Er hann ekki í lagi?

Æskilegt að framlengja kjarasamninga, segir Geir. Hvað á maðurinn við? Ætlast hann til að kjarasamningar verði framlengdir óbreyttir í um 20% verðbólgu og gengishruni? - Er hann ekki í lagi? - Auðvitað þarf að koma fullt verðbólgu- og gengisálag ofan á kjarasamninga ef fólk á að halda sönsum. Nema hann vilji leggja lánskjaravísitöluna af. Það er sanngjarnt og væri hægt að semja um.
mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er í lagi að frysta kjarasamninga  með öðrum aðgerðum s.s að stórhækka persónuafslátt og afnema verðtryggingu á lánin

Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Halli ég er sammála.  Hvernig á það að vera hægt nema með öðrum aðgerðum eins og lækkun vaxta og frystingu lána og fl.

Einar Vignir Einarsson, 5.10.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er ekki í lagi með manninn, hann er að gera það opinbert með þessum ummælum.

Jóhann Elíasson, 5.10.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hann hlýtur að vera að tala um laun ofurmannanna í ríkisbankanum, það væri svo líkt honum

Sigrún Jónsdóttir, 5.10.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband