Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Skiljanlegt

Miðað við það sem kemur fram í þessari frétt þá er vel skiljanlegt að Jóna Kristín vilji taka að sér bæjarstjóradjobbið. Þetta er miklu arðvænlegra en prestsdjobbið á lélegum ríkisstarfsmannalaunum. Annars óska ég henni bara góðs gengis og vona að hún hafi í huga að Grindavík er vel statt sveitarfélag næst þegar kemur að því að semja við aðra starfsmenn bæjarins. Enda veit ég að Jóna Kristín er sanngjörn manneskja. Hún byrjaði sinn prestsferill í Neskaupstað, sem gjarnan var nefnd "Litla Moskva" í þá daga og vann þar hug og hjörtu fólks. 
mbl.is Dýr bæjarstjóri í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalalýsi á bílinn

Hvernig væri að bræða hvalspik, bæði af hrefnum og stórhvelum, allt of mikið er af þessum skepnum í sjónum við Ísland. Nauðsynlegt að fækka aðeins í hvalastofninum. Þarna verður til fyrirtaks lýsi sem örugglega má nota til að knýja vélar bíla og báta. - Minni mengun og því er þetta umhverfisvænt.


mbl.is Fita endurnýtt sem eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill léttir

Það er óhætt að taka undir með formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að það er mikil léttir að samningar hafi tekist um kjör þeirra. Ekki bara léttir fyrir þá sem að samningum stóðu heldur landsmenn alla. Það verður því ekkert af boðuðu yfirvinnubanni. - Hvert Mogginn ætlaði að forða þessu yfirvinnubanni veit ég hins vegar ekki og býst ekki við það verði neinsstaðar velkomið.
mbl.is Hjúkrunarfræðingar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðdalsáin vaxandi laxveiðiá

Gaman að sjá hve Breiðdalsáin hefur dafnað vel sem laxveiðiá síðustu árin. Hér í eina tíð veiddist lítið þar fyrrihluta sumars og besti tíminn þegar komið var fram í ágúst. Kannski er það ennþá þannig og þá verður væntanlega mokveiði síðar í sumar. Heydalaklerkur hefur heldur betur sett í þann stóra þarna verst að sá lax skuli ekki hafa verið vigtaður. Nú er spruning hvort ekki er hægt að koma fleiri austfirskum ám svona vel til eins og Þröstur Elliðason er búinn að gera með Breiðdalsána. Hvernig ætli gangi annars hjá honum með "bergvatnsána" Jöklu? - Svo eru það árnar á Héraði sem renna í Lagarfljót, það verður athyglisvert að fylgjast með þeim eftir breytingarnar sem orðið hafa á Lagarfljótinu með auknu vatni.
mbl.is Stórfiskar í Breiðdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nú?

Jamm, olíuverð niður og svo hefur krónan styrkst um einhver prósent síðustu daga. Hvað gera þeir reikningskúnstnerar olíufélaganna nú? - Verðið hlýtur að hrynja á morgun, nógu helvíti er það fljótt upp þegar fréttir af hækkunum berast að utan. - Bíð með að fylla á þessa 40 lítra, sem tankurinn tekur, gæti kannski sparað heilan 40 kall á morgun. 
mbl.is Veruleg lækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveikti hvarfakúturinn í?

Ekki er ólíklegt að hvarfakútur bílsins, sem kaþólsku prestarnir voru á, hafi orðið þess valdandi að kviknaði í bílnum. Kútarnir geta orðið allt að þrjú hundruð stiga heitir og komist þeir í snertingu við gróður svo sjóðheitir eftir akstur kviknar auðveldlega í. Slíkt gerðist við Grundarfjörð fyrir stuttu eins og sjá má  hér . Bíll guðsmannanna virðist ekki hafa oltið heldur farið niður brekku og stoppað í þýfi. Því ekki ólíklegt að gróður hafi náð upp í kútinn og kviknað hafi í.
mbl.is Klerkar í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími póstsendinga runninn upp?

Bændur á meginlandi Evrópu kunna svo sannarlega að mótmæla á táknrænan hátt. Nú senda þeir mjólk í pósti til yfirmanns landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu. Franskir bændur hafa dreift mykju á torg og sjómenn skilið eftir fisk. Íslenskir trukkabílstjórar fóru að mótmæla og fengu gas í andlitið. Er ekki bara tími til kominn að hefja póstsendingar ef mótmæla á einhverju?


mbl.is Ekki meiri mjólk takk fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færibanda- og pappírsafgreiðsla

Enn betur er að koma í ljós hversu mikil og dæmigerð færibanda- og pappírsafgreiðsla mál þessa manns hefur verið hér á landi. Einfaldasta leiðin farin, eflaust lögum samkvæmt, en ekkert horft til neinna mannlegra þátta. Svo þykjumst við Íslendingar vera í fararbroddi í mannréttindamálum! - Að senda manninn aftur til Ítalíu á þeirri forsendu að þaðan hefði hann komið er fáránlegt. - Það er engu líkara en flóttamenn þurfi að koma hingað með stimplaða pappíra. Ég ætla rétt að vona að palentínsku flóttamennirnir sem hingað koma þurfi ekki að millilenda einhversstaðar á leiðinni. Þá gæti vel verið að einhverjir bókstafstrúarmenn á pappíra og stimpla sendi þær fjölskyldur til baka. - Auðvitað þarf að horfa á mál hvers einstaklings fyrir sig og skoða rækilega áður en ákvörðun er tekin. Það er líka fullt af fólki, sem er að leita hælis á fölskum forsendum. - Íslenskum stjórnvöldum hefði hins vegar átt að vera fullkunnugt um fortíð þessa manns.
mbl.is Ástandið enn ótryggt í Kenía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi stuttur og árangursríkur fundur

Vonandi leysist þessi deila sem fyrst svo ekki komi til yfirvinnubanns og þar með skerðingar á okkar ágætu heilbrigðisþjónustu. Þarna er fólk að ræðast við af alvöru um framtíð heilbrigðisþjónustunnar, sem við öll njótum góðs af, ekki einhverjir "aðilar." Vonandi klárast þetta á fundinum í fyrramálið við skulum vona að hann verði stuttur og að "aðilar" nái saman.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonirnar um langan fund brugðust

Þetta er sérstæð fyrirsögn um að einhverjir sem standa í samningum skuli vonast eftir löngum fundi. Hélt satt að segja að allir sem stæðu í samningaviðræðum vonuðust eftir að málin leystust fljótt og vel. Þessi fyrirsögn sýnir okkur kannski hvernig sögnin að vona er misnotuð á margan hátt. Nú á fólk von öllu mögulegu, jafnvel hærri vöxtum, meiri verðbólgu, fleiri slysum, minni afla eða hverju sem er. Af hverju ekki að nota eitthvað annað en vonina? - Til dæmis að búast við einhverju og þá í þessu tilfelli löngum fundi. Sem betur fer varð það ekki raunin því fundur varð stuttur og hillir undir samninga. - Ég vona að samningar takist.
mbl.is Vonast eftir löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband