Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Íbúatalan tuttugufaldaðist

Hlustaði á bræðslutónleikana á Rás 2 á laugardagskvöldið. Óli Palli og félagar þar eiga heiður skilinn fyrir að útvarpa beint frá tónleikunum. Þetta voru frábærir tónleikar eins og reyndar hinir fyrri en ég er tvisvar búinn að vera viðstaddur og hefði gjarnan viljað vera líka núna. Aðsóknin og það að uppselt var löngu fyrir tónleikana sýnir hvaða trú fólk hefur á þessu framtaki Borgfirðinganna eystra. Íbúafjöldinn gott betur en tífaldast því reikna má með að um 2.000 manns hafi komið því 1.400 keyptu sig inn og fjöldi er fyrir utan. Á Borgarfirði eystra hafa ekki nema um 100 manns fasta búsetu þannig að íbúatalan tuttugufaldaðist.
mbl.is Íbúatalan tífaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjóifjörður vestri

Mjóifjörður er til bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum, líka Seyðisfjörður. Þess vegna segjum við vestri og eystri.  Svo er til Borgarfjörður á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum. Þess vegna er sagt Borgarfjörður eystra en ekki eystri, vegna þess að Borgarfirðirnir eru þrír en ekki tveir.
mbl.is Bílvelta í Mjóafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrútaber breiðast út

Það er líklegt að bláberin nái sér ekki eins vel á strik og krækiberin á Héraði þetta árið vegna kuldans í vor. Þetta með að hrútaberin séu að sjást víðar en áður þarf ekki að koma á óvart. Með friðun lands vegna skógræktar eykst ýmis gróður sem ekki átti sér viðreisnar von vegna beitar áður. Birkið breiðist út og nú eru myndarleg birkitré víða á Héraði þar sem það var ekki áður, sama er að segja um reynivið hann er að stinga sér niður víða. Svo verður örugglega gott sveppahaust en úr þessu ættu lerkisveppirnir að fara að taka við sér. Þeir eru algjört sælgæti.
mbl.is Góð berjaspretta á Héraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver búinn að vinna sig upp í bæjarstjórastólinn?

Gott að búa í Kópavogi! - Þar getur fólk "unnið sig upp" - Ætli það sé enginn þar sem búinn er að vinna sig upp í starf bæjarstjóra?
mbl.is Verið að fjölga konum í yfirstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt í strætó fyrir alla, líka þá sem nú eru á stóru jeppunum

Ætla rétt að vona að Akureyrarkaupstaður haldi áfram að bjóða frítt í strætó. Þetta er frábært og umhverfisvænt á allan hátt. Sama er á Fljótsdalshéraði og Akranesi, frítt í strætó. Hvernig væri að Reykvíkingar skoðuðu þetta dæmi líka í stað þess að vera að flokka þá niður sem fá frítt, sennilega er hagkvæmast að fá þá sem aka á stóru jeppunum til að fara í strætó í staðinn, allavega umhverfisvænast.
mbl.is Eldsneytiskostnaður mun hærri en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið af vitleysunni

Nú er nóg komið af vitleysunni. Málstaður Saving iceland er að mörgu leyti góður og gildur. Aðferðirnar við að koma honum á framfæri eru hins vegar hópnum til skammar. Þetta gengur fram af öllum. Þarna er verið að rjúfa friðhelgi heimilisins og jafnvel nágranna Friðriks líka. Nær hefði verið fyrir hópinn að þiggja boð Friðriks og hlusta á rök hans. Rök eru eitthvað sem liðið vill ekki. Hve margir af þeim, sem hingað til lands koma að mótmæla, ætli geri sér grein fyrir um hvað málin snúast? Það er hægt að eyðileggja góðan málstað með rugli og rökleysu. Það er þessi hópur einmitt að gera núna. - Nú er ég sammála Frikka Soph.
mbl.is Þáðu ekki boð um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út að ganga

Er ekki ráð fyrir þessa hunda og ketti sem eiga við offitu að stríða að taka sig saman og fara með eigendurna út að ganga,. Þeir eru ábyggilega of feitir líka. Er nema von að þessi kvikindi fitni. Þau eru stríðalin og hanga inni aðgerðarlaus mest allan daginn. Þetta er nokkuð sem er langt frá þeirra eðli.


mbl.is Vaxandi offita íslenskra gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að vigta líka?

Úbs!......skrá ferðirnar á salörninn.....ætli að það þurfi að vigta líka? Pinch
mbl.is Skrásetja klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gsm á undan slitlaginu

Gott er til þess að vita að gsm-samband sé að komast á við allan hringveginn. Þetta er mikið öryggisatriði og þyrfti gott samband raunar að vera við alla aðra vegi líka, meira að segja hálendisvegi, þar sem þörfin er mikil öryggisins vegna. NMT-kerfið er líka syngja sitt síðasta og fáir með þannig síma lengur.

Annars hefði maður ekki trúað því fyrir nokkrum árum að símasamband yrði komið á hringveginn áður en hann er allur lagður bundnu slitlagi. Gsm-síminn var ekki einu sinni til þegar byrjað var að leggja slitlag á hringveginn.


mbl.is Gsm-samband stóreflt umhverfis landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Show" fyrir ferðamennina

Háhyrningarnir láta ekki að sér hæða enda enska nafnið á þeim "Killer Whale" engin tilviljun. Þetta hefur verið mikil upplifun fyrir ferðamennina að komast þarna í námunda við lífið eins og það er í náttúrunni. Það er ekki tóm sæla enda þurfa allir að berjast fyrir lífi sínu í villtri náttúru. Heyrst hafa sögur af því að hér við land hafi menn séð háhyrninga rífa í sig seli og þeir vinna skipulega. Einu sinni fylgdist ég með um 15-20 háhyrningum halda síldartorfu við yfirborðið og fá nóg að éta. Nokkrir þeirra syntu undir torfuna og héldu henni þannig uppi meðan hinir komu á móti við yfirborðið með opin kjaftinn og sópuðu upp í sig.

Það merkilega er og kannski til umhugsunar fyrir þá sem fara í hvalaskoðunina þá er mannskepnan hluti af þessari lífkeðju. Aðferðir mannsins við að drepa skepnur eins og hrefnur eru bara aðrar en háhyrningannna.


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband