Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Auðvitað á þjóðin að kjósa um þetta

Auðvitað á að setja af stað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB. Það er löngu vitað og slík atkvæðagreiðsla hefði átt að fara fram löngu fyrir þær hremmingar sem nú ganga yfir.  Þröngsýni margra stjórnmálamanna hefur komið í veg fyrir að þjóðin fái að segja sitt um þetta nauðsynlega mál. Það verður svo bara að koma í ljós hver vilji fólks er.
mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur geymdir heima hjá sér

Hvers vegna telur Geir eðlilegt að Bretar komi hingað með sínar herþotur? Þeirra her hefur áður komið hingað til að berjast gegn íslenskum fiskiskipum og varðskipum. Nei takk!! Bretar og allt þetta Nató hyski getur verið heima hjá sér. Allt þetta lið er betur geymt heima hjá sér.
mbl.is Höfum ekki sagt NATO að Bretar séu óvelkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haukar í horni

Þarna eigum við hauka í horni. Íslendingar gerðu góða hluti í Lúxemborg á sjöunda og áttunda áratuginum. Hef trú á að Benelúxlöndin verði okkur hliðstæð í þessum hremmingum. Eitthvað þarf til að hífa okkur upp úr klúðri útrásarvíkinganna.
mbl.is Rætt um endurreisn Kaupþings í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri, mengunarlaus stóriðja

Það er mál til komið að Héraðsmenn njóti einhvers af Kárahnjúkavirkjun, sem er jú að hluta í þeirra sveitarfélagi. Mestan arðinn af henni fær nú Fjarðabyggð, sem alltaf hefur haft horn í síðu Héraðsmanna, t.d. nefnir Smári Geirsson aldrei Egilsstaði á nafn. Þarna er gott tækifæri fyrir Egilsstaði, mengunarlaus stóriðja.
mbl.is Vilja byggja gagnaver á Fljótsdalshéraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill léttir

Þetta er greinilega skynsamt fólk sem kýs í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Það hefur greinilega ekki talið að meira væri leggjandi á þessa fámennu þjóð en þegar er. Mikill léttir að þessi endaleysa skuli frá. Verst er að gráðugir stjórnmálamenn eru búnir að eyða miklum peningum og það mikilvægum gjaldeyri í kosningabaráttuna. Fyrir löngu átti að hætta henni og í raun finnst mér furðulegt að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin hafi ekki sett það sem skilyrði við stjórnarmyndun að þessari vitleysu yrði hætt.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur andi á Grundartanga

 Þetta er gott framtak hjá Norðurálsmönnum og sýnir að forsvarsmenn fyrirtækisins kunna að meta starfsfólk sitt og vita að án þess verður enginn hagnaður. Ég man eftir samskonar dæmi hjá Íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga rétt upp úr 1980 þegar fyrst varð hagnaður af rekstri verksmiðjunnar. Þá fengu allir starfsmenn auka mánaðarlaun. Það er greinilega réttur andi ríkjandi á Grundartanga.

P1010015 Frá Grundartanga, járnblendiverksmiðjan nær.


mbl.is Starfsmenn Norðuráls fá auka mánaðarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætla lögregluyfirvöld að læra?

Hvers vegna var manni eins og Jónasi Inga sleppt lausum? Hann sem var höfuðpaurinn í líkfundarmálinu í Norðfjarðarhöfn fyrir nokkrum árum? - Nú er hann aðal karlinn í þessu máli. - Ætla íslensk lögregluyfirvöld aldrei að læra að það eru svona hvítflibbar sem eru á bak við það sem allir eru að fást við; dreifingu og sölu eiturlyfja? 
mbl.is Höfuðpaurar á reynslulausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnin heldur áfram

Þetta er nákvæmlega það sem ég vissi að þegar maður á svona vini þarf maður ekki óvini. Tilvitnun frétt: Er það lýst yfir samstöðu með Íslandi en jafnframt sagt, að íslensk stjórnvöld verði að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar.  Sem sagt Evrópusambandsleiðtogarnir segja að Bretar megi djöflast á Íslendingum eins og þeir vilja. Þeir viðurkenna ekki að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar en Bretar hafa lagt hald á eigur okkar þar ytra og þar fyrir utan beitt hryðjuverkalögum til að setja vel stætt fyrirtæki á hausinn. Þetta eru hræsnarar og það er vægt til orða tekið. Hræsnin heldur áfram, það á að setja okkur á hausinn.
mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með svona vini þurfum við ekki óvini

Segi bara eins og maðurinn sagði einu sinni: "Þegar maður á svona vini þarfnast maður ekki óvina." Þetta er ljóta hræsnin og líklega er breski Brúnn í þessum hópi, sem farið hefur hamförum gegn Íslendingum. Býst ekki við að nokkurt gagn verði af þessari yfirlýsingu, frekar en að sleikja upp Bretana eða Nató.


mbl.is ESB-leiðtogar styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæplega lemur Solla á Brown í gegnum Öryggisráðið

Er ekki smá von að við losnum út úr þessu Öryggisráðs klúðri, eftir allt klúðrið sem á undan er gengið. Þessi umsókn var á sinum tíma runnin undan rifjum Davíðs og félaga meðan hann og hans líkar héldu að við værum að gleypa heiminn. Annað hefur komið í ljós. Solla utanríkisráðherra erfði þessa vitleysu og fylgdi henni eftir til að Samfylkingin gætti verið hækja í ríkisstjórn. Nú ætti Solla, þegar séð er að nýfrjálshyggjan í heiminum er hrunin, að einbeita sér að öllu öðru. Til dæmis að lemja á Gordon Brown, trúi tæplega að hún geri það í gegnum Öryggisráðið.
mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband