Færibanda- og pappírsafgreiðsla

Enn betur er að koma í ljós hversu mikil og dæmigerð færibanda- og pappírsafgreiðsla mál þessa manns hefur verið hér á landi. Einfaldasta leiðin farin, eflaust lögum samkvæmt, en ekkert horft til neinna mannlegra þátta. Svo þykjumst við Íslendingar vera í fararbroddi í mannréttindamálum! - Að senda manninn aftur til Ítalíu á þeirri forsendu að þaðan hefði hann komið er fáránlegt. - Það er engu líkara en flóttamenn þurfi að koma hingað með stimplaða pappíra. Ég ætla rétt að vona að palentínsku flóttamennirnir sem hingað koma þurfi ekki að millilenda einhversstaðar á leiðinni. Þá gæti vel verið að einhverjir bókstafstrúarmenn á pappíra og stimpla sendi þær fjölskyldur til baka. - Auðvitað þarf að horfa á mál hvers einstaklings fyrir sig og skoða rækilega áður en ákvörðun er tekin. Það er líka fullt af fólki, sem er að leita hælis á fölskum forsendum. - Íslenskum stjórnvöldum hefði hins vegar átt að vera fullkunnugt um fortíð þessa manns.
mbl.is Ástandið enn ótryggt í Kenía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Kerfið eru aðeins fólk, sem sinnir sínu starfi, vonandi af samviskusemi, í þeirri trú að sé verið að framfylgja lögum.

Kerfið er fólk, af báðum kynjum, konur og karlar.

Rasismi er falinn í kerfinu, þannig að kyn viðkomandi ríkisstarfsmanns skiptir máli. Rasismi kvenna er ekki sá sami og rasismi karla.

Þetta er að verða of djúpt hjá mér, ég ræð ekki við þettað.

Gæti það hafa verið lespiskur ríkisstarfsmaður sem  tók ákvörðun, eða hommi..?

Einhver sem fattar ekki að nýfætt barn er mjög mikils virði...fyrir viðkomandi foreldra...að vera saman..?

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 8.7.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

það eru til lög um leiðbeiningarskyldu yfirvalda fyrir útlendinga. Þessi lög eru brotin á hverjum einasta degi. Útlendingum er refsað fyrir að lesa ekki íslensku ÁÐUR en þeir koma inn í landið. Að hringja í ÚTL er martröð fyrir Íslendinga og ráðgáta fyrir útlendinga.

Að klippa og klístra lög kunna allir. UTL er ótrúleg stofnun.  Lögleg enn siðlaus.  Ísland er líklegast eitt það flóknasta land fyrir útlending að koma til á öllum Norðurlöndum.

Að við eru eyja og það má samt ekki sækja um á staðnum er eitt furðuverkið.

Búið til af reglugerðarrónum ÚTL. Íslenska málið og starfsfólk sem ekki gerir fólki grein fyrir að reglur á Íslandi eru öðruvísi, bitnar á útlendingum. 

það var það meira virði fyrir lögfræðinginn að verða frægur í sjónvarpinu, enn að vinna vinnuna sína. átti að skrifa kæru enn notaði tíman í annað. Mjög klassískt.

Gaman að sjá Íslending reyna að ganga yfir götu t.d. í Saigon. Þeir bíða alttaf eftir að umferðin stoppi. þeir fara ekkert yfir. Þeir verða að leigja sér Víetnama til að leiða sig yfir götuna og fara í vægt taugaáfall á leiðinni.

Svona er þetta hér líka..

Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband