Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Málvilla?

Er ekki málvilla í þessari fyrirsögn? - Á ekki borgarsjóður að vera í þolfalli en ekki þágufalli? Mér finnst þetta hljóma betur svona: Halli á borgarsjóð. - Kveðja Halli
mbl.is Halli á borgarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snarpt vetrarhret

Nú er það svart, allt orðið hvítt. Veturinn kemur svoldið bratt núna, eins og í fjármálunum. Nóg að gera á rúðusköfunni í morgun. besta veður þrátt fyrir snjóinn og eflaust er þetta þó bara einhver smá hvellur. Maður geymir vetrardekkin um sinn, enda oftar en ekki verið meira eða minna auðar götur fram að áramótum.

P1010034 P1010035 

Svona var útlitið þegar maður fór í vinnuna í morgun


mbl.is Hálka og snjór í flestum fjórðungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sést á svipnum

Geir segist alltaf spjalla við Björgólf þegar hann er á landinu og læri mikið af því. Nú þarf að sýna almenningi hvernig hægt er að lesa út úr svipbrigðum þessara manna. Lúmsk svipbrigði, sem benda til lyga, hafa sést á Geir síðustu daga. Í dag sáust þessi svipbrigði á Sigurjóni Landsbankaforstjóra þegar hann ræddi við Þóru Kristínu fréttamann mbl og spurning er hvort þau sjást ekki líka á þessari mynd og eru ekki Kaupingsforstjórarnir þar?

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af...


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldara að semja við hálaunastéttir

Gott mál. Búið að semja við lækna. Þarna er að vísu ekkert getið um samningana hvernig þeir eru eða hvort þeir eru kannski sambærilegir við samninga ljósmæðra. Kannski er sú leiðrétting, sem þær fóru fram á nú fokin út í veður og vind, má vera, veit ekki. Merkilegt samt hve auðveldlega það gengur alltaf hjá ríkinu að semja við hálaunastéttirnar meðan láglaunastéttir standa í strögli. Kjaradómur leysir svo alltaf launamál þeirra allra hæstlaunuðu hjá ríkinu með glans. 
mbl.is Samið við lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færa þarf þjóðinni lýðræði á ný

Það má vel vera rétt hjá Ólafi Ragnari að fullveldisdagurinn hafi að einhverju leyti týnst í áranna rás. Það er hins vegar brýnna mál að færa þjóðinni lýðræði á ný. Að þjóðin sjái að lýðræðiskjörnir fulltrúar hennar ráði ferðinni en ekki embættismenn. Meðan Davíð var forsætisráðherra hafði forsetinn vald til að setja ofan í við hann. Í þeim fílabeinsturni sem Davíð er núna hefur hann öll völd, jafnt yfir ríkisstjórn, alþingi sem öðrum. Hann virðist líka enn vera tilbúinn að misnota vald sitt, eins og oft áður.
mbl.is Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt um svör

Björgólfur færir úr einum vasanum í annan og það kallast að Landsbanki selji Straumi. Landsbankinn losar um peninga segir Sigurjón bankastjóri en svarar nánast engu þegar Þóra gengur á hann varðandi samruna Landsbanka og Glitnis. Verður svona vandræðalegur eins og Geirharður hefur verið undanfarna daga, þegar hann er að leyna einhverju í viðtölum. Auðvitað vinnur Landsbankinn hratt núna og líklega Glitnir líka. Allt til að koma í veg fyrir að þjóðnýting Davíðs verði að verulega.
mbl.is Landsbanki sameinast ekki Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræðið er algjört

Jón Ásgeir þekkir auðvitað betur en nokkur annar rætni og langræki Davíðs Oddsonar enda hefur Davíð ásamt meðreiðarsveinum gert árangurslausar tilraunir til að klekkja á Jóni og hans fjölskyldu í áraraðir. Davíð og dómsmálaráðherra voru auðvitað ábyrgir fyrir því að hundruðum milljóna var veitt af fé ríkisins í vita vonlausan málarekstur í mörg ár. það virðist nokkuð ljóst að Davíð hefur stillt forsvarsmönnum Glitnis upp við vegg, það kemur ekki bara fram hjá Jóni Ásgeiri heldur kom það líka fram hjá Þorsteini Má Baldvinssyni. Davíð virðist líka hafa verið búinn að ákveða allt áður en forsvarsmenn annarra stjórnmálaflokka komu að málinu. Það leyndi sér ekki á viðskiptaráðherra í gær. Greyið skalf og titraði eftir að hafa fylgst með Jóni Ásgeiri og Máa í sjónvarpi. Það er með ólíkindum að í ríki sem talið er lýðræðisríki skuli ákvarðanir, geðþótti og rætni eins manns ráða svo stórum gjörðum sem þessari. Einræðið er algjört.
mbl.is Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband