Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þokkalegt tímakaup

Hann hefur verið á þokklegu tímakaupi þarna inni hjá löggunni karlinn. Fær hundrað þúsund krónur fyrir fjóra tíma og korter.
mbl.is Fær bætur fyrir of langt varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður áfangi

Þetta er góður áfangi en næst þarf að klára Hellisheiðina syðri á sama hátt, svo þarf að fara upp í Borgarfjörð og norður í land. Gleymum svo ekki jarðgöngunum.
mbl.is Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur um fund frá fundi til...............

Hvað er verið að ræða á öllum þessum fundum? - Stjórnarslit eða......
mbl.is Ráðherrar funda á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisverði

Öryggisverði fyrir lögguna, eins og Geir er með. Police
mbl.is Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin upp á dekk aftur

Jón Baldvin fór hreinlega á kostum í þessu viðtali. Ég held að við höfum aldrei átt betri stjórnmálamann. Geir, Davíð og allt þeirra hyski að Halldóri Ásgrímssyni meðtöldum ættu að hysja upp um sig buxurnar og koma sér af landi brott svo ekki sé talað um Sollu og hennar lið. Nú þurfum við Jón Baldvin upp á dekk aftur
mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum fagnandi við pundunum

Ætla rétt að vona að þessir Bretar eyði miklum peningum hér. Tökum fagnandi við pundunum þeirra. Við eigum það svo sannarlega inni hjá þeim eftir að Brúnn og Elskan beittu hryðjuverkalögunum  á okkur.
mbl.is Mikill áhugi á flugi til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Þessi frétt er frábær. Ég vorkenni ekki Skotum að missa þessi viðskipti og enn síður þeim Íslendingum sem undanfarin ár hafa stundað það að spreða verðmætum gjaldeyri þar ytra. Þetta er bara gott mál.
mbl.is Innrásinni aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ál niður - Fiskur upp

Á sama tíma og álið fer niður er fiskurinn á uppleið. Aldrei að setja öll eggin í sömu körfuna.
mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býr hún ekki í Bretlandi?

Býr ekki Björk í Bretlandi? - Legg til að hún komi vitinu fyrir þá þar úti. - Við hérna heima vitum okkar viti.
mbl.is Tækifæri framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorrit stendur sig

"Við megum aldrei gleyma því að Ísland er stærsta land í heiminum," segir Dorrit og við gleymum aldrei þegar hún sagði að Ísland væri stórasta land í heimi. Það var eðlilegt hjá henni miðað við beygingarreglur í íslenskri málfræði. Nú er hún búin að læra afbrigðin í málfræðinni. - Snjöll. - Dorrit stendur sig.
mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband