Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Af hverju var ekki smalað í Kaupþing?

Ég skil ekkert í þeim vinum mínum í Borgarnesi að þeir skuli ekki hafa smalað öllu sínu lausafé inn í Kaupþing við Brúartorg, sem í sumar yfirtók Sparisjóð Mýrasýslu , sem sveitarfélagið Borgarbyggð átti áður að fullu. Það hlýtur að vera þörf fyrir lausafé þar núna. 
mbl.is Nóg lausafé í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningana heim en með skilyrðum

Lífeyrissjóðirnir okkar eru nú eina von vonlausrar ríkisstjórnar til bjargar fjármálum þjóðarinnar, sem Davíð og útrásargæjarnir eru búnir að klúðra. Okey. Færum þessa 500 milljarða sem lífeyrissjóðirnir eiga í útlöndum heim. - EN. - Þá verði þeir peningar vísitölutryggðir og gengistryggðir í ríkisskuldabréfum. Ekki fara með þessa peninga inn í íslensku bankana, drengirnir sem þar stjórna eru ekki traustsins verðir.
mbl.is Fundað um lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið til góðs í þorpinu

Greinilega hefur gengið að fá einhverja til að ganga til góðs hér í þorpinu á Akureyri. Kurteis kona bankaði upp á hjá mér áðan með myndarlegan bauk sem ég tæmdi allt mitt klink í. Við þorparar erum líka alltaf til alls góðs vísir.
mbl.is Dræm þátttaka í Göngum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa

Úbbs!!!! Var ekki einhversstaðar verið að tala um kreppu?
mbl.is Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki fleiri orð

Það er ótrúlegt að mesti misgjörðamaður sögunnar, George Bush, skuli hafa meira vit en Davíð, Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún. Ekki þarf fleiri orð um aðgerðir.
mbl.is Bush staðfestir fjármálalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar veit sínu viti

Var að horfa á viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Stöð 2. Það er ekki oft sem ég, gamli RÚV-hundurinn, sleppi byrjun frétta á RÚV til að horfa á Stöð 2, en nú gerðist það. Ólafur Ragnar fór á kostum og skaut undir rós á Davíð án þess að nefna hann á nafn. Við ættum að muna það að þegar síðasta þjóðarsátt var gerð, sem var grunnurinn að uppgangi í íslensku efnahagslífi í áratugi, þá var Ólafur Ragnar fjármálaráðherra og hafði frumkvæði. Þar er maður sem veit sínu viti, hlustum á hann, burt með Davíð. Það kæmi mér ekki á óvart að forsetinn kæmi okkur til bjargar á þessum krepputímum.

Dabbi kóngur er sá sem klikkaði

Að mati útlendra fjármálasérfræðinga hefur sá sem öllu ræður, Dabbi kóngur, gjörsamlega klikkað. Eins og kemur fram í fréttinni undrast þeir að Seðlabankinn hafi ekkert gert allan þann tíma sem gengið hefur hrunið. Er ekki einfaldast að setja Davíð af, það hlýtur að vera hægt að finna einhverja fimm ára reglu eins Bjössi dáti fann til að losna við sýslumann á Suðurnesjum.
mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það sé svo grábölvað?

Ætli það sé svo grábölvað þótt innflutningur minnki eitthvað? Við getum örugglega alveg verið án stórs hluta þess varnings sem fluttur er inn. Við erum algjörlega sjálfum okkur næg með matvörur og engin ástæða til að flytja þær inn. Hæglega er hægt að auka grænmetisframleiðslu og jafnvel ávaxtaframleiðslu líka. Nú er rétti tíminn til að kaupa inn íslenskar vörur og endurskoða innflutninginn aðeins.


mbl.is Verslunarmenn vænta vöruskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50-100 þúsund tonn til viðbótar

Auðvitað! Fimmtíu til hundrað þúsund tonn til viðbótar. Það er löngu vitað að mun meira er af þorski i sjónum en Hafró hefur sagt undanfarin ár. Fiskifræðivísindin hafa verið ofmetin. Togararall þeirra og fleira sem hefur ráðið úrslitum er rugl. Fiskur hefur sporð og hann leitar að bestu lífsskilyrðum hverju sinni. Sama gildir um hvali. Vísindamenn gapa af undrum yfir andarnefjum í Pollinum við Akureyri í langan tíma og þangað komu líka hnúfubakar um daginn. Þar er greinilega nóg æti. Nei það eru víða sóknarmöguleikar í gjaldeyrisöflun. Össur var rétt í þessu að tala um framfarahug ríkisstjórnarinnar og að nú væru tekjur af völdum sjávarútvegs margfalt meiri en áður og af "ferðamannaiðnaði" (er það einnhverskonar kjötiðnaður?)  en auðvitað er þetta allt af völdum gengisfallsins sem allir landsmenn líða fyrir. Meiri fiskveiðar, afnema lánskjaravístöluna. Það er lausnin fyrir almenning.
mbl.is Það verður að grípa til gjaldeyrisskapandi auðlinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín PR Sjálfstæðisflokksins

Nú hefur Þorgerður Katrín verið sett í PR-mennskuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Geir hefur ekki staðið sig í þeim málum og klúðrað hverju viðtalinu af öðru við fjölmiðla, meðal annars talað niður til fréttamanna (Eins og Davíð forðum). Þorgerður Katrín kemur vel fyrir og kann að svara fyrir sig, þótt svolítill hroki hafi verið í henni á Stöð 2 í kvöld. Hennar hlutverk er nú að telja þjóðinni trú um að það sé ekki Davíð sem ráði hér á landi. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina, hversu trúverðugt sem það er nú. Meðreiðarsveinn hennar í þessu dæmi virðist vera Björgvin G. Sigurðsson, sem var miklu kokhraustari í viðtali á Stöð 2 við hlið hennar í kvöld en hann hefur verið það sem af er viku eftir að hann áttaði sig á því að hann lét Davíð plata sig. Væri ekki bara hreinlegra að setja Davíð af, hann er varla á vetur setjandi. Björn Bjarnason var að nýta sér einhverja 5 ára reglu, hún hlýtur að gilda um Seðlabankann líka. Það kostar að vísu mikið að slá karlinn af (eftirlaunadæmið) en hlýtur engu að síður að borga sig.
mbl.is Seðlabankastjóri þekki sinn stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband