Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvers vegna löggan?

Þetta, sem sagt er frá í fréttinni, er góðra gjalda vert og ekki síður nauðsynlegt en sambærilegt eftirlit á landi. Það sem vekur athygli mína er hvers vegna þarf lögreglan að vera með  Landhelgisgæslumönnum í slíkum ferðum? Ég hélt að Landhelgisgæslan færi með löggæsluvald á sjó og hefði því fullt vald til að sinna slíku eftirliti og færa þá til hafnar sem ekki fara eftir lögum. Mér skilst líka að næg verkefni séu fyrir lögregluna í landi um helgar.
mbl.is Bannað að drekka og sigla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem eru læsir og skrifandi lesi þetta

Ég hvet alla sem þokkalega eru læsir og skrifandi á íslenskt mál að lesa þennan texta sem mbl.is ber á borð. Þvílíkt klúður. Það er svo mikið af hortittum og orðskrípum í þessu svo ég tali nú ekki um langlokuna sem þessi svokallaða frétt er og lítið sem ekkert situr eftir. Nú þarf mbl.is heldur betur að fá til sín skrifandi fólk. Oft var þörf en nú er nauðsyn.


mbl.is Seinheppinn þjófur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt með hýrri há

Svei mér þá ég held að hér hafi bara allt verið með hýrri há á Írskum dögum á Akranesi. Fór smá rúnt um bæinn í morgun og sá ekki mikið rusl eftir nóttina, líklega búið að taka til. Ekki verður maður var við mikinn hávaða frá liðinu en nokkra sá ég á ferli upp úr kl. 8 morgun, svoldið svona sjoppulega. Annars eru þessar löggufréttir alltaf misjafnar, stundum virðist gert í því að krydda þær og þess á milli dregið úr. Líklega fer þetta bara eftir hver löggan er, sem er vakt og hver blaðamaðurinn er, sem skrifar.


mbl.is Allt gekk eins og best verður kosið á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðkomumenn undir 23 ára!

Einmitt! - Svaf þetta allt af mér...þetta hefur sennilega verið á Niðurskaganum...hér í Mýrinni var allt með kyrrum kjörum, bara grillað í gærkvöldi og frábær hljómsveit, sem heitir Ferlegheit að spila blúsuð lög á Vesturgötunni eitthvað fram eftir kvöldi, skipuð ungum krökkum héðan.....þessi vandræði hljóta að hafa verið frá einhverjum "aðkomumönnum", eins og oft hefur verið sagt í fréttum frá ónefndum stað og það örugglega undir 23 ára.
mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru fleiri hissa

Já eiginkona Paul Ramses segir að ítalska lögreglan hafi verið hissa þegar íslenskir lögreglumenn komu með hann til Ítalíu. - Þetta var allt samkvæmt lögum og sáttmálum, var það ekki? - Björn dáti veit ekki neitt og Solla ver sig með einhverjum vandræðagangi. - Að ætlast til þess að maður sem flýr undan morðhótunum og á varla afturkvæmt til heimalandsins sé með einhverja pappíra og stimpla á hreinu og að hann hafi átt að fljúga beint til Íslands frá Kenýa er svo vitlaust að nær ekki nokkru tali. - Geir og Solla, segiði bara að þetta hafi verið klúður og bjargið manninum aftur hingað. - Það eru fleiri hissa en Ítalir!
mbl.is Ramses farinn af flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dópaður hundur að sunnan

Athyglisvert og skemmtilegt orðalag í þessari frétt: "Fíkniefnahundur frá Reykjavík er lögreglunni í Borgarnesi og á Akranesi til aðstoðar um helgina"........já það er eins gott að lögregluhundar úr Reykjavík eru komnir til að vernda okkur hér á Skaganum og nágranna í Borgarnesi. - Hélt satt að segja að við hefðum svo góða lögreglumenn hér á svæðinu að ekki þyrfti einhvern hund að sunnan, hvað þá dópaðan! Police
mbl.is Númerin klippt af hrörlegri rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn og gestir keltneskir í dag

Það er mikil stemmning á Skaganum núna. Fór um bæinn áðan og fólk hefur safnast saman við göturnar og grillar þar. Allsstaðar írsku fánalitirnir og skreytingar í stíl. Í dag var mikið um að vera neðst á Kirkjubrautinni, sem hefur verið lokað fyrir bílaumferð á kafla. Á einum staðnum sem ég fór á áðan var hljómsveit að spila á stórum svölum upp á 5. hæð fjölbýlishúss við Tindaflöt, sem er á gamla Steinsstaðatúninu. Annars eru góðar upplýsingar um dagskrána á vef írskra daga. Svo eru auðvitað fréttir myndir og fleira á Skessuhornsvefnum. Þetta er fyrsta sinn sem ég er á írskum dögum og mér finnst strax magnað að sjá stemmninguna sem skapast. Skagamenn og gestir þeirra eru sannarlega keltneskir í dag. Sá að talsvert er komið á tjaldstæðið af fólki, líklega allt fjölskyldufólk eða 23 ára og eldra, en ungir Sjálfstæðismenn mótmæltu aldurstakmörkunum við forseta bæjarstjórnar í miðri dagskránni í dag. Þeir færðu "bakaranum" áletraðan gulan bol en um það má sjá á vef Skessuhorns.
mbl.is Aukinn viðbúnaður vegna írskra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunaði ekki Gvend!

"Grunaði ekki Gvend!," þetta er gamalt máltæki sem haft hefur verið um það sem ekki reynist satt þegar á reynir. Bangsi dáti hafði ekki hugmynd um þessi mál, enda aldrei heima, hefur verið að skrifa endalausar ferðasögur á bloggið sitt að undanförnu. Geir og Solla líka á endalausum þvælingi og eitthvert afleysingafólk eflaust að klára málið - Þvííkt embættismannakúður, eins og ég greindi frá í fyrra bloggi mínu um þetta. 
mbl.is Ákvarðanir Útlendingastofnunar teknar án samráðs við ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Embættismannaklúður

Ekki er ég hissa þótt mótmæli séu skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið á morgun. Mér finnst reyndar að bæði utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið mættu fá sinn skammt líka. Ég þekki svo sem ekki feril þessa manns eða aðdraganda þess að hann kom hingað til lands, skilst þó að hann hafi komið hingað vegna kunnugleika við Íslendinga, sem hann hafði starfað með í Kenýa. Þar í landi hafa Íslendingar lengi stundað allskonar hjálparstarf. Ég man eftir sögum frá trúboðum þar, strax þegar ég var í barnaskóla hér á Akranesi.

Af fréttum að dæma í dag virðist þetta svolítið lykta af einhverju pappírs- og embættismannaklúðri. Minnir svoldið á Gervasoni-málið forðum en finnst jafnvel að þessi maður sé í enn verri stöðu. Svo er það nýjasta að kona hans dvelji ólöglega í landinu með nýfætt barn, sem fæddist hér. Það hlýtur að fá íslenskan ríkisborgararrétt og eiga rétt á að faðirinn sé hjá því. - Þetta er eitthvert allsherjar klúður. - Grípið inn í Ingibjörg Sólrún og Geir fyrst undirmenn Björns dáta eru í djúpum skít! - Mikið var rætt og ritað og margt illt sagt um Skagamenn vegna komu palentískra flóttakvenna hingað. Þetta er miklu ljótara dæmi. - Maðurinn fær ekki einu sinni þann sjálfsagða rétt að fjallað sé um mál hans.


mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutafjárvæðing?

"Byr kannar hlutafjárvæðingu"......úbbs!....... Átti ekki eitthvað annað að standa þarna? Einhver önnur væðing, fyrst verið er að nota það leiðinlega og ofnotaða orð? - Til dæmis hlutafélagsvæðing......getur það verið?

Annars er mér meinilla við að sjá sparisjóðina hverfa í því formi, sem þeir hafa verið hingað til. En...það er víst erfitt að sigla móti straumnum.


mbl.is Byr kannar hlutafjárvæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband