50-100 þúsund tonn til viðbótar

Auðvitað! Fimmtíu til hundrað þúsund tonn til viðbótar. Það er löngu vitað að mun meira er af þorski i sjónum en Hafró hefur sagt undanfarin ár. Fiskifræðivísindin hafa verið ofmetin. Togararall þeirra og fleira sem hefur ráðið úrslitum er rugl. Fiskur hefur sporð og hann leitar að bestu lífsskilyrðum hverju sinni. Sama gildir um hvali. Vísindamenn gapa af undrum yfir andarnefjum í Pollinum við Akureyri í langan tíma og þangað komu líka hnúfubakar um daginn. Þar er greinilega nóg æti. Nei það eru víða sóknarmöguleikar í gjaldeyrisöflun. Össur var rétt í þessu að tala um framfarahug ríkisstjórnarinnar og að nú væru tekjur af völdum sjávarútvegs margfalt meiri en áður og af "ferðamannaiðnaði" (er það einnhverskonar kjötiðnaður?)  en auðvitað er þetta allt af völdum gengisfallsins sem allir landsmenn líða fyrir. Meiri fiskveiðar, afnema lánskjaravístöluna. Það er lausnin fyrir almenning.
mbl.is Það verður að grípa til gjaldeyrisskapandi auðlinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það verður Guðs þakkarvert þegar þessi ríkisstjórn geispar golunni. Hún er að spila á hörpu.

Víðir Benediktsson, 2.10.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég held að ríkisstjórnin verði þarna forever...og gerir ekki neitt

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 2.10.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já veiðum svolítið meiri fisk...það skapar gjaldeyri.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Víðir það gerði Neró meðan Róm brann

Haraldur Bjarnason, 2.10.2008 kl. 23:29

5 identicon

Frábært, þvílík snilldarhugmynd.....  Við erum búin að veðsetja okkur upp fyrir haus, fjármálalífið er að hruni komið.  Klárum þorskinn líka þá er vitleysan fullkomnuð.

Gunn (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunn. Trúir þú því virkilega að ráðgjöf Hafró hafi verið rétt síðustu áratugi? Skoðaðu stofnstærð þorsks síðustu ár að mati hafró go hins vegar það sem hefur verið að gerast í sjónum. til dæmis landaðs sjávarafla. Hvers vegna er svona miklu landað af ýsu þegar allir vita að ýsa veiðist ekki án landaðs meðafla sem er þorskur. Hvar eru vigtarmenn þessa lands. Nei Gunn (hver sem þu ert) Það er verið að veiða fullt af þorski í kringum allt land fyrir utan þetta "gáfulega" fiskveiðistjórnunarkerfi.

Haraldur Bjarnason, 3.10.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allt þar til við gáfum okkur á vald Hafró veiddum við eins og við gátum. Og við gerðum það líka árin sem vertíðaraflinn fór niður í sjö fiska í hlut. Og við gerðum það árið sem sjötíu lesta skúta fiskaði 269 fiska fyrir Norðurlandi á heilu sumri. Á meðan fiskimiðin voru óvarin hjálpuðu erlendir togarar við að "eyðileggja" fiskistofnana með því að toga upp við kálgarða.

Þorskstofninn efldist sum árin og rýrnaði önnur ár rétt eins og áður en hin svonefnda rányrkja hófst.

Núna er okkur bannað að nýta fiskimiðin svo hvalirnir geti belgt sig út á þorski á meðan stoðir samfélagsins hrynja vegna skorts á gjaldeyri.

Það er margur spakur Gunn-inn við völd á Íslandi!

Árni Gunnarsson, 3.10.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband