Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Eldist "fljótt" af furunum

Þessi "sólbruni" furu er mjög vel þekktur á Austurlandi og nokkuð algengur á Héraði en ekki er seltunni fyrir að fara þar. Þetta gerist þegar sól er orðin sterk en frost enn í jörðu. Nálarnar heimta vatn sem rótin getur ekki útvegað vegna frostsins. Einu sinni spurði ég skógfræðing út í þetta og hann sagði að þetta eltist fljótt af furunum. Hve fljótt? spurði ég og fékk svarið um hæl: "Á svona 30 árum". Þá eru sem sagt líkur á að rótin nái niður fyrir frost en svarið sýnir hve tíminn er afstæður í hugum manna.
mbl.is Veðurfarið er sökudólgurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar nytjategundir við landið

Makríll í íslenskri lögsögu og það mikið af honum. Þeim fjölgar greinilega fiskitegundunum sem leita í átt til okkar. Skötuselur er líka farinn að veiðast upp við landssteina, til dæmis við Breiðafjörðinn. Hvað kemur næst og svo er spurningin hvort þetta er eitthvað sem fiskifræðingarnir voru búnir að búast við?
mbl.is Makríllinn mikil búbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglarnir sjá um þetta

Fuglarnir bera fræ reynitrjánna víða með því að éta berin og síðan fylgja fræin með því sem þeir láta frá sér. Þar sem ekki er sauðfjárbeit ná þau að dafna. Þetta hef ég séð víða austur á Héraði, þar sem aldrei hefur verið plantað reynitrjám eru þau farin að vaxa. Ekki er ólíklegt að þessi tré séu þannig til komin.


mbl.is Reyniviður finnst við Búrfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram íslenskt

Af hverju svara þau Einar Kr. og Abba ekki þessari einföldu fyrirspurn um innflutning matvæla? Þetta á að vera einfalt og ekkert mál. Þessi hræðsla við innflutningin er algjörlega óþörf svo framarlega að vel verði staðið að eftirliti. Ég og fleiri kaupum áfram íslenskt.
mbl.is Óskiljanleg töf á afhendingu gagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúrað í tjöldum

Mér finnst að þessi uppákoma þessara krakka að tjalda víða um land þjóni engum tilgangi. Enn síður að klifra upp í byggingakrana eða úða einhverri málningu á mannvirki. Svo er ekkert umhverfisvænt að tjalda á víðavangi. Hvar á að kúka og pissa? - Þetta er barnalegt og vitlaust í alla staði, hver svo sem málstaðurinn er. - Komið ykkar sjónarmiðum á framfæri á vitrænan hátt, ekki með þvi að kúra einhversstaðar í tjöldum, það getur verið ágætt á sinn hátt.
mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hérna er fréttin

Af því að mbl.is "linkar" ekki á vef Skessuhorns, þar sem þessi frétt er þá er hægt að lesa fréttina hérna og svo er auðvitað alltaf fullt af fréttum af Vesturlandi á þessum vef og ítarlegri í blaðinu, sem kemur út hvern miðvikudag.
mbl.is Veiðiþjófar staðnir að verki á Úlfsvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus í Borgarfirði?

....skammt frá verslun Bónus í Borgarfirði.....Hvar í Borgarfirðinum ætli þessi Bónus verslun sé? - Ég geri ráð fyrir að þetta sé i Borgarfirði hér syðra. Ætli þetta sé þá ekki Bónus verslunin í Borgarnesi. Hún er stutt frá Borgarfjarðarbrúnni, sem er á þjóðvegi nr. 1.  
mbl.is Bifreið valt eftir að ökumaður sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur sparast í eldsneyti?

Hvalfjarðargöngin hafa sannað hve gangagerð er ódýr og arðbær. Gaman væri að vita hve mikið eldsneyti hefur sparast á þessum tíu árum frá því göngin voru opnuð. Þau stytta jú vegalengdir um eina 60 kílómetra. Þannig hefur sparast gjaldeyrir til eldsneytiskaup, mengunin er minni, bílaslitið minna og allt það. Göng eru ódýr og hagkvæm framkvæmd á allan hátt. Besta fjárfestingin sem hægt er að gera hér á landi.
mbl.is 14 milljónir ökutækja um Hvalfjarðargöngin á tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn maður!

Ég verð að segja það eins og er. Mikið djöfull er hann flottur karlinn. Hann er alltaf að launa samfélaginu. Alltaf að skila einhverju sem honum finnst hann skulda samfélaginu. Þetta er snilld hjá honum. Hann var úthrópaður, settur í fangelsi ásamt fleirum, dæmdur og síðan sýknaður, reis upp aftur. Nú er hann flottur og Þóra kona hans líka(hún er auðvitað af Thorsurum komin og þaðan er Akranesblóðið). Þau eru frábær, jafnvel þótt hann sé KR-ingur, það er bara eitthvert arfgengt vandamál. Ég hef alltaf átt góða vini í KR., þótt fæddur sé og uppalinn á Akranesi. - Björgólfur er minn maður!  
mbl.is Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnuhúss opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl, svolítið langsótt, en þó.

Helsti hryðjuverkamaður heims undirritaði í dag lög sem víkka enn frekar út heimildir leyniþjónustumanna í landi frelsisins til að hefta tjáskipti fólks. Þetta er allt gert í nafni þess að vernda þjóð hans fyrir hryðjuverkum. Hræsnin verður aldrei skafin af þeim þarna westra. Hún er ótrúleg. Þótt það sé kannski borin von að eitthvað lagist þá ætla ég rétt að vona að hinn Kenýaættaði Obama afnemi þessi lög og öll þau haftalög um ferðafrelsi sem frjálshyggjugaurinn bússsss hefur innleitt. Svo framarlega að kanar beri gæfu til að kjósa þokkalega skynsaman mann til valda.

Þeir eru samlandar, nánast, Obama og Ramses, sem vísað var hér úr landi af starfsmönnum Björns dáta, sem jú er sonur þess sem stóð fyrir stórfelldum símhlerunum hér á landi á kaldastríðsárunum, sorrý, en allir mínir íhaldsættingjar á þeim árum dáðu Bjarna Ben.....held þeir hafi ekki vitað af þessu!!! - Þetta eru tengsl, svolítið langsótt, en þó.


mbl.is Bush undirritar hlerunarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband