Nú brosir Dabbi kóngur, jafnvel þótt allt sé á heljarþröm

Það virðist sama hvort þessi ríkisstjórn gerir ekkert eða eitthvað. Krónan hrynur áfram og verðbólgan eykst með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning í þessu landi. Lánskjaravísitalan, sú ömurlega uppfinning, æðir áfram sem aldrei fyrr. Nei þjóðnýting Dabba kóngs á Glitni virðist ekkert jákvætt hafa í för með sér og það þýðir ekkert fyrir hann að segja að þetta hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dabbi ræður þar öllu eins og marg oft hefur komið í ljós. Hann hefur nú náð hefndinni fram eftir að honum og hans meðreiðarsveinum tókst það ekki fyrir dómstólum. Nú er hann búinn að sparka rækilega í rassgatið á Jóni Ásgeiri og fjölda fólks sem átti eignir í Glitni. Eflaust brosir Dabbi kóngur út að eyrum núna, jafnvel þótt allt sé á heljarþröm.
mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg ótrúlega fáranlegt og virkar á mann eins og persónuleg árás Davíðs á Jón Ásgeir.

Og af hverju var Seðlabankinn að reka svona á eftir þessu?? Gaf þeim frest til 9 á mánudagsmorgun, skítalykt af þessu!

Andrir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

einu sinni sammála enn.....og það er þolanlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gott viðtalið við Þorstein Má í Kastljósi í kvöld. Það skýrði ýmislegt.

Haraldur Bjarnason, 30.9.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Yfirhöfuð athyglisvert  að fylgjast með Kastljósi og þá sérstaklega  Þorsteini Má.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mái klikkar ekki frakar en  fyrri daginn. Davíð gæti séð eftir því að hafa reitt hann til reiði.

Víðir Benediktsson, 30.9.2008 kl. 22:58

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Maður er agndofa.  Þetta er eitthvað gruggugt og ég held að við séum bara búin að sjá toppinn af ísjakanum.

Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Viðskiptaráðherra var greinilega líka í áfalli.....var kannski að gera sér grein fyrir gjörningnum eftir að hafa hlustað á  Þorstein Má.  Kom sýnilega af fjöllum.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband