Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ekki þensla eystra?

Skil þetta ekki alveg hjá Helgu. Hún segir að áhrifa góðærisins og þess, sem því fylgdi hafi gætt í minna mæli úti á landi. Þetta á við um alla landshluta nema Austurland, einmitt þann landshluta sem hún býr í og starfar. Á Austurlandi hefur verið bullandi þensla síðustu árin þótt ekki hafi hún verið eins mikil og á höfuðborgarsvæðinu. íbúðarhús höfðu ekki verið byggð í Fjarðabyggð í áratugi en síðustu árin risu þau hvert af öðru. Hins vegar náði þetta ekki til allra sveitarfélaga á Austurlandi, eða nær eingöngu til Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Það sem minnkar höggið á fjörðunum núna er auðvitað álverið, það munar um þann stóra vinnustað og öll gjöld sem álverið greiðir til sveitarfélagsins. Þannig tekjuaukningu hafa ekki önnur sveitarfélög á Austurlandi fengið, sem er í raun grátlegt því öll stóðu þau á bak við byggingu álvers og virkjun við Kárahnjúka.
mbl.is Höggið minna á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki traustvekjandi

Þetta er nú ekki beint traustvekjandi fyrir sjómenn sem stunda sjóinn lengst frá Reykjavík, eins og fyrir Norðurlandi og Austfjörðum, að bæði varðskipin séu bundin þar við bryggju. Fyrst þetta er svona aumt væri þá ekki ráðlegt að láta annað þeirra liggja á einhverri Austfjarðahöfninni, svo viðbragðstími yrði styttri ef eitthvað kemur upp.
mbl.is Starfsemi Gæslunnar í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjum Árna í málið

Það þarf nú að senda dýraeftirlitsmenn í þessa búð. Hvernig fer þetta skoska lið með gæludýr fyrst það fer svona með íslenskar konur? - Er ekki rétt að maður með þekkingu og réttindi skoði þessi mál. Sendum Árna Math. til Skotlands, þar lærði hann dýralækningar, kannski gengur honum betur að sannfæra skoska gæludýrabúðaeigendur en fjármálaráðherrann, herra Elsku. 
mbl.is Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers?

Er til einhvers að ræða við hrísgrjónakerlinguna? - Voru ekki Kanar alveg búnir að hafna okkur í þessum peningavandræðum? - Þeir telja okkur einskis virði núna þegar herstöðin er ekki.
mbl.is Rice og Ingibjörg ræddu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki sama hjá Landsbankanum?

Þetta stangast eitthvað á við það sem er að gerast hjá Landsbankanum. Á vefsíðu bankans segir að inneignir í Íslenska lífeyrissjóðnum séu ekki tryggðar eins og á bankareikningum. Eitthvað bogið við þetta allt saman og enginn virðist vita neitt með vissu. Sjálfur hélt ég mig vera að taka eina af fáum skynsömum ákvörðunum í fjármálum þegar ég tók þátt í viðbótarleífeyrissparnaðinum þegar hann var tekinn upp á sínum tíma. Nú veit maður ekkert hvort hann verður til staðar þegar þar að kemur. Tilvitnun í vefsíðu Landsbankans:

Er lífeyrissparnaður tryggður?

Svar: Lífeyrissparnaður í Lífeyrisbók Landsbankans nýtur verndar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Því til viðbótar hefur forsætisráðherra tilkynnt að ríkið muni ábyrgjast að fullu að lífeyrissparnað sem viðskiptavinir eru með hjá sínum viðskiptabanka.

Þeir lífeyrissjóðir sem eru með vörslusamning við Landsbanka Íslands njóta ekki ábyrgðar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, enda ekki um innlán til banka að ræða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er þar með talinn.


mbl.is Inneign í eigu sjóðsfélaga - ekki bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkurskarðið farartálmi

Á þessu sést vel hversu mikill farartámi Víkurskarðið er. Það lokast í fyrstu snjóum. Umferð stóra bíla er mikil þarna um og það voru eimitt þeir sem lentu í vandræðum núna. Líklega mjólkurbílar að flytja mjólkina á Austurlandið enda engri nýmjólk pakkað í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum lengur.
mbl.is Bílar teppa Víkurskarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skamm...karlskratti

Úbbs!!!!... þarna er skýringin á örlæti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hann veit hvers konar kostagripir íslenskt kvenfólk er.........skamm!!!........karlskratti!!!
mbl.is Strauss-Kahn biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa aðgang að upplýsingum

Þessi dulúð íslenskra stjórnvalda og upplýsingaleysi er löngu búin að koma okkur í koll. Það er engum greiði gerður með því að neita staðreyndum endalaust. Fjölmiðlar eru ekkert vont afl eins og Geir virðist halda. Fjölmiðlar eru bara boðberar og það er ekki til neins að hengja alltaf boðberann. Ég er viss um að þessi frétt Financial Times er rétt. Þar hafa menn aðgang að upplýsingum, þveröfugt við það sem hér er. 
mbl.is Ekkert liggur fyrir um aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta Ögmundur?

Hvaða bull er þetta í Ögmundi? Þetta hefur bara alltaf verið gert og er ekkert nýtt. Hann ætti að muna sjálfur hvaða skuldbindingar okkar börn voru látin taka á sig þegar Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson ákváðu árið 1983 að taka launavísitölu úr sambandi en ekki lánskjaravísitölu í um 100% verðbólgu. Þá blés Ögmundur til sóknar og Sigtúnsfundurinn var haldinn. Þangað mætti ég ásamt fjölda ungs fólks. Hins vegar er það ekki gott að binda komandi kynslóðir, en hvað á að gera, þegar útrásarvíkingarnir eru búnir að klúðra öllu? Ekki er betra fyrir komandi kynslóðir að lifa í gjaldþrota landi.
mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoski hreimurinn ástæðan

Kannski hefur herra Elskan ekki náð skoska hreimnum hjá Árna Matt. Árni er jú menntaður dýralæknir frá Edinborgarháskóla. Hann hefði kannski frekar átt að spjalla við herra Brúnann. Hann er skoskur.
mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband