Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvar eru eftirlitið og tollurinn?

Dularfull skúta já. Ein slík lá lengi á Fáskrúðsfirði um árið og svo kom önnur þangað vel hlaðin vafasömum varningi. Ef hún er búin að vera í tæpt ár þá hlýtur að vera komin hefð á hana þarna og Hornfirðingar gætu þjóðnýtt gripinn. Ætli Fúsi hafi ekkert farið um borð og tékkað á hvort eitthvað er að finna þar? - Hvernig er það annars eru engar skráningar þegar svona fley koma að landi? Ég hélt að alla tollpappíra þyrfti og því um líkt. Það er svolítið skrítið að hægt sé að koma með skip frá öðru landi án þess að nokkur viti neitt og skilja það svo bara eftir. - Hvar er allt landamæraeftirlitið og tollurinn? 
mbl.is Dularfull skúta í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldurstakmörkin í 66 ár strax

Það er löngu vitað að menn geta orðið kexruglaðir og vitlausir af brennivíni á hvaða aldri sem er. Aldurstakmörk á tjaldsvæði, hvort sem er 18, 23 eða 30 ára, skipta því engu máli hvað það varðar. Þótt vel hafi tekist til á Akranesi á írskum dögum í ár og engin vandræði á tjaldstæðum, þá er það líklega frekar vegna umræðunnar sem varð um þetta en vegna bannsins. Ekki tókst að koma í veg fyrir skrílslæti og djöfulgang á Akureyri á bíladögum þrátt fyrir aldurstakmark á tjaldsvæðum. Aldurinn er ekki málið það er maðurinn sjálfur sem skiptir máli. Kannski er rétt að færa aldurstakmörkin upp í 66 ár?

Annars er alltaf gaman að sjá fjölbreytnina í myndbirtingum með fréttum mbl.is. Þessi er kostuleg; tjald með verðmiða utan við einhverja verslunina. Þetta er það sem næst kemst tjaldsvæði á Laugarvatni.


mbl.is Kveikti á ljósavél og hljómflutningsgræjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bundið slitlag frá Egilsstöðum til Reykjavíkur

Þegar nýr vegur upp úr Jökuldalnum kemst í gagnið verður hægt að aka á bundnu slitlagi frá Eglsstöðum norður um alla leið til Reykjavíkur í fyrsta skipti. Auk þess verður nýi vegurinn mun auðveldari en brattar brekkur og krappar beygjur Arnórsstaðamúlans. Sá nýi er handan Gilsár og hækkar aflíðandi upp hlíðina rétt innan Skjöldólfsstaða. Enn vantar nokkuð á að suðurleiðin frá Egilsstöðum sé lögð slitlagi og nú er komið árið 2008. Mig minnir að einhverntímann hafi ég heyrt fyrirheit um bundið slitlag á allan hringveginn árið 2000.   

22april 044 Séð niður á Jökuldal úr Arnórsstaðamúla. Myndin er tekin í apríl.


mbl.is Miklar vegaframkvæmdir á Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundrað þúsund nálgast

Nítjánda febrúar í vetur stofnaði ég þetta blogg eingöngu til að gera athugasemdir við fréttir á mbl.is. Mér fannst oft að senda þyrfti athugasemdir bæði í gamni og alvöru. Ég vona og veit að vinir mínir sem standa að mbl.is hafa lesið þetta. Ekki alltaf sáttir en oftast. - Nú sé ég að teljarinn sýnir fljótlega 100 þúsund flettingar og um 51 þúsund innlit. Þessu átti ég hreinlega ekki von á þegar ég byrjaði á þessari vitleysu fyrir rúmum fimm mánuðum. Ég hef verið latur við þetta undanfarið enda nóg að gera hjá mér og ég fæ útrás fyrir skrif annars staðar. - Samt! Takk fyrir mbl.is að veita mér og öðrum þetta tækifæri.

Letihaugar í golfi

Ætli það sé arðbært að vinna við skemmdir? - Hver borgar mönnum laun fyrir slíkt? - Þetta eru bara vangaveltur út frá fyrirsögninni og byrjun fréttarinnar. - Hitt er annað. - Eru ekki lyklar í þessum fáránlegu farartækjum sem golfbilar eru? - Hvers vegna ekki að taka þá úr? - Ég hef alla tíð haldið að golf væri iðkað til heilsubótar og helsta heilsubótin væri sú að ganga alla þessa leið sem fylgir því að slá kúluna. - Satt að segja vorkenni eg ekki þeim letihaugum sem fara á golfvöllinn undir því yfirskyni að þetta sé heilsubót og skilja svo ökutækin sem flytja þá, golfkylfurnar og jafnvel bjórkippurnar í þeim eftir á vellinum, þannig að hægt sé að koma þeim af stað. - Auðvitað er þetta freystandi fyrir krakka að taka "rúnt" á svona farartækjum. - Ég dáist hins vegar af hinum allt upp undir áttrætt og jafnvel yfir, sem eru að stunda þessa heilsusamlegu íþrótt án þess að keyra um á bíl milli holanna.
mbl.is Skemmdir unnar á Strandarvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamar löggur

Það er svolítið athyglisvert að sjá hvernig lögregluþjónar á Suðurnesjum, Akranesi og Borgarnesi bregðast við mótmælum. Þeir virðast hafa þolinmæði og ná að leysa málin á skynsamlegum nótum. Þeir ræða málin bæði við mótmælendur og vegfarendur sem komast ekki leiðar sinnar. Ekkert gas, engin læti eða harka. Eftir rúma tvo tíma pökkuðu mótmælendur svo saman og fóru. - Það eru skynsamir menn í þessum lögregluliðum.
mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríllinn er eftirsóttur

Nú er spurningin hvort eitthvað verður farið að vinna úr þessum makríl að ráði hér á landi. Að vísu eru skipin að frysta eitthvað eins og fram kemur í fréttinni en það er synd ef svona frábær matfiskur fer að mestu í bræðslu. Norðmenn og Danir hafa löngum heitreykt makríl og hann er frábær og að mörgu leyti betri en reykt síld. Hann er því eftirsóttur fyrir fleira en að vera utan kvóta. En líklega höldum við Íslendingar áfram hráefnisvinnslu okkar og látum aðra um að fullvinna.

Eins og kemur fram í fréttinni sést makríll illa í fiskileitartækjum. Einu sinni var mér sagt að makríllinn væri ekki með sundmaga og gæfi því verra endurkast í mælitæki. Rússar hafa notað flugvélar með innrauðum myndavélum til að finna makrílgöngur fyrir sinn flota. Ein slík vél var tvö ár í röð gerð út frá Egilsstöðum til að leiðbeina rússneskum flota í Norðurhöfum.


mbl.is Makríll er lottóvinningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta tíðkast víðar

Satt að segja held að svona "verktakalýðræði" hafi viðgengist mun víðar en á Akureyri á undanförnum árum. Mér fannst ýmsar sveitarstjórnir á Austurlandi mjög opnar fyrir nánast hverju sem var þegar þenslan vegna virkjunar- og stóriðjuframkvæmdanna hófst þar. Mörg dæmi um skipulagsklúður þar. Sérstaklega á stöðum þar sem lítið eða ekkert hafði verið byggt í mörg ár. Mér finnst ég sjá svipað á Akranesi núna. Til dæmis óttalegt klúður við að breyta fyrrverandi atvinnuhúsum í íbúðarhús. Eflaust má finna dæmi um skipulagsklúður víðast hvar.
mbl.is Verktakalýðræði á Akureyri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru samgöngur um land allt

Í sjálfu sér þarf enga ítarlega skýrslu til að upplýsa það að áframhaldandi fækkun verður í mörgum byggðarlögum víða um land verði ekki gert stórátak í samgöngum. Þær eru undirstaða alls. Þeir sem mest hafa gagnrýnt stóriðjustefnu undanfarinna ára benda oft á ferðaþjónustu sem góðan kost. Hún er það en til þess að hún geti gengið þarf almennilegar samgöngur. Við þurfum alvöru samgöngur um land allt.

Á föstudag voru 10 ár liðin frá opnun Hvalfjarðaganga. Allir vita og sjá hve þau hafa breytt miklu. Það á að bora göng um land allt. Vera með gangagerð allsstaðar næstu einn til tvo áratugina og klára þetta dæmi. Göng eru ekki bara vegur þau breyta öllu byggðamynstri og um þau er hægt að leggja lagnir sem sparar stórfé. Jarðgöng eru ódýrasta og arðbærasta framkvæmd sem til er hér á landi. Þetta eru mannvirki sem endast í aldir. 


mbl.is Byggðarlög leggjast í eyði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin myndskreyting

Oft finnst manni skrítnar þessar myndskreytingar með fréttum. Til dæmis þessi. Frétt um samdrátt í þorskveiðum. Búið að setja mynd af tveimur þorskhausum inn á mynd af Faxa RE, sem aldrei veiðir einn einasta þorsktitt. Þetta skip veiðir uppsjávarfisk; loðnu, síld, kolmunna og nú makríl. Nær hefði verið að setja þorskhausana inn á mynd af togara, trillu eða dæmigerðum vertíðarbáti.
mbl.is Þriðjungs samdráttur milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband