Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Nú brosir Dabbi kóngur, jafnvel þótt allt sé á heljarþröm

Það virðist sama hvort þessi ríkisstjórn gerir ekkert eða eitthvað. Krónan hrynur áfram og verðbólgan eykst með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í þessu landi. Lánskjaravísitalan, sú ömurlega uppfinning, æðir áfram sem aldrei fyrr. Nei þjóðnýting Dabba kóngs á Glitni virðist ekkert jákvætt hafa í för með sér og það þýðir ekkert fyrir hann að segja að þetta hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dabbi ræður þar öllu eins og marg oft hefur komið í ljós. Hann hefur nú náð hefndinni fram eftir að honum og hans meðreiðarsveinum tókst það ekki fyrir dómstólum. Nú er hann búinn að sparka rækilega í rassgatið á Jóni Ásgeiri og fjölda fólks sem átti eignir í Glitni. Eflaust brosir Dabbi kóngur út að eyrum núna, jafnvel þótt allt sé á heljarþröm.
mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ónotaðir flokkar

Sleggjan á nú einhverja ónotaða flokka eftir er það ekki? Búinn með Alþýðubandalag, Framsókn og Frjálslynda flokkinn.
mbl.is Kristinn undrast ákvörðun formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara þeir á ríkisstarfsmannalaun?

Nú er Glitnir orðinn ríkisbanki. Tæplega verða þó topparnir þar settir á strípuð ríkisstarfsmannalaun. En hefði ekki verið eðlilegt af þeim að segja af sér? Þeir tala um mikla ábyrgð og þannig hafa þeir varið ofurlaunin. Nú eru þeir undir verndarvæng ríkisins svo ábyrgðin ætti að dreifast aðeins.
mbl.is Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirlægja löggustjóranna

Lögreglustjórafélag Íslands, vissi ekki það væri til. Það dásamar nú gjörðir Bjössa dáta, enda eins gott því þeir fjúka sem ekki eru honum sammála. Þessi yfirlýsing löggustjóranna er síður en svo sannfærandi. Hún er merki um undirlægju og ekkert annað.
mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkjunarvillingar snúi sér annað

Dettur einhverjum í hug að virkja Aldeyjarfoss? Hann er örugglegga fallegasti foss í íslenskri náttúru. Nei það má ekki gerast og íslenskir virkjunarvillingar verða að snúa sé annað.

Aldeyjarfoss


mbl.is Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Kemur mér ekki á óvart það sem haft eftir Jóhanni þarna.  Yfirstjórn lögreglunnar er í sandkassaleik og kannski einhverjum hasarleik, með banga í fararbroddi. Þarf út í búð að kaupa Moggann!
mbl.is Lögregla í sandkassaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir krakkar

Þessir krakkar eru að gera góða hluti. Skátastarf er verulega gefandi og skemmtilegt. Þarna var ég fyrir 35 árum. Tók 18 ára gamall við forsetamerkinu úr hendi Kristjáns Eldjárns. Lokaverkefni mitt þá var að ritstýra Foringjanum, skátablaði fyrir eldri skáta. Vonandi höfðar skátastarf áfram til unglinga.
mbl.is Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitölutryggja laun

Auðvitað á að vísitölutryggja laun - Vísitölutrygging launa verður aldrei annað en afleiðing. - Hún kemur alltaf eftir á. - Vísitölutrygging launa verður aldrei orsök verðbólgu, eins og Þorsteinn Pálsson og Steingrimur Hermannsson héldu fram 1983. - Setjum lánskjaravísitöluna á laun strax.
mbl.is „Bara innantóm orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið fjölmenni?

Mikið fjölmenni var í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gærkvöld  - Svona byrjar frétt á mbl.is. Hvernig er lítið fjölmenni?
mbl.is Fjölmenni hitaði upp fyrir Laufskálarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsbrotdeild skoði bankana

Hvernig væri að þessi efahagsbrotdeild skoðaði aðeins starfsemi íslenskra banka. Til dæmis þetta semsagt er frá hér  http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=77292&meira=1 Það er ekkert eðlileg við þess þróun krónunar.
mbl.is „Virðingarleysi fyrir málaflokknum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband