Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Samgöngubætur fylgdu ekki álveri

Þau gerast nú tíðari umferðaróhöppin á Hólmahálsi enda vegurinn þar ekki til að taka á móti þeirri auknu umferð sem orðið hefur með tilkomu álvers við Reyðarfjörð. Eflaust eigum við eftir að fá fréttir af fleiri óhöppum þarna og víðar á Austfjörðum þegar vetur gengur almennilega í garð. Það gleymdist nefnilega að hafa samgöngubætur með í dæminu þegar ákveðið var að setja álverið niður við Reyðarfjörð. Fáskrúðsfjarðargöngin eru einu framfarirnar sem orðið hafa í vegagerð á þessu svæði í áratug eða meira.
mbl.is Olíubíll valt á Hólmahálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapa gjaldeyri, ekki fá hann að láni

Þessi síldveiði á Breiðafirðinum í fyrra og aftur núna þarf ekki að koma á óvart. Þetta er raunar það sem menn voru búnir að benda á fyrir nokkrum árum . Hins vegar er engin skýring á af hverju ekki er síld við Austfirði en það þarf þó ekki að koma á óvart þó hún fari að veiðast þar líka. Það er nóg af fiski í sjónum, ekki bara síld, heldur mikið meira af þorski en menn vilja vera að láta. Er ekki ráðið í þessari kreppu að skapa gjaldeyri, þá þarf ekki að taka eins mikið af honum að láni. Það þarf ekki bara að reka Davíð heldur yfirstjórn Hafró líka.
mbl.is Á síld innan við Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju slefuðu Rússarnir honum ekki í land?

Ég skil ekki þessa frétt, þar sem segir að færeyski togarinn hafi verið til aðstoðar rússnesku rannsóknarskipi, sem beðið hafi þess að varðskip kæmi og næði í togarann. Er þetta ekki sama rússneska rannsóknarskipið og kom hingað til Akureyrar í gær?  Af hverju slefuðu þeir ekki Færeyingnum í land? - Svo er þessi staðsetning, 550 mílur af Akureyri, jafn skemmitleg og þegar hún birtist fyrr í vikunni.

P1010005 Rússarnir voru komnir til Akureyrar í gær (með rúblurnar)


mbl.is Sóttur langt norður í höf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar stóð upp úr í Silfrinu

Jóhanna bregst ekki. Hún veit að óheft frjálshyggjan er nú að rústa atvinnulífi landsins og heimilum. Það er mikil vinna framundan fyrir hana og hennar fólk að finna út hvað á að gera. Annars fannst mér Ragnar Önundarson vera sá sem stóð upp úr í Silfri Egils áðan. Hann hefur bent á þetta lengi fyrr daufum eyrum. Jón Ásgeir á heiður skilinn fyrir að mæta í þáttinn, en hann var dapur og tekinn. Egill þjarmaði líka að honum.
mbl.is Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur opinberast yfirgangur Breta

Hvað er að gerast hjá Brúnum og Elskunni? Er allt í klúðri? Þetta hlýtur allt að vera andskotans Íslendingunum kenna. Blekkingarferli þeirra afhjúpast hægt og hægt og yfirgangur þeirra og hroki gagnvart þeim sem minna mega sig kemur í ljós enn og aftur. Nú sýnir það sig líka enn og aftur að klúður þeirra er að koma þeim sjálfum í koll.
mbl.is Breskir bankar yfirteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara Rússar heldur rjúpur líka

Það eru ekki bara Rússar með rúblur sem sækja Akureyri heim núna. Þrjár rjúpur komu upp að dyrum hjá mér áðan. - Jólagjafirnar koma snemma í ár.

P1010006 P1010008 P1010011


Rétt Geir! - Rússarnir eru komnir

Sammála Geir að mesta hættan er örugglega liðin hjá. Á leið minni áðan sá ég að rússneskt skip var lagst að bryggju hér á Akureyri. Þetta er helvíti mikill dallur, sem örugglega er að koma með allar rúblurnar sem Abrómóvits og Pútin ætla að færa okkur í þjóðarbúið. Eðlilegt að það komi með rúblurnar til Akureyrar því fréttir voru af því um daginn að Abrómóvits væri að falast eftir lóðum handan fjarðarins í nágrenni við höll Jóhannesar í Bónus. Kannski Jóhannes eigi að geyma þetta þangað til Davíð verður hættur í Seðlabankanum? - Hver veit?

P1010005 %C3%ADslenska%20r%C3%BAblanFékk þetta til baka hjá KEA í dag

Rússneska skipið


mbl.is Mesta hættan liðin hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar eru alltaf á vitlausum kanti

Það sýnir hroka og yfirgangssemi þessa gamla Breta á öðrum þjóðum að hann skuli halda því fram enn í dag að málstaður Breta í þorskastríðunum hafi verið réttmætur. Fyrst þurftu Íslendingar að berjast fyrir 12 mílna fiskveiðilögsögu, svo 50 mílna og að lokum 200 mílna lögsögu. Nú eru allar þjóðir komnar með samskonar fiskveiðilögsögu. Bretar eru enn að reyna að halda í heimsveldisímynd sýna, enda ekki nokkur þjóð í heiminum íhaldssamari. Þeir keyra meira að segja enn á vitlausum kanti í umferðinni. Þeir eru svo sannarlega nú í bankaráni sínu hjá Kaupþingi, eins og áður, jafnt í umferð sem annarsstaðar á vitlausum kanti.
mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni jafn lausmáll og Davíð

Er þetta tímabært Guðni? Við vitum að Bretar hafa í þremur landhelgisdeilum verið með hroka og ofbeldi gagnvart Íslendingum. Er ekki rétt að bíða með öll stóryrði núna og athuga hvort ekki verður hægt að leysa málin með vitrænum hætti? Ef það gengur ekki þá má athuga það sem Guðni segir. Öll svona ummæli núna eru varasöm, lærum af lausmælgi Davíðs.
mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna var svoddan fyrirtaks keila

Þetta er slæmt. Þegar ég var að vinna á Akranesi í sumar fannst mér hún frábær þessi fiskbúð og margt gott að fá þar, vonaðist þá til að Fisksaga yrði opnuð hér á Akureyri. Man sérstaklega eftir keilunni, sem ég uppgötvaði þarna, sem fyrirtaks matfisk. Man þá tíð að hún var reitt af línunni við borðstokkinn og fékk að fjúka í sjóinn aftur. Skagamenn þurfa þó ekkert að kvíða, það er ágætis úrval af fiski í Einarsbúð. Sú búð stendur sig alltaf. - Svona í lokin. - Mér finnst að mbl.is eigi að linka á vef Skessuhorns, það er sjálfsögð kurteisi þegar skrif annarra eru notuð. Bæti úr því hér: http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=77883&meira=1


mbl.is Þremur verslunum Nordic Sea lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband