Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fara varlega í þessum efnum

Einhverjir Ameríkanar vilja nú kaupa "tekjustrauma" Landsvirkjunar. Hvað þýðir þetta? Vissi um að miklir straumar eru beggja vegna stöðvarhúsa virkjana en tekjustrauma hef ég ekki heyrt um áður. Er þetta einhvers konar afsal virkjana eða nokkurs konar leiga? - Kannski er þessi kostur athyglisverður í 10-15 ár en varla er á vísan að róa, fyrst Kanarnir eru áfjáðir í þetta. Eflaust er þetta freistandi fyrir ráðamenn að fá einhverja slummu af dollurum á einu bretti. - Held samt að vissara sé að fara varlega í þessum efnum.


mbl.is Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þeir hafi ekki verið margir......

....stólarnir...og margt eigi eftir að sópast undan þeim?
mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Solla, taktu hann í gegn!!!

Nú þegar Ingibjörg Sólrún er að komast til heilsu þarf hún að taka þennan aumingja, sem herra Brúnn er, almennilega í gegn. Lesa yfir honum og sýna honum fram á hvers konar fáránleiki þessi aðgerð hans og herra Elsku var. Össur hefur ekki haft manndóm i sér til þess. Þar fyrir utan var auðvitað Davíð í tómu klúðri með sínum ummælum, eins og alltaf - Ef kratar heimsins ætla að standa saman gengur svona lagað ekki.......og hana nú.
mbl.is Brown sakaður um ragmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fífl og dónar

Aftur tók "fíflið og dóninn," Helgi Seljan viðtal í kvöld, sem var til fyrirmyndar. Hann talaði við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Skelegt og gott viðtal. Helgi spurði að því sem spyrja þurfti og Björgin svaraði. - Góðir strákar.  Nokkuð sem kom fram á Stöð tvö í kvöld þegar þeir Ómar R. Valdimarsson og Róbert Marshall svöruðu um klúður ríkisstjórnarinnar í almannatengslum. 

Það þarf að svara fréttamönnum en ekki vera með hroka og yfirklór eins og einkennt hefur Davíð, Geir, Árna Math. og fleiri að undanförnu. Þetta er að koma okkur í koll í öðrum löndum núna, nánast í hvaða landi sem er. - Gleymið því ekki ráðamenn, að fréttamenn eru bara að spyrja spurninga sem almenningur vill svör við. Með því að hunsa þær spurningar grafið þið ykkar eigin gröf. Fólk er hvorki "fífl né dónar". 


Snjöll kona í Bretlandi

Það er nauðsynlegt að ná sátt við forsvarsmenn samtaka breskra bæjar- og sveitarfélaga í þessu máli og upplýsa þá um að í raun eru þeirra vandræði tilkomin vegna innrásar þeirra manna, herra Brúns og herra Elsku í Kaupþing. Með þeirri ofsafengnu árás varð fjandinn laus og þeir sjálfir settu stærsta íslenska fyrirtækið á hausinn. Svo er hún auðvitað snjöll þessi íslenska kona, sem búsett hefur verið í Bretlandi um árabil. Það kostar hana skít á priki að borga upp námslánið núna meðan íslenska krónan er í klúðri, þótt yfirskynið sé að leggja sitt á vogarskálarnar til bjargar gjaldeyrismálum þjóðarinnar.
mbl.is Bresk sveitarfélög funduðu með skilanefnd Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður spennandi lesning

Þessi bók verður án efa fróðleg og skemmtileg lesning. Ólafur Ragnar hefur sem forseti farið ótroðnar slóðir og verið óhræddur við það. Hann styður við það sem þjóðin er að gera hverju sinni og ekki hægt að álasa honum fyrir að styðja við þá sem stóðu í íslensku útrásinni frekar en aðra hér á landi sem verið hafa í útflutningi eða annarri atvinnustarfsemi. Samskipi hans við Davíð verður líka fróðlegt að lesa um. Guðjón Friðriksson setur efni sitt alltaf vel og skilmerkilega fram, þannig að von er á góðu.
mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir stóðu sig báðir vel

"Fíflið og dóninn," að mati Geirs Haarde, tók tímamótaviðtal við forseta Íslands í kvöld. Hann spurði þess sem spyrja þurfti og forsetinn svaraði því sem svara þurfti. Engir útúrsnúningar hjá honum engin niðulæging við spyrjandann. - Aldrei í sögunni hefur forseti Íslands þurft að sitja í svona viðtali, þar sem hann er spurður krefjandi spurninga um þjóðmálin og svarar þeim. - Þeir eiga báðir heiður skilinn fyrir þetta viðtal Helgi Seljan og Ólafur Ragnar.
mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullur tankur af sykurvatni?

Flutningabíll með tank fullan af fljótandi sykri. Heill flutningavagn með sykurvatn. Til hvers? - Einu sinni vörðu menn sig í kaupfélögunum með sultugerð ef spurt var hvað gera ætti við allan þennan sykur. En það var auðvitað ekki hægt á öllum árstímum. - Var þessi kannski að fara í einhverja bruggsverksmiðjuna ? Nú er orðið löglegt að brugga víða um land, sem er auðvitað sjálfsagt, því mannvitið á að virkja. 
mbl.is Tankbíll valt við Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupa strax!

Er ekki rétt hjá manni í ljósi þessarar fréttar að kaupa eins og fyrir þúsund kall í fyrramálið? - Skil vel núna áhuga lífeyrissjóðanna á að eignast Kaupþing og að það þurfi að hafa hraðar hendur. Þetta er auðvitað rakið og þeir eiga að setja eins og einn milljarð í þetta strax í fyrramálið. Það sem einu sinni fer upp kemur niður aftur og hið sama gildir um leiðina frá botninum. Héðan af getur leiðin ekki legið annað en upp á við.
mbl.is Gengi bréfa bankanna 0 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði hann ekki bara of mikið?

Já, hvað sagði Davíð? Góð spurning. - Það er í það minnsta ljóst að hann sagði of mikið að mati forsætisráðherra og fjármálaráðherra Breta. - Þeir gerðu of mikið í kjölfarið. Fóru með hreinum skepnuskap inn í íslenskan banka þar ytra, sem alls ekki kom við sögu  þess banka sem fjallað hafði verið um. - Þetta er álika og að loka Ford verksmiðjunum af því að General Motors hefði klúðrað einhverju. - Allt er þetta út af pólitík og málið er að í umræddu Kastljósviðtali talaði Davíð eins og pólitíkus en ekki embættismaður. Hann hefur aldrei vitað sín takmörk. Sömu sögu er að segja af herra Brúnum og herra Elsku, þeir voru að breiða yfir eigin skít og beina athyglinni annað. Það er þekkt hjá breskum yfirvöldum.
mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband