Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Engan þarf að undra - En hvað með stýrivextina?

Engan þarf að undra þótt íslenskir bankamenn séu í sárum og kvíðnir. Það er ekki gott að missa vinnuna og allra síst á þessum tímum hárra vaxta og verðbólgu. Þetta fólk eins og annað þarf fyrir sér og sínum að sjá, það er með sín húsnæðislán og bílalán. Mér finnst hún skelegg í svörum, Helga Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Landsbankans, þótt ég eigi erfitt með að trúa því að öll reiði starfsmanna beinist gegn ríkisvaldinu. Á bágt með að trúa að engir bankastarfsmenn séu reiðir fyrrum stjórnendum bæði þessa banka og annarra. Hins vegar hefur viðskiptaráðherra þegar lofaði starfsmönnum á fundi að ekkert myndi breytast í bankanum. Sú yfirlýsing er jafn misvísandi og aðrar sem gefnar hafa verið út af ráðamönnum síðustu dagana. En hvernig er með stýrivextina nú þegar allir bankarnir eru komnir undir ríkið. Þeir virkuðu ekki í öllu frelsinu ennþá síður núna. Nú er veruleg þörf á að þeir fari niður til bjarga atvinnulífinu og heimilunum í landinu.
mbl.is Bankamenn í tilfinningarússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elskulegur Darling

Hann virðist ekki beint elskulegur við Geir, Davíð og Árna þessi breski Darling! Er þetta samt ekki málað svolítið svart af Bretum? Sveitarfélögin og sektargreiðslur löggurnnar þurfa ekki endilega að vera tapað fé ef marka má Geir og Árna í dag. Hvað svo sem farið hefur þeirra á milli þá eru þetta harkaleg viðbrögð Breta og nánast striðsyfirlýsing. Þeir hafa ekki unnið stríð gegn íslensku þjóðinni hingað til. Vilji þeir stríð núna er bara að takast á við þá.
mbl.is Tjón breskra sveitarfélaga eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjar þá maí á öðrum, þriðja eða fjórða?

Já vilja færa fyrsta maí, það er athyglisvert. Byrja þá kannski maímánuður framvegis á öðrum, þriðja eða fjórða og svo kemur 1. maí?  Nei þetta eru nánast helgispjöll því 1. maí er enginn venjulegur frídagur. Hann er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Skítt með hina fimmtudagsfrídagana, þá má auðveldlega færa til.
mbl.is Lagt til að frídagar verði fluttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur mynd af Faxa

Miðað við hrun gengisins er þetta nú ekki mikil hækkun á þorskverði. Enn og aftur birtir mbl.is mynd af Faxa RE með innklipptum þorkshausum. Faxi stundar ekki þorskveiðar og á ekkert erindi inn í fréttir um þorsk. Þetta skip veiðir uppsjávarfisk, ekki þorsk. Sennilega veit enginn á mbl.is mun á þorski og uppsjávarfiski.
mbl.is Þorskverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofar góðu

Það hlýtur að lofa góðu að þingheimur sé kjaftstopp. Í það minnsta hefur orðagjálfur í Alþingishúsinu ekki verið okkur til framdráttar, síðustu vikur og mánuði
mbl.is Enginn talaði á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýtingin orðin algjör

Jamm þá er bara Kaupþing eftir og þjóðnýtingin orðin algjör. Davíð segir svo að hann hafi varað við þessu, Þvílikt bull. Hann stóð fyrir einkavæðingunni og leyfði útrásargæjunum að vera frjálsum, án nokkurra skilyrða.
mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er styst til Akureyrar?

Þetta er skrítin frétt. - 550 mílur norður af Akureyri? Það hlýtur að vera styttra í land einhversstaðar annarsstaðar en sigla inn allan Eyjafjörð.
mbl.is Varðskip til aðstoðar færeyskum togara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni, peningar hafa áður komið frá Rússlandi

Þessi frétt er athyglisverð. Guðni, Framsóknarmaður, talar enn um kommúista, Það er löngu búið að einkaveiða Sovétið og Rússland nútímans er allt annað. Hann tlar um Noðurlöndin en hvað hefur komið út úr þvi? - Hvaðan komu peningarnir til að kaupa Landsbankann? Komu þeir ekki frá Rússlandi, Guðni?
mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vísindi????

Hvaða vísindi????? - Eru einhver vísindi að ráða ?????
mbl.is Vísindin ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar hafa alltaf verið vinir okkar

Skil ekki það sem Geir sagði við útlendu blaðamennina að Íslendingar hefðu þurft að leita nýrra vina og því leitað til Rússa. Rússar hafa alltaf verið vinir okkar. Við seldum þeim síld á sínum tíma í vöruskiptum. Alvöru verslun það. Fengum í staðinn olíu, Moskvits og Rússajeppa. Svo þegar vantaði fisk í íslensk frystihús vegna þess að Hafró skammtaði þorskinn, þá komu rússneskir togarar hingað með hráefni. - Hvað er maðurinn að meina? - Rússar hafa í gegnum árin verið okkar bestu viðskiptavinir. Pútín veit greinilega betur en Geir.

glitnir

 


mbl.is Ekki búið að ganga frá lánskjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband