitalan æddi áfram í öllu sínu veldi. Fullt af fólki á miðjum aldri er enn með lán á herðum sér eftir þetta klúður. Gleymum því heldur ekki að við búum auk þess við hæstu vexti í heimi. Fjármagnseigendur eru því bæði með belti og axlabönd á meðan almenningur missir niður um sig buxurnar.
mbl.is "Sem betur fer fór maður ekki til bankanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Solla! - Þið eruð með nátttröll í liðinu

Hrokagikkurinn og einræðisherrann Björn Bjarnason fer á kostum þar sem þetta er haft eftir honum í þessari frétt: „Nú blasir við að fylla skörð þeirra, sem kveðja, og tryggja framtíð hins mikilvæga starfs, sem unnið er af lögreglu, tollvörðum og öryggisvörðum við embættið,“ segir Björn. Ætli hann sé ekki búinn að ákveða það fyrir löngu hverjir fylli þessi skörð? - Svona stjórnunaraðferðir minna á Sovéttímann. Þau eru enn við líði í einræðisríkjum. Það er ótrúlegt að ríkisstjórn Íslands skuli tilbúin að hafa svona nátttröll í sínu liði. Geir og Solla ykkar bíða verkefni, það þarf að skipta út mönnum, sem ekki standa sig. Það er gert í fótboltanum.
mbl.is Björn segir að fylla þurfi skörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband