Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ljós punktur í svartnættinu

Þarna er kannski einn ljós punktur í öllu svartnættinu. Framboðið í Öryggisráðið í klúðri. Segi eins og Þorgerður Katrín sagði um orðgætni Davíðs: Guð láti gott á vita.
mbl.is Áhrif á framboð til öryggisráðsins óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánskjaravísitölu burt og stýrivexti niður

Auðvitað er það rétt sem Gylfi segir, óvissan er mikil og það þarf að tryggja atvinnulífinu fjármagn. Fyrst af öllu þarf að lækka stýrivexti. Það að þeir séu fimmtán og hálft prósent hefur auðvitað ekkert að segja nú þegar ríkisvaldið hefur alla peningastjórn í höndum sér. Það hefur í raun aldrei haft neitt að segja vegna þess að hér er lánskjaravísitala. Burt með hana og stýrivextina niður í 5%.
mbl.is Mikil óvissa ríkir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný lög sem allir ætla að samþykkja

Þett er ekki flókið. Fjármálaeftirlitið fær algjört vald til að taka yfir banka í landinu. PUNKTUR. - Þetta eru lög sem allir stjórnmálaflokkar ætla að samþykkja.


mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Davíð fjúki báðir

Svei mér þá ef ekki væri rétt að láta Þorgerði Katrínu taka við stjórninni strax. Geir sagði óttalega lítið í sínu ávarpi en Þorgerður var ákveðin. Hún og Solla gætu gert góða hluti saman. Það er hins vegar ljóst eftir ávarp Geirs að bankastrákrnir eru búnir að klúðra öllu undir verndravæng Davíðs. Auðvitað á hann að fjúka líka.
mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með öryggisráðið?

Ætli hann minnist líka á framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? - Nei, bara spurði svona?
mbl.is Forsætisráðherra flytur ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíðindi!

Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV var rétt í þessu að tilkynna að Geir Haarde ætli að ávarpa þjóðina á báðum rásum RÚV og í sjónvarpi klukkan fjögur. Að því loknu hefst þingfundur, sem sjónvarpað verður frá. Greinilega hafa einhverjar ákvarðanir verið teknar.

Almenningur á að eta það sem úti frýs

Það er ótrúlegt að launþegasamtök skuli ekkert hafa með það að segja sem fram fór á Ríkisstjórnarheimilinu um helgina. Þetta sýnir manni einfaldlega að ætlun stjórnvalda sé að svelta almenning. Meira er hugsað um eignamennina og uppana sem eru búnir að klúðra öllu. Eina sem Geir og co. geta séð að sé til góðs er að seilast í lífeyrissjóðina. Almennt launafólk á að eta það sem úti frýs.
mbl.is Launþegasamtök ekki boðuð til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann ekki í lagi?

Æskilegt að framlengja kjarasamninga, segir Geir. Hvað á maðurinn við? Ætlast hann til að kjarasamningar verði framlengdir óbreyttir í um 20% verðbólgu og gengishruni? - Er hann ekki í lagi? - Auðvitað þarf að koma fullt verðbólgu- og gengisálag ofan á kjarasamninga ef fólk á að halda sönsum. Nema hann vilji leggja lánskjaravísitöluna af. Það er sanngjarnt og væri hægt að semja um.
mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð burt

Alþjóðleg fjármálakreppa er bara hluti af því sem er að gerast hér á landi. Af hverju er allt þokkalega kyrrt á Norðurlöndunum? - Nú, ekki seinna en í fyrramálið, þarf Davíð að vera farinn úr Seðlabankanum!!!!
mbl.is Tugir milljarða fluttir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eftir einhverju að bíða?

Er ekki kominn tími til að ræða við Evrópusambandið? -  Hverju er að tapa úr þessu? Samningsstaðan verður veikari með hverjum deginum sem líður. Er eftir einhverju að biða?
mbl.is Össur: Get gengið að öllu því sem gott er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband