Nóg komið af vitleysunni

Nú er nóg komið af vitleysunni. Málstaður Saving iceland er að mörgu leyti góður og gildur. Aðferðirnar við að koma honum á framfæri eru hins vegar hópnum til skammar. Þetta gengur fram af öllum. Þarna er verið að rjúfa friðhelgi heimilisins og jafnvel nágranna Friðriks líka. Nær hefði verið fyrir hópinn að þiggja boð Friðriks og hlusta á rök hans. Rök eru eitthvað sem liðið vill ekki. Hve margir af þeim, sem hingað til lands koma að mótmæla, ætli geri sér grein fyrir um hvað málin snúast? Það er hægt að eyðileggja góðan málstað með rugli og rökleysu. Það er þessi hópur einmitt að gera núna. - Nú er ég sammála Frikka Soph.
mbl.is Þáðu ekki boð um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðrik og útsendarar hans hafa sannarlega ekki virt friðhelgi heimila í nágrenni Þjórsár. Landeigendur hafa orðið að sætta sig við að þeir sprangi um landareign þeirra með mælitæki og setji niður hæla. En það er auðvitað allt annað fyrir venjulega bændur að þurfa að eiga við menn sem hafa raunverulegt vald til að svipta það heimilum sínum, en fyrir Fririk að þurfa að hringja eitt símtal í lögguna til að láta fjarlægja trúða sem ætla að virkja garðslönguna hans og gera uppistöðulón í garðinum. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála báðum. Ef ég væri að vinna fyrir Saving Iceland, hefði ég þegið boðið og mætt með myndavél(ar). Þannig hefði verið einfalt mál að minnast á aðgerðir álrisanna í þriðja heiminum og sjá viðbrögð Friðriks. Þetta er tækifæri sem þau misstu af.

Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eva,"grow up" þessi mótmæli eru fyrir löngu síðan komin langt útfyrir heilbrigða skynsemi, því fyrr sem þið sjáið það því betra.

Jóhann Elíasson, 25.7.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Aha, ég er sammála þér, Haraldur. Finnst ekki "Saving Iceland" vera að vekja athygli á sér á málefnalegan hátt..... það er það sem gildir, ef þú vilt hafa eitthvað að segja í þjóðfélaginu og samfélaginu, þá gerðu það á málefnalegan hátt...... ekki eyðileggja fyrir þér með vitleysu..... sem er nákvæmlega það sem þessi samtök eru að gera. Ég lít mest á þessi samtök sem fíflasamtök, og það getur vel verið að þau séu það ekki, en þau eru búin að auglýsa sig sem slík..... í mínum augum allavega.

En hey...... ertu alveg hættur að kíkja "til mín?" Sakna kommentanna þinna.....

Lilja G. Bolladóttir, 26.7.2008 kl. 01:45

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eva. Löggan í Borgarnesi færði þrjá Saving Iceland menn úr regngöllum merktum Orkuveitu reykjavíkur um daginn inn við Grundartanga. Þau mundu ekki hvar þau hefðu fengið gallana. Æi þetta lið er aumkunarvert, er hér bara til að gera eitthvað , svoldið sport að ögra löggunni, barnalegt. Svo sást ísjónvarpsfréttum þegar einn úr Saving Iceland fékk stöng í hausinn að þá fóru félagar hans með hendur fyrir sjónvarpsvélarnar, ritskoðun kallast það og það má ekkert sýna nema ykkur þóknist....barnalegt og bjánalegt allt saman.

Haraldur Bjarnason, 26.7.2008 kl. 22:19

6 identicon

Er það "ritskoðun" að vilja að maður sé látinn í friði, rétt á meðan hann er að jafna sig af höggi? -Dálítið spes skilningur á orðinu ritskoðun verð ég að segja.

Ég sem hélt að ritskoðun væri það þegar skoðanir og upplýsingar sem ritskoðandi telur að komi sér illa fyrir hann fá ekki að birtast. T.d. er það dæmi um ritskoðun utan frá, þegar starfsfólk Alcoa í Mexikó og Hondúras er látið lofa því að tjá sig ekki um fyrirtækið við fjölmiðla.

Hér eru til gamans nokkrar skilgreiningar á ritskoðun: http://www.google.is/search?hl=is&lr=&defl=en&q=define:censorship&sa=X&oi=glossary_definition&ct=title

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, þau eiga eftir að þroskast þessi "grey"! Ég var einu sinni hippi!

Heimsóknin til Friðriks sýnir náttúrulega barnaskap þessara unglinga

Sigrún Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þið viljið eingöngu að það sjáist sem ykkur er þóknanlegt Eva, þannig er það bara. Og mæta svo á staðinn í rigningu í regngöllum merktum andstæðingnum. - Halló!!!

Haraldur Bjarnason, 27.7.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband