Hvað hefur sparast í eldsneyti?

Hvalfjarðargöngin hafa sannað hve gangagerð er ódýr og arðbær. Gaman væri að vita hve mikið eldsneyti hefur sparast á þessum tíu árum frá því göngin voru opnuð. Þau stytta jú vegalengdir um eina 60 kílómetra. Þannig hefur sparast gjaldeyrir til eldsneytiskaup, mengunin er minni, bílaslitið minna og allt það. Göng eru ódýr og hagkvæm framkvæmd á allan hátt. Besta fjárfestingin sem hægt er að gera hér á landi.
mbl.is 14 milljónir ökutækja um Hvalfjarðargöngin á tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það ætti að nýta formúluna á bak við Hvalfjarðargöngin víðar. Gönginn fyrir norðan frá Akureyri til Húsavíkur eru gott dæmi. Verið að bora göng undir einhverja smá heiði sem er al malbikuð.

Fannar frá Rifi, 11.7.2008 kl. 09:12

2 identicon

Sammála Halli.

Eitt sem gleymist endalaust í þessu samhengi er hversu banaslysum og öðrum alvarlegum slysum hefur fækkað við það eitt að sneiða hjá Hvalfirðinum. Hef hins vegar aldrei skilið þetta taut út af gjaldtökunni. Það er enn hægt að aka Hvalfjörðinn ef menn vilja ekki borga, svo einfalt er það.

Ef ekki hefði verið fyrir framtak Spalar væru enn engin göng undir Hvalfjörð. Eftir að þau opnuðu 1998 reiknaði maður með með að Sundabrautin yrði klár ekki seinna en 2004. Enn bólar ekkert á henni. 

Siggi Sverris (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Landfari

Já ég verð nú eiginlega að vera sammála síðasta ræðumanni. Menn geta bara keyrt Hvalfjörðinn ef mönnum finnst of dýrt að borga í göngin.

Þetta er einkaframkvæmd og ekki dæmi um aðra þjónustu sem hefur lækkað jafn mikið síðan hún hófst.

Var ekki Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar forkólfur fyrir þessari framkvæmd?

Svo vil ég vekja athygli á þeim reigin mun sem er á þessari framkvæmd og hugmyndum Bónusmanna um hálendisveginn yfir Kjöl. Þar ætla menn sér að eiga veginn um aldur og æfi og ekki líklegt að veggjaldið þar lækki með árunum. Hvalfjarðargöngin verða hinsvegar afhent ríkinu þegar þau verða að fullu greidd.

Landfari, 11.7.2008 kl. 10:13

4 identicon

@Fannar frá Rifi:

Greinilegt að þú hefur aldrei komið norður kallinn, þessi "smá heiði" sem þú ert að tala um  er í a.m.k. 700 metra hæð (þ.e.a.s. Vaðlaheiðin). Hins vegar til að komast þennan malbikaða veg þarf að keyra tugi km út fjörðinn til að fara yfir Víkurskarðið sem er bæði bratt og leiðinlegt til aksturs, sérstaklega á veturna og verður oft ófært. Þannig munu þau göng spara hátt í 20 km. og mikið eldsneyti sem hefði annars farið í að klifra skarðið.

 En Hvalfjarðargöngin voru mikil happaframkvæmd á sínum tíma , varðandi gjaldtökuna,hvað ætli það sé mikið ódýrara að fara göngin þó maður þurfi að borga gjald heldur en að fara fjörðinn?!

Gestur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:45

5 identicon

Vegatollurinn, gjaldtakan er löngu búin að greiða gerð Hvalfjarðargangnanna, en þau hafa ekki verið afhent ríkinu ennþá. Það er víst verið að spara fyrir fyrir Hvalfjarðargöngum nr. 2. Það á semsagt að gera önnur göng við hlið eldri gangnanna!!

Jón Ingi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:59

6 Smámynd: Landfari

Jón Ingi, hvað hefurðu fyrir þér í því að þau séu búin að greiða upp göngin?

Ég man ekki betur en þau hafi átt að greiðast upp á tuttug árum. Þegar notkunin var varð miklu meiri en áætlanid gerðu ráð fyrir var ákveðið að lækka gjaldið frekar en stena að því að greiða upp sem fyrst. Hinsvegar hefur notkunin farið svo langt fram úr áætlnum að gjaldið hefur, þrátt fyrir lækkun gert meira en greiða af lánunum. Held að það séu ekki nema tvö eða þrú ár síðan tekin var sú ákvörðun að lækka ekki frekkar gjaldið heldur fara að safna í ný göng.

Sá sjóður er örugglega ekki orðin stærri en eftirstöðvar gamla lánsins enda ekki nema helmingur lánstímans liðinn.

Landfari, 11.7.2008 kl. 15:48

7 identicon

Já við ættum að taka færeyingana okkur til fyrirmyndar, bora í gegnum hvert einasta fjall!

En það er nú ekki víst að önnur göng eigi eftir að þéna jafn mikið og hvalfjarðargöngin, en öll fækka þau þó slysum og stytta vegalengdir/kostnað.

Andrir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:17

8 identicon

Reiknaðu maður - reiknaðu! annars svaraðirðu þessu sjálfur, og láttu ekki bankana eða þá sem stjórna þar á bæ plata þig, eða ertu kannski þeim megin við borðið?

Annars fyrirgefðu hvað ég svara þessu seint, er svo lítið að eyða tímanum á netinu

Jón Ingi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 17:40

9 Smámynd: Landfari

Ef þú ert að véfengja hvernig Spölur og lánveitendur hafa reiknað dæmið þá þarft þú að sýna það aðeins nákvæmar en með þessari upphrópun.

Samkvæmt því  sem komið hafur faram í fréttum Var upphaflega gert ráð fyrir að þau yrðu uppgreidd eftir 10 ár eða 2018. Síðan varð umferðin mun meiri svo stefndi í að þetta yrði uppgreitt 2014.

Frekar en að gera það lækkuðu Spalarmenn gjöldin í göngin þannig að áætlunin um uppgreiðslu 2018 myndi standa. En áfram hélt umferðin að aukast og aftur stefnir í að göngin verði uppgreidd 2014. Frekar en að lækka aftur gjöldin var ákveðið að byrja að safna í sjóð fyrir nýjum göngum. Hann verður samkvæmt áætlun Spalarmanna það stór árið 2014 að geta greitt eftirstöðvarnar.

Þú verður að færa einhver sterkari rök fyrir svona fullyrðingum en "af því bara"

Landfari, 17.7.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband